17.12.2012 18:14

Fullur skipper

Enn og aftur er verið að taka drukkinn skipstjóra.Engin má taka skrif mín þannig að ég sé að hneykslast. Til þess voru kynni mín af Bakkusi of náinn á of stórum hluta ævinnar. Og þekki málið begga vegna borðsins. En eins og sjómennska eru nú til dags á áfengi enga samleið með sjómönnum á sjó. Og ég get nú sjálfur ekki annað en brosað að réttlætingunum sem maður bauð sjálfum sér. Einusinni drakk ég bara vodka því ég taldi sjálfum mér trú um að þeim drykk fylgdi engin áfengisþefur Og varð jafnvel öskuillur ef einhver bar upp á mig að af mér væri megn áfengisþefur. En þetta átti ekki að vera nein bindindisræða. heldur skulum við víkja að hollenska  "coasternum" SANDETTIE

SANDETTIE

                                                                                       © Marcel & Ruud Coster
Skipið kom á akkerislægi út af Teignmouth (sennilega til að lesta Cinaclay) um 1800 UTC á laugardagskvöld Menn úr Coastguardinum komu þá um borð og fundu strax mengna áfengisþef af hinum hollenska skipstjóra.(hann hefur ekki fattað upp
á vodkanu!!!!)  Var hann í framhaldinu handtekinn af lögreglunni. Seinna um kvöldið var svo skipið tekið að bryggju en kyrrsett.

SANDETTIE


                                                                                       © Marcel & Ruud Coster

Skipið var byggt hjá CSPL Yard í  Decin Tékklandi (skrokkur) fullsmíðaður hjá Peters Shipyards í Kampen Hollandi 2004 sem SANDETTIE  Fáninn var hollenskur Það mældist: 2056.0 ts, 2934.0 dwt. Loa: 89.00. m, brd: 12.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni undir sama fána

SANDETTIE

                                                                                       © Marcel & Ruud Coster


                                                                                       © Marcel & Ruud Coster

Einusinni skeði það að fullur danskur skipstjóri fór með skip sitt  frá S-strönd Englands en rankaði svo við sér oppi í garði hjá frönskum tannlækni handan við sundi. Taldi sig strandaðan í Englandi en skildi svo ekkert í að fólkið í landi talaði bara frönsku Skipið hét á þeim tíma Platessa Og var eitt af svokölluðum "Ringköpinerum"

Jenstar ex Platessa

                                                                                       © Frits Olinga - Defzijl
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 838
Gestir í dag: 295
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197048
Samtals gestir: 8706
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:26:30
clockhere