03.01.2013 17:13
Hildur
Fyrir tæpum fjöritíu og sex árum keypti þá, rúmlega þrítugur vélstjóri
Guðmundur Anton Guðmundsson ásamt félaga sínum tuttugu og þriggja ára
gamallt tréskip ca 450 ts Skipið notuðu þeir félagar til vöruflutninga..
Skipið sem hét Hildur átti sér þó nokkuð merkilega sögu. Hún byrjar í
enskri skipasmíðastöð 1943 En skipið var byggt sem tundurduflaslæðari
(Minesweeper) og var af gerðinni MMS. Hingað til Íslands er það keypt
1957 af Stjörnum h/f á Dalvík og fær nafnið Pólstjarnan EA 770
Skip af MMS -gerðinni

© photoship
Skipið var nota til síldveiða með snurpunót. En við þær veiðar þurfti tvo nótabáta. Ekki ófrægari maður en Ólafur Magnússon (yfirleitt kendur við sitt gamla skip Eldborg frá Borgarnesi) var þá með skipið . En Ólafur mun enn eiga aflamet á síldveiðum fyrir Norðurlandi 30.330 mál (í dæminu eru Austfirðirnir ekki reiknaðir með Mig minnir að 150 kg hafi verið í málinu.Þetta met setti Ólafur 1943 á Eldborg MB 3) Nú 1953 kaupir kaupir ekki ómerkari útgerðarmaður en Aðalsteinn Loftsson skipið og skírir það Baldur EA 770
Annað skip af MMS-gerðinni
© photoship
Loftur selur svo skipið til Reykjavíkur 1961 og fær það nafnið Hildur RE380. Þannig má segja að staðan hafi verið þegar svo Guðmundur Anton og félagi kaupa svo skipið 24 apríl 1968
Hér er skipið sem MMS -1006
© photoship

Hér sem Pólstjarnan
Úr mínum fórum © ókunnur
Hér sem Hildur
Úr safni Jóns Ólafs Halldórsssonar © ókunnur
Þess má geta að Hildur átt sér tvö systurskip hérlendis. Sem bæði hrepptu dapurleg endalok MMS 1031 seinna Straumey RE 81 En það skip sökk rétt fyrir austan Vestmannaeyjar þ 17 0kt 1960. Skipshöfnin á m/b Sigurfara VE 138 bjargaði mönnunum, Þá má geta þess að sami skipstjóri var bæði á Hildi og Straumey. Magnús Einarsson kunnur skipstjóri þess tíma . Magnús sigldi m.a Súðinni til Ceylon 1951. En þá varð hún fyrsta íslenska skipið sem sigldi gegn um Suezskurð Það var heldur dekkra yfir enda lokum þriðja skipsins MMS 1021 Seinna Arnarnes ÍS 204 og ennþá seinna Einar Ólafsson GK 125. Skipið sendi frá sé neyðarkall föstudaginn 13 ( !!!) okt 1955. Mikill leki var komin að skipinu sem þá var statt 180 sml NV af Írlandi. Skipið með sinni átta manna áhöfn komst að vísu að sjálfsdáðum til hafnar í Londonderry. En sá hörmulegi atburður varð að ein bresk leitarflugvél hrapaði í hafið og fórust með henni níu menn. Skipið grotnaði svo niður í höfninni í Londonderry og var rifið það Þannig var nú saga þessara þrigga MMS skipa hér á landi. Hún endaði eiginlega með Hildi
Skip af MMS -gerðinni
© photoship
Skipið var nota til síldveiða með snurpunót. En við þær veiðar þurfti tvo nótabáta. Ekki ófrægari maður en Ólafur Magnússon (yfirleitt kendur við sitt gamla skip Eldborg frá Borgarnesi) var þá með skipið . En Ólafur mun enn eiga aflamet á síldveiðum fyrir Norðurlandi 30.330 mál (í dæminu eru Austfirðirnir ekki reiknaðir með Mig minnir að 150 kg hafi verið í málinu.Þetta met setti Ólafur 1943 á Eldborg MB 3) Nú 1953 kaupir kaupir ekki ómerkari útgerðarmaður en Aðalsteinn Loftsson skipið og skírir það Baldur EA 770
Annað skip af MMS-gerðinni
Loftur selur svo skipið til Reykjavíkur 1961 og fær það nafnið Hildur RE380. Þannig má segja að staðan hafi verið þegar svo Guðmundur Anton og félagi kaupa svo skipið 24 apríl 1968
Hér er skipið sem MMS -1006

Skipið
var byggt hjá East Anglian í Oulton Broad Englandi 1943 sem: MMS-1006
Fáninn var: enskur Það mældist: 360.0 ts, 430.0 dwt. Loa: 42.60. m, brd
7.90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1947 TRIPPESTA - 1947
PÓLSTJARNAN - 1953 BALDUR - 1964 HILDUR Nafn sem það bar síðast undir
íslenskum fána En skipið sökk þ 21 mars 1968 25 sml SV af Gerpi Hlaðið
síldartunnum til Svíþjóðar. Áhöfn varðskipsins Þórs bjargaði áhöfninni
Svona segir Mogginn frá þeim atburði á sínum tíma

Hér sem Pólstjarnan

Hér sem Hildur

Þess má geta að Hildur átt sér tvö systurskip hérlendis. Sem bæði hrepptu dapurleg endalok MMS 1031 seinna Straumey RE 81 En það skip sökk rétt fyrir austan Vestmannaeyjar þ 17 0kt 1960. Skipshöfnin á m/b Sigurfara VE 138 bjargaði mönnunum, Þá má geta þess að sami skipstjóri var bæði á Hildi og Straumey. Magnús Einarsson kunnur skipstjóri þess tíma . Magnús sigldi m.a Súðinni til Ceylon 1951. En þá varð hún fyrsta íslenska skipið sem sigldi gegn um Suezskurð Það var heldur dekkra yfir enda lokum þriðja skipsins MMS 1021 Seinna Arnarnes ÍS 204 og ennþá seinna Einar Ólafsson GK 125. Skipið sendi frá sé neyðarkall föstudaginn 13 ( !!!) okt 1955. Mikill leki var komin að skipinu sem þá var statt 180 sml NV af Írlandi. Skipið með sinni átta manna áhöfn komst að vísu að sjálfsdáðum til hafnar í Londonderry. En sá hörmulegi atburður varð að ein bresk leitarflugvél hrapaði í hafið og fórust með henni níu menn. Skipið grotnaði svo niður í höfninni í Londonderry og var rifið það Þannig var nú saga þessara þrigga MMS skipa hér á landi. Hún endaði eiginlega með Hildi
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52