30.11.2012 16:24
Saga af litlu skipi
Þann 18 desember 1916 lagði lítið flutningaskip THYRA af stað frá Cardiff áleiðis til Oporto Farmurinn var kol. Ferðin gekk snuðrulaust þar til að skipið var statt á 44°38´0 N og 008°45´0 V um hádegi þ 22 des. Þá heyrðu skipverjar skotdrunu og sáu skot falla i sjóinn. stb megin við skipið Á sama augnabliki sáu skipbverjar kafbátinn U70 komin úr djúpinu bb megin. Höfðu kafbátamenn híft upp merkjaflöggin T.A.F. (sýnið skipsskjöl) Lét skipstjórinn róa með sig yfir að kafbátnum og afhenti Otto Wünsch foringa bátsins. þau.
Otto Wünsch foringi U70
Foringinnn gerði skipstjóranum strax ljóst að hann hefði ekki í hyggju að sökkva skipinu. En bað skipstjóra um lista yfir farm,birgðir af olíu og vistum skipsins Síðan tjáði foringinn skipstjóranum að hann hefi hertekið skipið sem fylgdarskip Síðan voru fimm sjóliðar settir um borð í norska skipið. Voru þeir að sjálfsögðu vel vopnaðir auk þess að þeir höfú með sprengiefni til að sprengja skipið í loft upp kæmi eitthvað fyrir kafbátinn Síðan var siglt og sáu þýsku sjóliðarnir um siglingu skipsins. Einu skipi var sökkt meðan á "herkvínni" stóð og sjö manna áhöfn þess tekin um borð í THYRU. 30 des var skipinu siglt inn til Carino á Spáni Skipshöfnin og skipbrotsmennirnir settir þar í land. En sjóliðarnir sigldu skipinu út úr höfninni með þá ætlun að sökkva því. Í stuttu máli misstókst það og um síðir komst það í hendur eigenda sinna aftur.Strax á eftir er skipið seldt innanlands í Norgegi og fær nafnið KONGSHAUG
Kafbátur sömu gerðar og U70
Var skipið oft eftir þetta notað til Íslandssiglinga. Svo er það
laugardaginn 28 október 1934 þá slitnaði skipið uppaf legunni og rak
upp í Skútufjöru í Siglufirði. Þetta skeði í ofsaveðri sem skall á
aðfaranótt föstudags. Skipið var lestað 6000 tunnum af svokallaðri
matjesíld og tilbúið til siglingar þegar veðrið skall á en farmurinn
átti að fara til Gdynia í Póllandi. Menn voru í fyrstu vissir um að
skipið næðist ekki út. En viti menn skipshöfninni tókst það þ 4 nóv.
Þeir réru með akkerin út frá skipinu og hífðu svo í þau og losuðu skipið
þannig. Það var sterkt í þessum gömlu skipum. Þó ekki sé hægt að tala
um stórgrýtta fjöru er grjót í henni En botn skipsins hafði nú skemst
og síður beyglast. Ketillinn hefir lyfst upp um 11 cm. og leiðslur
sprungið. Skipið var svo dregið til Akureurar og því lagt þar við bryggu
og síldinni skipað upp óskemmdri. Félag með KEA í broddi fylkingar
keyptu svo skipið og skírðu Snæfell Og í byrjun mars 1935 sigldi það til
Noregs til viðgerðar og í apríl hóf það vöruflutninga til og frá landinu.
Ekki voru ævintýrin búin að yfirgefa þetta litla skip því 8 apríl 1940 var
skipið statt í Kristanssand og vöknuðu skipverjar á Snæfelli við
geysilega skothríð Áttu menn sér einskis ills von, og viss ekki hvaðan á
sig stóð veðrið.Þannig segist einum skipverja Guðjóni Guðbjörnssyni fyrsta stýrimanni frá
atburðinum í viðtali við Morgunblaðið eftir að skipshöfnin var komin heim í okt sama ár.:"Þannig hagar til, að strandvirki er fyrir utan höfnina,
Oddeyraryirki kallað. Er við gátum áttað okkur á því, hvað um var að
vera, sáum við, að úti fyrir Oddeyraryirki voru mörg herskip og skutu á
virkið. En höfnin og aðalbærinn var í sömu skotlínu að heita mátti frá
skipunum og að virkinu. Svo fallbyssuskothríðin dundi yfir höfnina og
bæinn. Seinna fréttum við að 17 þýsk skip hefðu verið þar úti fyrir.
Tveim herskipum söktu Norðmenn. Og í einu herflutningaskipi kviknaði.
Stóð það í báli allan daginn og næstu nótt. Við héldum kyrru fyrir í
skipinu til kl. 6 um morguninn. En þá sáum við þann kost vænstan að
flýja þaðan í land. Þrír skipverjanna urðu síðbúnastir. Beið ég eftir
þeim, til þess að verða síðastur frá borði. Er við hurfum frá skipinu,
voru hinir farnir á undan okkur. Höfðu þeir leitað sér skjóls fyrir
skothríðinni í klettum fyrir vestan höfnina. En þegar við komum upp úr
skipinu, var þétt skothríð milli okkar og kletta þessara, og því sama
sem að fara í opinn dauðann fyrir okkur að halda í þá átt. Rétt um leið
og við vorum að stíga af landgöngubrúnni kom svo hár hvellur frá
skipinu, að líkast var sem skipið hefði splundrast. Er við litum til baka, var afturhluti skipsins á kafi í
svörtu reykskýi. Ég ætlaði með félögum mínum að leita skjóls í
kornvöruskemmum, sem þarna voru nálægt.
Gísli Eyland skipstjóri á Snæfelli
Voru skemmurnar tvær og sund á
milli þeirra. Hlupum við upp í sundið. En þegar þangað kom lenti
sprengja á þakið á annari skemmunni og hrundu um okkur glerbrotin og
flísarnar af þökunum. En sprengjubrot lenti fram hjá öxlinni á einum
félaga mínum og fletti af honum fötunum, svo skein í bera öxlina, en
manninn sakaði ekki.Skelfing hafði gripið alla bæjarbúa Urðum við
sjónarvottur að þvi, að fólkið þeysti út úr borginni í skothríðinni og
notaði allskonar farartæki. Það þyrptist jafnvel á opna timburvagna, sem
voru á járnbrautarteinunum og fór á þeim út úr bænum.
Við héldumst
við innan um kornvörurnar í annari skemmunni þangað til kl. 8 um
morguninn. Þá slotaði skothríðinni. Þá hafði varðliðið í Oddeyrarvíginu
gefist upp. Heyrðum við síðar, að það hefði fengið fyrirskipun um það
frá Osló. Voru hermennirnir þar afvopnaðjr, en þeim síðan sleppt.
Guðjón Guðbjörnsson fyrsti stm á Snæfelli
Áður
en svo langt var komið var skotfærabúr virkisins sprengt í loft upþ,
Gaus upp svo mikill eldur, að strókurinn stóð upp á miðjan himin. Er
víð áræddum að fara úr skjóli, var ófögur sjón að litast um í bænum.
í löngum götum var enginn gluggi heill. Og sum húsin, sem höfðu orðið
fyrir fallbyssuskotum, voru ekki annað en spýtnabrak. Eldar komu upp
víða í borginni og þusti slökkviliðið um alt, en fékk litla rönd við
reist. Fjöldi fólks ungir og gamlir biðu bana, og enn fleiri særðust í
skothríðinni þennan morgun. Er við komum úr pakkhúsinu fórum við fyrst
niður á hafnarbakka til þess að svipast eftir Snæfelli. Við gátum eins
vel búist við því, að það væri sokkið. En svo var ekki, og munaði þar litlu.
Sprengjan, sem hafði lent á skipinu rétt í þeim svifum sem við fórum.í
land, hafði flett úr því 4 plötum bakborðsmegin, borðstokknum og lá hann
upp á hafnarbakkanum En 30-40 göt voru á þeirri hlið skipsins, sem
sneri til hafs og var afturhluti þess allur beiglaður og skrámaður. En
opin voru ekki neðar en 1 fet ofanvið sjávarmál. Göt voru á stjórnklefa
og á tveim björgunarbátum Um kl. 10 f. h. voru allir skipverjar komnir
aftur út í skipið. Aðgættum við það nú gaumgæfilega, hvort nokkur leki
hefði komið að skipinu. En svo var ekki.
Og ekki má gleyma Guðjóni Vigfússyni mínum gamla vini sem var II stm á Snæfelli
Um sama leyti komu þýsk skip
inn í höfnina og lögðust upp að hafnarbakka, þ. á. m. 2 stór
herílutningaskip. Þustu hermennirnit í land. Var þeim ekkert viðnám
veitt við höfnina eða í bænum, að því er við yrðum varir við. Hafði
herliðið, sem í bænum var, haldið upp að Edjemoen, en svo heita
bækistöðvar hersins skamt ofan við bæinn. Þar var barist efra í 2-3
daga. En lengur gat norska liðið ekki varist. Því skotfæri þess voru af
skornum skamti eða þá um það bil að þrjóta. Mér var sagt síðar, að um
2000 norskir hermenn hefðu þar verið teknir til fanga og um 150
liðsforingjar. Mér skildist, að mannfall hefði verið tiltölulega lítið
hjá báðum í þessari viðureign. Er við höfðum athugað skipið fórum við
Gísli skipstjóri upp í bæinn. Þá voru Þjóðverjar búnir að taka á
sitt vald allar opinberar byggingar þar. Blakti þýski fáninn á
ráðhúsinu og víðar. Við ætluðum á fund dansk-íslenska ræðismannsins og leita
ráða hjá honum.
Snæfell fékk að fara frá Kristansand til Lysekil
Lék okkur hugur á að koma skipinu úr höfninni og senda
skeyti heim til að segja hvernig komið væri En þá var hervörðnr um hús
konsúlsins og var okkur bannað að hafa samband við hann. Sögðu
hermennirnir okkur að koma aftur kl. 4. Komum við þar á tilteknum tíma,
og bárum upp erindi okkar. Konsúllinn sagði okkur að ekki þýddi að tala
við hann um þessi mál. Því Þjóðverjar réðu í bænum, eins og við
sæjum. Það væri til þeirra að leita, Er við leituðum til þeirra var ekki
við það komandi, hvorki að hreyfa skipið, né að senda skeyti. Þann dag
gerðu enskar flugvélar tvær árásir á höfnina. En þær geruð lítinn usla.
Höfðuðu Þjóðverjar loftvarnabyssur til að taka á móti þeim. Flugvöllinn,
sem er nálægt Kristianssand, tóku Þjóðverjar strax.
Skipshöfnin af Snæfelli kosmst svo til Íslands 15 okt 1940 eftir erfiða ferð norður til Petsamo í N-Finnlandi. Og þá eftir sjö mánaða fjarveru
Heyrðum við, að
þeir hefðu strax fyrsta daginn komið þangað með 120 flugvélar. Þ. 12.
apríl komu 12 breskar flugvélar yfir höfnina í Kristianssand og gerðu
talsverðan usla, þó margar sprengjurnar lentu í sjónum. Ein kom niður
rétt hjá Snæfelli. En skipið sakaði ekki. Þá leituðum við skjóls í
landi. Ög næstu nætur voru flestir skipverja í loftvarnabyrgjum. Því
altaf voru loftásir við og við. En Bretar lögðu mesta áherslu á að hitta
flugvöllinn. Eitt sinn varð þar mikið tjón í loftárás og eldar, sem
lengi var verið að slökkva. Nokkru síðar fengum við leyfí Þjóðverja til
þess að fara með skipið út úr höfninni og koma því í viðgerð. Var það
gert með tilliti til þess, að við fengjum að sigla heim að yiðgerð
lokinni. Við áttum að flytja tunnustafi heim. Viðgerðinni var lokið 6.
maí. Þá var byrjað að lesta skipið að nýju. En áður en því var lokið kom
fregnin um hernám íslands.Og þá var öll von úti um heimfararleyfiSnæfells.En með tilstyrks Vilhjálms Finsen fengum við að
sigla skipinu til Lysekil í Svíþjóð. Við fengum fararleyfi 23. júní. Við
fengum leiðbeiningar hjá Þjóðverjum til þess að komast framhjá
tundurduflasvæðum meðfram norsku ströndinni. En þegar henni sleppti höfðum við engar leiðbeiningar.