29.11.2012 00:06
1971 fékk Skipadeildin þrjú skip. Það fyrsta sem kom á því ári var Litlafell annað skipið með því nafni hjá deildinni. Í dagblaðinu Tímanum 17-08-1971 segir m.a:"Aldarfjórðungur er nú liðinn síðan íslenzki fáninn var dreginn að húni á fyrsta skipi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Hvassafelli. Það var 12. ágúst 1946, sem þessi merkisatburður í sögu samvinnuhreyfingarinnar á íslandi gerðist, en með honum hófst kaupskipaútgerð Sambands íslenzkra Samvinnufélaga. Skipadeild SÍS gerir nú út sjö flutningaskip.
Hér er Litlafell sem Sioux
© Hans-Wilhelm Delfs
Tvö flutningaskip eru nú í smíðum fyrir Sambandið en skipadeildin hefur
orðið að fá leiguskip til flutninga til að anna verkefnunum, sem fara
stöðugt vaxandi. Hlutverk flutningaskipa Sambandsins hefur frá upphafi
verið, að sinna fyrst og fremst flutningum fyrir kaupfélögin og Samband
íslenzkra samvinnufélaga. Sambandsskipin hafa jafnan, eftir því sem
aðstæður hafa leyft, siglt með vörur beint frá útlöndum til viðtakenda
vara úti á landi, og rekstur, stærð og gerð skipanna hefur verið við það miðuð að sú þjónusta gæti orðið sem bezt, enda hefur hún mælzt mjög vel fyrir hjá fólki úti um landsbyggðina.
Á síðasta ári komu skip
Sambands íslenzkra samvinnufélaga á 55 innlendar hafnir og til 22 landa.
Þá hafa sambandsskipin oft tekið að sér verkefni í flutningum fyrir
aðrar þjóðir. Áhafnir skipanna, íslenzkir farmenn, hafa fullkomlega
reynzt þeim vanda vaxnir að sigla erlendis og í þágu erlendra aðila, en
hins vegar hefur reynzt erfitt að fá íslenzka sjómenn til að vera
langdvölum fjarri heimahögum. Eiga sjálfsapt flestir íslendingar auðvelt
með að skilja það. En skipadeild SÍS hefur átt því láni að fagna í
starfi, að til hennar hefur valizt afbragðs starfsfólk, bæði til
farmennsku og annarra starfa. Fyrstu árin var skipaútgerðin ekki sérstök
deild í starfsemi Sambandsins, en frá stofnun skipadeildar SÍS hefur
Hjörtur Hjartar verið framkvæmdastióri deildarinnar, og rekið hana af
miklum skörungsskap.
Hér sem Litlafell © Hawkey01 Shipsnostalgia
Skipið
sem var byggt hjá Lindenau GmbH,Schiffsvert &
Maschinefabrik. Sem Sioux Skipið mældist:886 ts. Loa:6118.m
brd:9.84.m. Skipadeild SÍS kaupir skipið 1971. Það selur svo skipið 1982
Þyrli h/f ( Sigurður Markússon skipstj.)í Reykjavík og fær það nafnið
Þyrill Skipið svo selt Olíuskipum h/f í Reykjavík 1984 og fær skipið
nafnið Vaka.Seinna það ár var skipinu lagt það það svo selt úr landi1990
? Þar fær það eftritalin nöfn1990:Tarina 1997 Ramona og 1999 HalmiaNafn sem það bar til enda undir sænskum fána.En þetta segja mín gögn um skipið nú:"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 24-01-2012) @ Graham Moore.
Hér sem Vaka © yvon Perchoc
© Quasider Sea the ship
© Quasider Sea the ship
© Capt.Jan Melchers
© Andreas Spörri
Hér sem Halmia Nafnið sem skipið bar síðast