06.01.2013 18:00

Einkennilegur atburður sumarið 1943

Ásgeiri Sigurðssyni skipstjóra á m/s Esju II segist svo frá í Sjómannablaðinu Víking sumarið 1943::
"Klukkan rúmlega 11 árdegis þ 16 júni 1943var m.s. Esja að sigla út frá Kópaskeri, þenna eftirminnilega dag var skipið komið út undir Grjótnes á Sléttu. Þoka hafði verið, en sólin skein í gegn einstöku sinnum. Er komið var út undir Grjótnesið birti skyndilega svo að sást langar leiðir. Sást þá e.s. Súðin og var hún komin nokkuð inn og vestur fyrir Rauðanúp. Kallaði yfirstýrimaður, Grímur Þorkelsson, á skipstjóra, er var inni í kortaklefanum, og sagði honum að m.s. Esja væri að fara fram hjá e.s. Súðinni, og gat þess um leið að sér virtist eitthvað einkennilegt við skipið.

ESJA II


                                                                                                       @Tryggvi Sigurðsson

Fóru þá báðir, skipstjóri og stýrimaður, að beina sjónaukum að skipinu, og sýndist báðum, sem skipið væri stöðvað eða að snúast á sama blettinum, og um leið að komnar væru einhverjar hvítar skellur eða göt á bakborðshlið skipsins, voru þeir að ræða sín á milli hvað þetta gæti verið, hvort sæist inn í hvítu málninguna í herbergjunum, eða hvort það gæti verið að leki væri kominn að skipinu og sjórinn streymdi svona ákaft þarna út frá dælum, eða hvort gæti verið, að hvítar ábreiður væru þarna breiddar yfir eitthvað á þilfarinu og blöktu fyrir vindinum.

ESJA II


                                                                                    Mynd úr safni Tryggva Sig

Maðurinn, sem var á útverði, og sá er stýrði, heyrðu einnig á þetta tal skipstjóra og stýrimanns. Voru þeir að ræða sín á milli um þetta fram og aftur og þótti undarlegt að e.s. Súðin skyldi eigi gefa m.s. Esju nein merki, voru svo sannfærðir um að eitthvað væri að. Sáu síðan að skipið hélt, að þeim virtist, af stað og hélt vestur á bóginn. Kom þeim ásátt um, að þetta hlyti að hafa verið eitthvað smávægilegt, þar eð skipið héldi áfram, án þess að hafa samband við m.s. Esju. Í nónfréttum útvarpsins var svo sagt frá að e.s. Súðin hafi orðið fyrir flugvélarárás fyrr um daginn.

ESJA II Hér komin nálægt endastöðinni


                                                                                                                   @Bjarni Halldórsson


Varð þá skipstjóra að orði, að það hafi þó verið gott að ekki varð meira að en svo,að skipið hefði getað haldið áfram; setti þetta allt í samband við augnablik það er skipin voru þarna um kl. 11 árdegis á svipuðum slóðum. En er síðar fréttist, að árásin hafi fyrst orðið um 2 tímum eftir að skipstjóri og stýrimaður á m.s. Esju báðir sáu þessa áður umgetnu sýn, þótti hér nokkuð hafa borið við er í frásögur væri færandi.Tilvitnun lýkur Bæði Ásgeir og Grímur voru held ég þekktari fyrir annað en dulsýnir. En þetta er virkilega furðulegt
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere