05.01.2013 17:18

Fyrir sjötíu árum I

1943 var eitt af bestu árunum í WW2 fyrir okkur íslendinga hvað manntjón  varðaði beint af völdum stríðsins. Þótt árið hafi eiginlega byrjað með hörmulegum sjóslysum Náttúran söm við sig þótt styrjaldir geysi.Hörmulegasta slysið varð 18 febrúar þegar vélskipið Þormóður fórst út af Stafnnesi. Með skipinu fórust þrjátíu og einn maður Sjö skipverjar og tuttugu og fjórir farþegar.En fárviðri var á  slóðum skipsins  og talið að það hafi farist af völdum þess.En af því þessi síða á að fjalla um kaupskip þá ætla ég að halda mér við íslenska farmenn sem fórust þetta ár úr af ófriðarástandinu.Þ 28 febrúar 1953 lagði flutningaskipið ANDRE F LUCKENBACH af stað frá New York til Liverpool.

ANDRE F LUCKENBACH

                                                                    © Uboat.net


Skipið sem var vel vopnað var lestað hergögnum Þegar það var statt á 51°.20´0 N og 029°.29´0 V kl 2126 LMT þa 10 mars var þaðp skotið niður af kafbátnum U""! með Hans-Hartwig Trojer sem foringa Um borð í ANDRE F LUCKENBACH  voru í allt 84 menn 64 var bjargað en 20 fórust þar á meðal tuttugu og fimm ára Reykvíkingur Jón Guðmundur Halldórsson



Endalok U221 urðu þau að bátnum var sökkt  27 Sept, 1943 SV af Írlandi, á stað ca 47°.00´0 N, 018°00´0 V með djúpsprengum frá bresku Handley Page Halifax flugvélum Áhöfn bátsins fórst öll

Hans-Hartwig Trojer
 (1916-1943)                                  © Uboat.net


ANDREA F LUCKENBACH var byggt hjá Betlehem SB Corp LD í Quince Mass í USA 1919  Fáninn var: USA Það mældist: 4052.0 ts, 6565.0 dwt. Loa: 151.00. m, brd 20.70. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni


Næsti íslendingur sem missir lífið af völdum stríðsátaka var Georg Richard Long en hann fórst með ástralska spítalaskipinu CENTAURÞann 18 maí 1943.En japamskur kafbátur I-177 skaut skipið niður Richard  var fjöritíu og eins árs Seyðfirðingur að ætt en búsettur í Ástralíu


CENTAUR

                                                                                   © photoship

Þá sögu ná sjá   Hér

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 881
Gestir í dag: 305
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197091
Samtals gestir: 8716
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:48:32
clockhere