20.12.2012 15:54
Björn Haraldsson og skip tilheyrandi honum
HERÐUBREIÐ
Úr safni Tryggva Sig
Skipið var byggt hjá George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem Herðubreið Fáninn var íslenskur Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt. Loa: 45.30. m, brd: 7.60. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1971 fékk það nafnið ELEONORE I Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipið var rifið í Alsír 1978
Næsta??? skip sem Björn átti hlut í var þetta
MÁVUR
@ T.Diedrich
Skipið var byggt hjá ASTANO í El Ferrol Spáni 1964 sem GLACIAR AZUL Fáninn var spænskur Það mældist: 1505.0 ts, 1721.0 dwt. Loa: 76.50. m, brd: 11.50. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum 1971 kauðir Pólarskip á Hvammstanga skipið og skírir það Mávur. Það strandar svo í Vopnafirði 2 okt 1981 og varð þar til
ÍSBERG I hér sem FROST ASKILD
Skipið var byggt hjá Kystvagens skipsværft í Frei Noregi 1973 sem FRYSER DUO Fáninn var noskur Það mældist: 148.0 ts, 325.0 dwt. Loa: 36.50. m, brd: 8.0. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum; 1976 fær það nafnið FROST ASKILD 1983 ISBERG Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána En skipið var keyrt niður af þýsku skipi Tilli í apríl 1983
Ísberg II Hér sem Hera Borg

© yvon Perchoc
Skipið var byggt hjá Sandnessjöen Slip í Sandnessjöen 1972 sem NORDKYNFROST Fáninn var norskur Það mældist: 241.0 ts, 539.0 dwt. Loa: 52.70. m, brd: : 9.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1975 BÆJARFOSS - 1983 ISBERG - 1986 ISAFOLD - 1987 HRISEY - 1988 HERA BORG - 1989 BORGLAND - 1996 MWANA KUKUWA Nafn sem það ber í dag undir fána Comoros
ISBERG III Hér sem FJORD@ Jim Pottinger
Skipið var byggt hjá Myklebust í Gursken í Noregi (skrokkur??) fullbúinn hjá Fosen MV, Rissa sem FJORD 1976 Fáninn var norskur Það mældist: 499.0 ts, 1200.0 dwt. Loa: 69.60. m, brd: 14.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 ISBERG - 1990 STUDLAFOSS - 1992 ICE BIRD - 1995 SFINX - 1997 FJORD - 2002 BALTIC FJORD Nafn sem það bar í síðast undir norskum fána. En 04- 07.2006 þegar skipið var í "drydock" í Tallinn kveiknaði í því og urðu skemmdir það miklar á því að það var rifið .þar upp úr því
JARL@ photoship
Skipið var byggt hjá Lurssen í Vegesack,Þýskalandi 1962 sem SOTE JARL Fáninn var norskur Það mældist: 1389.0 ts, 1389.0 dwt. Loa: 73.00. m, brd: 11.60. m 1973 var skipið lengt og mældist eftir það 1597.0 ts 1859.0 Loa: 83.80 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1990 JARL - 1991 KHALAF - 1994 AMETLLA -1997 JOYCE 1998 JACKY - 2000 NATASHA. Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En þetta segja þau gögn sem ég hef aðgang að um skipið:" No Longer updated by (LRF) IHSF (since 21-11-2011)", Það má enginn taka þetta sem einhverja sagnfræði en þetta eru bara hugrenningar gamals karlfausk sem getur verið íllilega gleyminn Og svo ekki má gleyma skipinu sem ég skrifaði um í gær Florinda