06.01.2013 16:31

Fyrir sjötíu árum III

Næsta högg á íslenska farmannastétt ríður af þ 16 júní 1943 Þegar þýsk herflugvél ræðs á farþega skipið Súðin. Við skulum kíkja í dagbók skipsins frá fyrrgreindum degi:"Staður skipsins: 66 18' 5" n.br. 17 39' V.I., á leið til Akureyrar. Veður: NA 1, sjór 2, léttskýjað.Loftvog: 756.0 mm. Kl. 13.40 heyrði 3. stýrimaður, er átti vakt á stjórnpalli, í flugvél og í sama mund sá hann hvar flugvél kom beint undan sól (skipið hafði stefnu í vestur), og lækkaði flugið. Hann fór þegar að talpípu þeirri sem liggur niður til skipstjóra, til þess að tilkynna honum um flugvélina.

SÚÐIN við Miðbakkann





I sama mund og hann tekur flautuna úr talrörinu, kom skot í vinstri öxl hans og hann féll flatur á stjórnpallinn. Á sömu stundu fleygði flugvélin sprengjum og lét jafnframt kúlnahríð dynja á skipið og lék allt á reiðiskjálfi. Þegar hann reis upp aftur fór hann að talpípunni og kallaði niður til skipstjóra, svaraði hann ekki, hljóp þá stýrimaður niður og inn til hans, skipstjóri var þá farinn úr íbúð sinni. Fór hann þá á stjórnpall aftur og stóð þá skipstjóri fáklæddur þar, höfðu þeir farist á mis. Skipstjóri stöðvaði þegar skipið og gaf skipun um að hafa bjargbáta tilbúna, ennfremur að menn yrðu tilbúnir við loftvarnartækin ef flugvélin kæmi aftur, einnig gaf hann loftskeytamanni skipun um að kalla út neyðarmerki, sem hann og framkvæmdi samstundis Í þessari hríð særðust eftirtaldir menn: Ögmundur Ólafsson 3. stýrimaður, Guðjón Kristinsson
viðvaningur, er var við stýrið, Hermann Jónsson háseti, er var að skafa teaktré á utanverðri afturhlið stjórnpalls, virtust þessir tveir síðastnefndu þegar við fyrstu athugun mjög mikið særðir.

Hér fylgja skipverjar Súðarinnar föllnum félögum sínum til skips sem flutti þá til þeira heimabyggðar



Ennfremur særðust: Björn Kjaran óvaningur, er var að hreinsa kopar á kistunni bakborðsmegin, Guðmundur V. Guðmundsson þjónn á 2. farrými, Ólafur S. Ólafsson hjálparmaður í vél og Adolf Hansen búrmaður, voru þessir menn einnig staddir á þilfari. Að lítilli stundu liðinni kom 1. vélstjóri og
tilkynnti skipstjóra að botnventill skipsins hefði sprungið og sjórinn fossaði inn, enda var skipið þá þegar farið að hallast mikið til bakborða. Gaf skipstjóri þá skipun um að yfirgefa skipið. Var þá fyrst farið að bátum á bátaþilfari og reynt að koma þeim út, björgunarbát nr. 1 stjórnborðsmegin reyndist ómögulegt að koma út vegna halla skipsins, björgunarbátur nr. 2 bakborðsmegin var allur sundurskotinn og því ekki sjófær. Var nú farið að afturbátunum og þeir látnir síga í öldustokka hæð. Voru særðir menn og aðrir skipverjar látnir fara í bátana og þeir látnir síga í sjóinn og haldið frá skipinu.




Skammt utar en árásin var gerð, voru togarar að veiðum (reyndust það síðar vera Englendingar). Áður en skipið var yfirgefið var gefið merki með eimpípunni til þess að vekja athygli þeira á kringumstæðunum. Komu tveir þeirra brátt á vettvang með stuttu millibili og var sá fyrir togarinn Lameslade H. 548 frá Hull, skipstjóri A. Stoners, fóru allir um borð í hann. Hinn togarinn var War Grey H. 14 frá Hull. Talaðist svo til milli skipstjóra Ingvars Kjaran g hinna ensku skipstjóra, að 1.stýrimaður,Pétur Bjarnason, og hinir særðu menn (að undanteknum Ögmundi Ólaf ssyni, sem ekki lét þess getið, fyrr en síðar að hann væri særður), ásamt nokkrum öðrum skipverjum færu strax með togaranum Lamesdale til næstu hafnar, er var Húsavík" Tilvitnun lýkur




Togarinn "Lamesdale" kom til Húsavíkur kl. 17.00, voru þá þeir Hermann Jónsson og Guðjón Kristinsson látnir. Var þegar náð í lækni og hinum særðu mönnum komið á sjúkrahús. Hermann Jónsson var 46 ára kvæntur, búsettur í Reykjavík og lét eftir sig tvo syni og eina fósturdóttir. Guðjón Elí Kristinsson var 21 árs ókvæntur bjó í foreldrahúsum á Ísafirði.Súðin  var svo dregin til hafnar á Húsavík stórskemmd En þetta  skip átti drjúgan þátt í að koma þessari þjóð á lappirnar á sínum tíma og sinnti hinum ólíklegustu verkefnum. Allt frá flutningum á sýslumönnum og öðrum stórmennum milli hafna hérlendis til fiskflutninga til Englands og þorskveiða við Grænland



                                                                                           Úr safni Guðlaugs Gíslaonar

Skipið var byggt hjá Neptun AG Rostock Þýskalandi 1895 sem Gotha fyrir sænska aðila (H. Sternhagen) Skipið mældist 756.0 ts 600.0 dwt.  Loa: 56.80 m brd: 1927 kaupir Rederiet A/B Svenska Lloyd skipið og skírir Cambria 1930 kaupir Ríkissjóður íslands fyrir Skipaútgerð Ríkisins skipið og skýrir Súðin.


                                                                Úr mínu fórum © ókunnur
                                

Það er svo í eigu þeirrar útgerðar til 1949 að Útvegur h/f kaupir skipið og notar það við  Grænland sem móðurskip fyrir nokrar trillur og smærri vélbáta. Skipið var þá skráð fiskiskip og fékk einkennisstafina RE 210. 1952  kaupir Kjartan Guðmundsson það og sendir það til Ceylon þar sem skipið var selt til Hong Kong En þar er það "talið" rifið 1952. En sögur gengu um að skipið hefði siglt á fljótunum í Kína mörg ár eftir það


                                                                Úr mínu fórum © ókunnur

Súðin er eitt af þessum gömlu "áburðarjálkum" sem gerðu okkur að ríkri þjóð. Um þetta skip og æfintýri þess og mennina sem sigldu henni mætti skrifa heila bók. En minningu þessara manna og skipa á að halda í heiðri.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere