15.01.2013 23:28

Járnbraut smáhafnanna III

Við höldum áfram með grein Henry Háldánar frá 1940:  "Loftárásirnar halda áfram. Skipið "Kildale" tilkynnir, að ein sprengja hafi hitt skipið illilega, það hafi kviknað í því og sex menn af áhöfninni beðið bana, hinir eru að fara í björgunarbátana Önnur flugvél gerir sig líklega til að ráðast á skip skammt frá okkur, vopnaður togari tekur strax til að skjóta á hana um leið og hann skundar í áttina þangað. Flugvélin er þó of langt í burtu til þess að togarinn geti hitt eða skyttan reiknar skakkt út. Við sjáum hvar kúlurnar springa á miðri leið. Þar sem kúlurnar springa situr eftir dálítill reykjarmökkur nokkra stund.

Það "sauð oft á keypum " á fylgdarskipunum




En nú koma tvær brezkar eltingarflugvélar á vettvang og hvolfa sér yfir þýzku flugvélina, er
þegar leggur undan á flótta, en brezku flugvélarnar, sem virtust miklu hraðskreiðari, náðu þýzku flugvélinni undir eins, og hófst nú loftorusta. Þýzka flugvélin skaut aftur fyrir sig á flóttanum, og áður en við gátum séð úrslitin, voru allar flugvélaranr horfnar bak við ský. Þá birtist allt í einu þriðja þýzka flugvélin, og þessari flugvél tókst að komast alveg yfir okkur, og byrjaði að senda okkur kveðju sína úr vélbyssu. Hinir tíðu smáhvellir vélbyssunnar heyrðust greinilega, þegar skotunum var hleypt af, þessum fyrstu banvænu skeytum, sem beint hefir verið að hinum heiðbláa fána vorum með rauða krossinum. Þetta kom svo óvænt og menn voru of forvitnir til að leita sér hælis. Enginn beið þó tjón af, maðurinn við stýrið, sem var einna berskjaldaðastur fyrir, horfði grimmdaraugum á flugvélina, en hreyfði sig hvergi. Skothríðin stóð aðeins stutta stund, meðan flugvélin þaut yfir, og áður en hún hafði tíma til að koma á nýjan leik, voru brezkar orustuflugvélar komnar á staðinn og hinar lagðar á f lótta.



                                                                                             © Humberman

Brezku "Hurricane" flugvélarnar drifu nú að úr öllum áttum í smáflokkum, oftast tvær og tvær saman. Þýzku flugvélarnar sáu nú þann kost vænstan að forða sér, en brezku flugvélarnar þutu á eftir þeim. Loftárás þýzkra flugvéla var lokið í þetta sinn. Samanborið við hvað mörg skip urðu fyrir árásum, þá var árangurinn mjög lítill. Tveimur skipum var sökkt. Skipstjóri á brezkum togara var skotinn til bana með vélbyssuskoti, á öðrum skipum varð lítill eða enginn skaði, tvær skipshafnir yfirgáfu skip sín, en hurfu aftur um borð, þegar árásin var liðin hjá. Af tíu sprengjum, sem varpað var niður yfir "Alexandra", hitti
engin, en margar féllu mjög nærri. Nú byrjaði að hvessa, og hinn mikli floti hélt upp að minni Tyne-fljótsins, sem var endastöð margra skipanna, en aðeins áfangi á okkar leið. Við og fleiri skip vörpuðum akkeri úti fyrir opnu hafi. Kolmórauðar og hamslausar öldur Norðursjávarins rótuðu sér upp að ströndinni og hótuðu að slíta akkerisfestar "Járnbrautarinnar", en hún lagði undir flatt og stritaði á móti eins og jálkur, stirður í taurni. Um kveldið vorum við allir spenntir að hlusta á útvarpið, til að vita hvað sagt væri í fréttum hinna ýmsu landa, um atburði, sem við sjálfir höfðum verið áhorfendur að. I fréttum erlendustöðvanna var loftárásin aðalfréttin.

Skip sem hefur orðið fyrir árás



                                                                                            Af netinu © ókunnur


Brezka útvarpið skýrir frá afrekum brezku flugvélanna og sorglegum afdrifum sumra hinna þýzku. Nokkrum Þjóðverjum hafði verið bjargað úr flugvélunum, sem skotanar voru niður. í aðalatriðum var frásögnin rétt, eins og hún mun hafa litið út í augum flugforingjans, borið saman við þær upplýsingar, sem lágu fyrir. Þátttaka sjómannanna kemur lítið í ljós. Þýzka útvarpið var ánægt. Það viðurkennir reyndar að þrjár flugvélar hafi ekki komið aftur, en hverju afrekuðu þær ekki. Sökktu einum tundurspilli, fjórum vopnuðum togurum og 9 flutningaskipum. Útvarp Norðurlandanna lyfti til hálfs blæjunni frá hlutleysinu, sænska útvarpið endurtók ummæli sænsks blaðs um, "að það, sem hefir
verið framið á sjómönnum hlutlausra þjóða er ekkert annað en morð, og þeir sem ábyrgir væru fyrir því, ekkert annað en morðingjar Gaman væri að vita, hvað íslenzka útvarpið segði, skyldum við nú heyra það? Jú, þegar íslenzku fréttirnar voru að hefjast, hætti rússneska stöðin snögglega eins og einhver hefði gripið fyrir munninn á henni, og íslenzka útvarpið heyrðist í gegn, hátt og greinilega. Það var lesin upp löng runa af styrkjum til skálda og listamanna. Í lok þessa lesturs var bætt við, eins og til afsökunar, að tveimur styrkþegum hefði verið gert skylt að vinna dálítið fyrir sínum hluta. Svo er sagt frá því slysi, að flugvélin Örn hafi hvolft á Skerjafirði, og að bændaleiðtogi, sem hafði leigt flugvélina, bjargaðist með því að synda 80 metra upp í f,jöruna á baðstað Reykvíkinga. Þá komu erlendu fréttirnar. Það voru fyrst. fréttir frá Finnlandi og bardögunum þar.

HMS GRENVILLE var sökkt á slóðum Súðarinnar 1940



                                                                                                      Af netinu © ókunnur


Árásirnar á skip við strendur Bretlands eru ekki nefndar. Hinn snjalli þulur erlendra frétta er ekki næmur fyrir öðru en stórpólitískum viðburðum. Líf og áhætta sjómannanna virðist ekki kærkomið yrkisefni, þegar samdar eru fréttir kvöldsins.Í fréttaágripinu síðast um kveldið, áður en
dagskráin hætti, var svo skýrt frá því, að Þjóðverjar hefðu gert nýja tilraun til að sökkva skipum við strendur Bretlands. Og lagið "Ó, guð vors lands" hljómaði út af mynni Tynefljótsins, þar sem "Járnbraut smáhafnanna" lá og bilti sér í öldunum, svo að brakaði í öllum viðum. Þannig leið nóttin. Um morguninn lá eitt mesta skipið í fjörunni, annað gríska skipið, er hafði sloppið óskaddað úr loftárásinni kveldið áður. Björgunarbátur úr landi, sem sendur var út að flakinu, fann þar enga sál. Á þessum stað biðum við í tvo sólarhringa, og nú voru sólarhringarnir orðnir 16 síðan við létum frá Islandi. Um leið og storminn lægði, skall á biksvört þoka. Þar sem vistir voru mjög þrotnar, komu fjögur af skipunum sér saman um að taka sig út úr og halda leiðar sinnar, og skiljast ekki, hvað sem á dyndi. Voru þetta tvö sænsk skip , eitt norskt og við. Hin biksvarta þoka gat ekki aftrað þessum ásetningi  fjórmenninganna, heldur gaf þeim von um að geta betur dulist óvættum í fyrirsát. Svo þykk var þokan, að lengstum gátu skipin ekkert séð hvort til annars, heldur öskruðu þau sig saman með eimpípunum og öðru.

Sjómaður af s0kknu skipi fiskaður upp



                                                                        Af netinu © ókunnur


Þessi tröllslegu öskur tóku við hvert af öðru, svo að undir tók í þokunni. Þegar ekki sá úr augunum voru önnur skilningarvit yfirspennt eins og hjá blindum mönnum Eyrun gátu undir eins greint afstöðu hljóðsins og fundið hvert af skipunum það var, sem flautaði. Reykjarlyktin frá skorsteini næsta skips sagði til áður en augun gátu greint sjálft skipið. Mest töf varð að norska skipinu. Það var svo hægfara, að hin skipin urðu oft að hægja á sér til þess að það drægist ekki aftur úr. En þótt aðstaðan væri erfið, þá gekk allt vel, og samflota náðu öll þessi skip á áfangastaðinn. Þokan reyndist fremur sem bjargvættur í þetta sinn. Þegar þessir f jórir skipsskrokkar komu skríðandi út úr þokunni, hvert í annars kjölfari og fram hjá Humber vitaskipinu, þá voru þar allar hendur á lofti til að veifa og fagna þessum ferðalöngum, sem höfðu tekið til sinna ráða, til
þess að komast leiðar sinnar. Kannske hefir það verið ímyndun, en okkur fannst mest veifað til okkar, kannski hefir það verið vegna þjóðernis okkar, sem er vel þekkt á þessum slóðum, eða kannske vegna þess að okkar skip var minnst. Þarna urðum við að varpa akkeri, og svo svört var þokan, einnig næstu daga, að einn sólarhringur leið, áður en hafnsögumenn treystu sér að færa skipið í hafnkví" Hér líkur þessari grein þessa sómamanns. Ég vona að fleirum en mér hafi þótt hún  fróðlega og veitt okkur smá innsýn í líf farmannsins á því herrans ári 1940

 



Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere