09.01.2013 20:13

Meira af "Fyrir sjötíu árum"

Þ 9 mars 1943 lagði þetta skip sem hét Industria af stað frá Philadelphia til Rio de Janeiro Skipið sem var sænskt var "fylgdarlaust" og óvopnað. En Svíþjóð var "yfirlýst" hlutlaust í WW2. Um kl 0707 LMT þ 25 mars þegar skipið var statt á 11°40´0 S, og 035°.55´0 V (eða 80 sjm SA af Aracaju, Brasilíu) kom kafbátaforinginn Friedrich-Wilhelm Wissmann (1915-1963) á kafbátnum U518 auga á skipið og skaut það niður.Þrátt fyrir að sænski fáninn væri rækilega málaður en að vísu ekki upplýstur á báðar síður fórnarlambsins.

INDUSTRIA Hér að hlaupa af stökkunum 1940

                                                                                 © söhistoriska museum se

Skipið sökk á átta mínútum. Ekki tókst að senda neitt neyðarkall. Flestir.skipbrotsmenn komust í einn björgunnarbát en aðrir köstuðu sér í sjóinn og komust síðan í bátinn. En einn skipverja fórst Kafbáturinn kom fljótlega upp á yfirborðið og tóku bátsverjar til við að yfirheyra skipbrotsmennina. Handtóku síðan skipstjórann yfirstýrimanninn og yfirvélstjórann. Kynntu sér svo hvort nokkrir af hinum væri særðir. Þegar svo var ekki settu þeir meiri vatnsbirgðir um borð í björgunarbátinn og svo hvarf kafbáturinn í djúpið. Svissneska skipið St. Cergue bjargaði mönnunum svo 15 klt seinna.

INDUSTRIA Sænski fáninn á síðunum dugði ekki


                                                                                 © söhistoriska museum se

Þeir voru svo settir í land í Bahia Blanca (Argentínu). Yfirmennirnir af Industria voru síðan settir í land af kafbátnum í Lorient (Frakklandi).þegar báturinn kom þangað 27 apri. Þeim var svo flogið þaðan til Svíþjóðar. Af 26 manna áhöfn sænska skipsins fórst einn maður sem fyrr sagði en það virðist vera eftir þeim erlendu gögnum sem ég hef undir höndum hafa verið íslendingur að nafni Ólafur Reykdal. Eki hef ég fundið neitt um þennan mann í íslenskum gögnum

INDUSTRIA



                                                                                 © söhistoriska museum se


Skipið var byggt hjá Lindholmens Varv í Gautaborg 1940 sem: INDUSTRIA  Fáninn var: sænskur Það mældist: 1270.0 ts, 1688.0 dwt. Loa: : 87.50. m, brd 12.80. m Örlög skipsins eru hér að framan

Þetta mun vera ST CERGUE en skipshöfn þess bjargaði skipbrotsmönnunum


                                                                                 © photoship


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere