28.11.2012 15:51

Stapafell

Hér eru orð sem skrifuð voru fyrir rúmum fjöritíu árum. Mér finnst satt að segja þessi orð eiga fullt erindi inn í nútímann. Leyfum hinum reynda skiparekstursmanni Hirti Hjartar að hafa orðið áfram og grípa niður í viðtal við hann í Samvinnunni 1971 í tilefni 25 ára afmæli Skipadeildar SÍS: "Nokkru áður en Hamrafellið hvarf af vettvangi, eignuðust Sambandið og Olíufélagið lítið oliuskip,Stapafell, sem kom til landsins árið 1962. Hvassafellið var selt árið 1964, en það sama ár var Mælifell keypt

 
                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur

Reynslan hefur fært okkur heim sanninn um það, að fyrir þjóðfélagið í heild er ákaflega mikilsvert, að kaupskipaflotinn sé hæfur til að gegna ætlunarverki sínu. Framleiðsluhættir hérlendis eru sveiflukenndir, og stundum kemur fyrir að verkefnin eru meiri en svo, að innlendi skipastóllinn valdi þeim. Þarf þá að grípa tll erlendra leiguskipa.


                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur

Oft hefur það komið áþreifanlega í ljós, að erlendir skipaeigendur hafa glöggt auga fyrir því, hverjar eru þarfir íslendinga, og hækka gjarna flutningsgjöldin til hins ýtrasta þegar sá gállinn er á þeim. Þar við bætist, að þeir hafa ekki áhuga á að sigla til íslands í skammdeginu eða á timum þegar allra veðra er von. Þá leita þeir gjarna á sólríkari og veðurblíðari mið. Það er því á engan að treysta til fulls í þessu efni nema eigin framtak og fyrirhyggju.

                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur

Skipið var byggt hjá  Kremer Sohn í Elmshorn þýskalandi 1962 sem Stapafell  Fáninn var íslenskur Það mældist:  895.0 ts, 1144.0 dwt. Loa: 63.30. m, brd: 9.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1978 MARK VIII - 1985 PRIMA - 1987 AGIA THALASSINI - 1989 PANAGIA SPILIANI - 1991 LUCKY S. Nafn sem það bar síðast undir fána Panama En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum nú um skipið "No Longer updated by (LRF) IHSF (since 09-08-2010)" Síðasti rekstraraðilinn virðist hafa verið grískur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere