22.12.2012 16:59
"Breiðar"
HERÐUBREIÐ
Úr safni Tryggva Sig
En skipin voru bæði sannkallaðir "Púlshestar" Skipaútgerðar Ríkisins og þjónuðu smærri stöðunum úti á landi vel. Margir sem eru komnir fram yfir svokallaðan "miðjan" aldur minnast þessara skipa með lotningu. En þau ferjuðu margan unglinginn sem var að fara í "sveitina" í á þá daga. Ég man það t.d þegar ég fór á mína fyrstu línuvertíð sem var frá Grundarfirði. Þá þurfti ég að talka áætlunarbílinn frá Borgarnesi til Reykjavíkur og síðan Skjaldbreið til Grundarfjarðar Þannig voru nú samgöngurnar um þær mundir Mikil ófærð vegna snjóþyngsla á Snæfellsnesi
HERÐUBREIÐ
Úr safni Tryggva Sig
© Sigurgeir B Halldórsson
Hér eru tvær myndir frá Guðlaugi Gísla, Skipið er Skjaldbreið. En fyrri myndin er af skipshöfninni á góðri stundu. Guðlaugur á miklar þakkir skyldar fyrir lánið á myndunum

© Guðlaugur Gíslason
Fremri röð frá vinstri: Indriði Guðjónsson 3. vélstjóri, Ágúst Nathanaelsson 2. vélstjóri, Guðmundur Erlendsson 1. vélstjóri, Svavar Steindórsson skipstjóri, Högni Jónsson 1. stýrimaður, Guðmundur Dagfinnsson 2. stýrimaður, Páll Pálsson bryti.
Aftari röð frá vinstri: Erling Axelsson smyrjari, Guðlaugur Gíslason háseti, Þorgils Bjarnason háseti, Bjarni Jóhannesson kokkur, Ársæll Þorsteinsson kokkur, Gunnar Eyjólfsson messi/háseti, Sigurður Thorarensen bátsmaður, Jónas Guðmundsson háseti, Magnús Guðmundsson háseti, Pétur Pétursson háseti.
Á myndina vantar Tryggva Bjarnason, háseta.
Myndin var tekin haustið 1954 þegar áhöfnin kom saman, og gerði sér glaðan dag, í samkomusal á þriðju hæð í Héðinshúsinu við Mýrargötu í Reykjavík.

Úr safni Guðlaugs Gísla
Skjaldbreið var byggð hjá George Brown & Co SY Greenock Skotlandi 1948 fyrir Skipaútgerð Ríkisins Skipið mældist 370.0 ts 350.0 dwt. Loa: 45.30 m brd: 7.60 m. Skipið var selt Sea Service Sg Co Ltd London 1966 og fær nafnið Viking Blazer. Þeir selja skipið 1969 Cia de Nav Pavan á Famagusta Kýpur og það fær nafnið Marianthi. Sia de Nav Sifnes Panama kaupir skipið 1970 og skíra Alexandros V. 1980 fær skipið nafnið Frosini. Það var svo rifið í Grikklandi (Perama) 1984
SKJALDBREIÐ

© Sigurgeir B Halldórsson

© Sigurgeir B Halldórsson
Hér sem Viking Blazer

© photoship
© photoship