05.12.2012 23:36
Árekstur
Í kvöld um kl 18 UTC í kvöld varð harður árekstur undan strönd Belgíu Að minnsta kosti þrír sjómenn hafa látið lífið og annara átta er saknað eftir atburðinn Bílaflutningaskipið Baltic Ace sökk eftir áreksturinn og gámaflutningaskipið Corvus J er stórskemmt. Þrettán skipverjum af Baltic Ace var bjargað en þyrlur með infrarauðar myndavélar,og mörg skip leita mannana í ísköldum sjónum En hvassviðri hindrar mjög leit.Baltic Ace sem var á leið til Kotka í Finnlandi lestað bílum kom frá Zeebrugge En Corvus J var á leið til Antverrpen frá
Grangemouth í Skotlandi.Engan af tólf manna áhöfn Corvus J sakaði Ekki er enn ljóst um orsök slyssins En hafi gámaskipið komið af fullum krafti inn í aðra síðu hins þarf ekki að spyrja að leikslokum
Baltic Ace
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
Corvus J
© Henk Jungerius
Skipið var byggt hjá Hegemann Roland í Berne,Þýskalandi 2003 sem MAERSK WESTLAND Fáninn var ATG Það mældist: 6370.0 ts, 8349.0 dwt. Loa: 133.60. m, brd: 19.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: sjósett sem CORVUS J.] - 2006 DANA GOTHIA - 2011 CORVUS J. Nafn sem það ber í dag undir fána Kýpur
Corvus J
© Henk Jungerius
Baltic Ace
Skipið var byggt hjá
Gdynia Stocznia í Gdynia Póllandi 2003 sem
BALTIC ACE Fáninn var Bahamas Það mældist: 23498.0 ts, 7787.0 dwt. Loa:
147.90. m, brd: 25.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami. Vonandi verða skýrari fréttir af þessu hörmulega skysi á morgur
Corvus J
Skipið var byggt hjá Hegemann Roland í Berne,Þýskalandi 2003 sem MAERSK WESTLAND Fáninn var ATG Það mældist: 6370.0 ts, 8349.0 dwt. Loa: 133.60. m, brd: 19.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: sjósett sem CORVUS J.] - 2006 DANA GOTHIA - 2011 CORVUS J. Nafn sem það ber í dag undir fána Kýpur
Corvus J
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52