13.01.2013 18:46
Fyrir sjötíu árum V
Svona segir Mogginn frá þessum atburði

SJÓRÉTTARPRÓF fóru frarn í Hafnarfirði 4 júní 1943 vegna árekstursms á togarann Garðars við Skotland strendur 21. f. m., er varð þess valdandi, að togarinn sökk á svipstundu og þrír skipsmanna fórust. Í sjóréttinum var lögð fram sjóferðaskýrsla b.v.Garðars, sem Jens Jónsson skipstjóri hafði gefið Sigursteini Magnússyni ræðismanni íslands í Edinborg. Í skýrslu skipstjóra segir, að Garðar hafi farið frá Hafnarfirði árdegis 17. maí. Með skipinu var 13 manna áhöfn. Gekk ferðin vel yfir hafið og komið til Skotlandsstrandar síðdegis 20. maí. Árla föstudags, 21. maí var logn, en svarta þoka. Samflota Garðari voru þá Gyllir og Júpíter, en Garðar tapaði skjótt sambandi við þá vegna þokunnar. hér birtist orðréttur kafli úr skýrslu skipstjórans. Skipst.jóri var á stjórnpalli, ásamt 1 stýrimanni, Haraldi Þórðarsyni en Jón Halldórsson háseti var við stýrið. Annar háseti, Ármann Óskar Markússon, var á verði á þaki stýrishússins.Kl. 07.30 í'ór 1 stýrimaður af stiórnpalli, en 2 stýrimaður, Þórður Sigurðsson tók við af honum .
b/v Garðar GK 25
Þórhallur Ilálfdánarson tók við stýri, en Andrés Pálsson fór á vörð á þaki stýrishússins. 1 vélstjóri var á verði í vélarúmi. Kl. 08.00 var skipið stöðvað. Sama veður, aðvörunarmerki stöðugt gefið með eimpípunni. Kl. 09.45 létti þokunni eilítið. Farið af stað aftur. Kl. 11.00 f. h. heyrist blástur skipa á bakborða, sett á hæga ferð. Þrjú skip sjást fara fram hjá á bakborða. Héldu þau mótsetta stefnu. Til öryggis stefna sett S hálft A, til þess að verða síður í vegi skipa, sem kynnu að koma á móti, samkvæmt regium, sem nú gilda (1943) í Norðursjónum. Þokumerki stöðugt gefin allan þennan tíma, með einnar og hálfrar annarar mínútu millibili. Kl. 11.20 sér skipstjóri skip beint framundan. Aðspurður kvað hann skyggni hafa verið um 3-4 skipslengdir Garðars, og að Garðar hafi þá enn verið á hægri ferð og að engin aðvörunarmerki hafi heyrst framundan. Gaf skipstjóri fyrirskipun um að snúa hart á st.iórnborða, en jafnframt var gefið eitt stutt blástursmerki, til þess að gefa til kynna stefnubreytinguna. Ennfremur gaf skipstjóri fyrirskipun um að setja á fulla ferð, til þess að skipið Iéti betur að stýri. Rétt á eftir verður ásigling á bakborðssíðu Garðars. Rakst hið ókunna skip á miðsíðu togarans, aftan við st.jórnpall og skarst stefni þess inn undir miðju togarans. Gefin skipun um að skipverjar færu að fleka og bátum og var það gert eftir því sem tími vanst til.
Um það bil eina og hálfa mínútu eftir að ásiglingin varð, var Garðar sokkinn og flutu björgunarbátar og fleki upp. Komust sex menn í stiórnborðsbjörgunarbát, en tveir í bakborðsbátinn. Tveir menn, sem ekki höfðu tíma til að komast í bátana, köstuðu sér í sjóinn frá skipinu, er það sökk og var þeim bjargað af sundi. Þriggja manna var saknað, þeirra: Odds Guðmundssonar, 1 vélstióra (48 ára), Alfreðs Stefánssonar kyndara ( 25 ára) og Ármanns Óskars Markússonar háseta (25 ára), og þrátt fyrir leit á bátunum, eftir að skipið sökk, sást ekkert til þeirra. Dvalið á staðnum, þar sem ásiglingin varð, um hálfa aðra klukkustund. Farið um borð í skipið. sem ásiglinguna gerði og haft tal af skipst.jóra Reyndist skipið að heita Miguel de Larrinaga, skipstjóri G. Leatherbarrow, en eigendur Larrinaga Steam Ship Company, II, Rumford Street, Liverpool. Breskur togari, Bell Dock, frá Grimsby, skipstjóri J. Dows, 316, Brereton Avenue, Cleethorp, Lincs., var nærstaddur, og að beiðni skipstjórans á M. de L. Féllst skipstjóri Bell Dock á að fara með skipverja Garðars, sem af komust, til hafnar". Hér lýkur frásögn skipstjóra. Vegna þess hve skipið sökk fljótt, var ekki mögulegt að bjarga sjóferðabókinni eða
öðrum skipsskjölum. Allur farangur skipverja tapaðist. Þess skal að lokum getið, að sama skipið Miguel de Larrinaga, sigldi á Garðar var, þrem dögum fyrir ásiglinguna statt í skotskri höfn, til þess að skila þar áhöfn af skipi, sem það hafði siglt á, með þeim afleiðingum, að. það skip sökk einnigMIGUEL DE LARRINA HÉR SEM BERND LEONHARDT
© Rick Cox
Skipið var byggt hjá sem:Schichau í Danzig þáverandi Þýskalandi 1924 sem MIGUEL DE LARRINA Fáninn var: breskur Það mældist: 5231.0 ts, 8130.0 dwt. Loa: 118.40. m, brd 16.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1950 BERND LEONHARDT - 1954 CAPETAN GEORGIS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í Japan 1959