02.12.2012 22:13
Múlafoss
Mér þótti Múlafoss og systurskip hans alltaf hin snotrustu
skip.
Múlafoss að koma til Eyja
@Anna Kristjáns
Skipið var smíðað hjá Kramer & Booy Shipsyard Kootstertille í Hollandi 1967 Sem Veritas fyrir þýska aðila Það mældist 1395.0 ts. 2624.0 dwt. Loa: 80.0 m brd 11,70 m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1972 og skírir Múlafoss. Skipið er selt úr landi 1984 og fékk þá nafnið Apollonia XI 1984 Maria T 1988 Tania P og 1989 Nefeli. Það strandaði 16 sml N af Preveza 06-01-1993 og var þar til. Ég sigldi oft þetta sund og mig minnir að ég hafi sér flak á þessum slóðum. Hefði ég vitað þetta fyrr hefði ég athugað málið betur
og hér
@Anna Kristjáns
Múlafoss á ýmsum stöðum
© Hagbard
úr mínum fórum © ókunnur
© Capt.Jan Melchers
Þarna einhverstaðar bar hann beinin blessaður