20.12.2012 15:54

Björn Haraldsson og skip tilheyrandi honum

Þegar lítið er að ske. Dagarnir stuttir. Og hálfgerður skammdegisdrungi yfir manni,þá grípur maður hvert tækifæri sem manni gefst til að geta bara setið, spenna greipar aftur fyrir hnakka og látið hugan reika. Og reynt að rifja eitthvað færslubært upp. Og nú barst þetta hugareiki að Birni Haraldssyni. Sem svo sannarlega má flokka sem "athafnamann" Margur fengið þann titil. sem hefur ekki verið eins verðugur hans og Björn. Björn sem er skipstjórasonur hefur sennilega séð fljótlega sér hæfði ekki að vera skipstjóri. Meira freistandi að vera skipseigandi. Mig langar hér að reyna að rifja upp útgerðarsögu Björns. Eins og ég sjálfur minnist hennar. Einn hlekk vantar held ég en mig minnir að hann hafi átt eða allavega hlut í rækjubát sem eitt af varðskipunum dró hreinlega í kaf. En hvar sá hluti sögunnar var í röðínni  hreinlega man ég ekki Ég held að sagan hafi byrjað á þessu skipi 1971. En Björn var í hópi hluthafa í Norðurskip sem keyptu skipið það ár og seldu það  fljótlega til útlanda

HERÐUBREIÐ


                                                                                 Úr safni Tryggva Sig

Skipið var byggt hjá George Brown & Co í  Greenock Skotlandi 1947  sem Herðubreið  Fáninn var íslenskur  Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt. Loa: 45.30. m, brd: 7.60. m Skipið  gekk aðeins  undir tveim nöfnum en 1971 fékk það nafnið ELEONORE I  Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipið var rifið í Alsír 1978

Næsta??? skip sem Björn átti hlut í var þetta

MÁVUR


                                                                                                                   @ T.Diedrich


Skipið var byggt hjá ASTANO í El Ferrol Spáni 1964 sem GLACIAR AZUL Fáninn var spænskur Það mældist: 1505.0 ts, 1721.0 dwt. Loa: 76.50. m, brd: 11.50. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum 1971 kauðir Pólarskip á Hvammstanga skipið og skírir það Mávur. Það strandar svo í Vopnafirði 2 okt 1981 og varð þar til

ÍSBERG I
hér sem FROST ASKILD


                                                                                                                   @ Olav Moem

Skipið var byggt hjá Kystvagens skipsværft í Frei Noregi 1973  sem FRYSER DUO  Fáninn var noskur Það mældist:  148.0 ts, 325.0 dwt. Loa: 36.50. m, brd:  8.0. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum;  1976 fær það nafnið FROST ASKILD 1983 ISBERG Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána En skipið var keyrt niður af þýsku skipi Tilli í apríl 1983


Ísberg II Hér sem  Hera Borg



                                                                                    © yvon Perchoc

Skipið var byggt hjá Sandnessjöen Slip í Sandnessjöen 1972 sem  NORDKYNFROST Fáninn var norskur Það mældist: 241.0 ts, 539.0 dwt. Loa: 52.70. m, brd: : 9.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1975 BÆJARFOSS - 1983 ISBERG - 1986 ISAFOLD - 1987 HRISEY - 1988 HERA BORG - 1989 BORGLAND - 1996 MWANA KUKUWA Nafn sem það ber í dag undir fána Comoros

ISBERG  III Hér sem FJORD


                                                                                                                   @ Jim Pottinger

Skipið var byggt hjá  Myklebust  í  Gursken í Noregi (skrokkur??) fullbúinn hjá Fosen MV, Rissa sem FJORD 1976 Fáninn var norskur Það mældist: 499.0 ts, 1200.0 dwt. Loa: 69.60. m, brd: 14.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 ISBERG - 1990 STUDLAFOSS - 1992 ICE BIRD - 1995 SFINX - 1997 FJORD - 2002 BALTIC FJORD  Nafn sem það bar í síðast undir norskum fána. En 04- 07.2006 þegar skipið var í "drydock" í Tallinn kveiknaði í því og urðu skemmdir það miklar á því að það var rifið .þar upp úr því

JARL


                                                                                                                   @ photoship

Skipið var byggt hjá Lurssen í  Vegesack,Þýskalandi 1962 sem SOTE JARL Fáninn var norskur Það mældist: 1389.0 ts, 1389.0 dwt. Loa: 73.00. m, brd: 11.60. m 1973 var skipið lengt og mældist eftir það 1597.0 ts 1859.0 Loa: 83.80 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:  1990 JARL - 1991 KHALAF - 1994 AMETLLA -1997 JOYCE 1998 JACKY - 2000 NATASHA. Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En þetta segja þau gögn sem ég hef aðgang að um skipið:" No Longer updated by (LRF) IHSF (since 21-11-2011)", Það má enginn taka þetta sem einhverja sagnfræði en þetta eru bara hugrenningar gamals karlfausk sem getur verið íllilega gleyminn Og svo ekki má gleyma skipinu sem ég skrifaði um í gær Florinda

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 838
Gestir í dag: 295
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197048
Samtals gestir: 8706
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:26:30
clockhere