06.01.2013 12:27

Fyrir sjötíu árum II

Næsti íslenski farmaðurinn sem fórst af völdum WW2 hét Kristinn Sveinbjörn Kristófersson.23 ára Sandgerðingur (hann var sonur Kristófers Oliverssonar þekkst þess daga skipstjóra í Sandgerði)  En en hann var í áhöfn þýska skipsins ALTENFELS þegar norskir tundurskeytabátar sökktu skipinu í Korsfirði fyrir utan Bergen þ 5 júní 1943



Kristinn hleypti heymadraganum í september 1939 réðist þá á sænskt skip Hedera.Það skip strandar í Austursjó

HEDERA
                                                               © söhistoriska museum se

Skipið var byggt hjá Gray SY í  W Hartlepool Bretlandi 1900 sem:  HELSINGBORG Fáninn var: sænskur Það mældist: 1420.0 ts, 2297.0 dwt. Loa: 92.20. m, brd 13.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1918 DALAND - 1919 VARNA - 1926 BALTIA - 1935 HEDERA - 1956 BALTICO Nafn sem það bar síðast undir sama fána En það var rifið í Danmörk 1958

Eftir að hafa bjargast úr strandi Hedera ræður Kristinn sig á annað sænskt skip NEVA

NEVA

                                                                   © söhistoriska museum se

Skipið var byggt hjá Helsingborgs Varfs í Helsingborg 1928 sem:NEVA Fáninn var: sænskur Það mældist: 1112.0 ts, 1456.0 dwt. Loa: 75.40. m, brd 11.60. m Skipið bar þetta eina nafn en því var sökkt  22 jan 1943 Hér er eitthvað sem ekki passar   þeim heimildum sem ég hef undir höndum ber ekki saman.Sænsku skipinu Neva var sökkt af U538 og aðeins tveir menn komust af Og var þeim bjargað af ensku herskipi En í íslenskum heimildum sem ég hef undir höndum er sagt að Kristinn hafi verið á þessu skipi í Glasgow í febrúar 1940 og þá skrifað heim. En skipinu svo sökkt eftir brottför þaðan Og honum hafi verið bjargað af þýsku skipi sem hafi flutt hann til þess lands En hvað um það Næsta skip sem talið er að Kristinn hafi verið á var þýska skipið BOLTENHAGEN

BOLTENHAGEN

                                                                   © söhistoriska museum se


Skipið var byggt hjá Rotterdam DD í Rotterdam Hollandi 1912  sem: DUBHE  Fáninn var:hollenskur Það mældist: 2051.0 ts, 3233.0 dwt. Loa: 101.20. m, brd 14.70. m Skipið  gekk aðeins undir tveimur  nöfnum:En 1929 er það selt til Þýskalands og fékk nafnið BOLTENHAGEN. Skipið var svo skotið niður við Flekkefjörð Noregi 12 ágúst 1942 Bjargaðist Kristinn þá enn einusinni


                                                                                        © söhistoriska museum se


Eftir þetta ræðst Kristinn á annað þýskt skip                                                                

ALTENFELTS


                                                                         © söhistoriska museum se

Skipinu er sökkt sem fyrr sagði við Noreg 5 júní 1943 og fórst Kristinn það með 14 félögum sínum


                                                                            © söhistoriska museum se
Það má sjá allt um skipið  hér
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere