16.01.2013 17:11

Járnbraut smáhafnanna I

Ég skrifaði fæðrslu um daginn um Súðina. Hún var oft kölluð "járnbraut smáhafnanna" Ekki nóg með hún flutti nauðsynjavörum til dreifbýlisins. Sýslumenn og sjómenn.Bændur og búalið. Ræðismenn og Ræfla. Heldur flutti hún líka físk á  borð hinna stríðshrjáðu Breta í WW2 .Og sem margir elstu borgarar þar kunnu að meta og muna.Ekki nánar um það Mér sjálfum hefur þótt að  nútíma fjölmiðlum til háborinnar skammar hve lítið þeir hafa fjallað um þá íslensku sjómenn sem tóku þátt í "Orustummi á Atlandshafi" Fjalla um fórnfýsi þeirra og dugnað við þær hrikalegu aðstæður. Snjall erlendur  stjórnmálamaður sagði eitt sinn um hóp sem tók þátt í WW2  í hans landi :" Never was so much owed by so many to so few" Þessi orð má mjög vel herma upp á okkar hermenn. Þ.e.a.s sjómennina.

Hinn ötuli baráttumaður fyrir öryggismálum sjómanna Henry Háldánarson



Við sem lifum í nútímanum getum hreint enga hugmynd gert okkur um það sem þessir menn gengu í gegn um   En hinn ötuli baráttumaður fyrir öryggi og kjörum hins íslenska SJÓMANNS Henry Háldánarson skrifaði um eina siglingu Súðarinnar til Englands 1940  í 7-8 tbl Sjómannablaðsins það sama ár  En Henry var loftskeytamaður á Súðinni á þesssum tíma. En loftskeytamennirnir voru þeir sem voru í mestri nálægð við hrylling þess tíma út af atvinnu sinni.Mér finnst þessi grein Henry alger gullmoli.og eiga fullt erindi við okkur nútímafólk. Hann kemur t.d, inn á hve áhugalitlir fjölmiðlar þess tíma (eins og þeir eru enn) voru um störf sjómanna nema þegar vel veiddist og þá til að býsnast yfir góðum hlut sjómannsins  Við skulum bregða okkur um borð í "Járnbrautina" og skyggnast ínn á ófriðarsvæðið í WW 2 með Henry sem leiðsögumann: En munum það að greinin var skrifuð 1940:

Súðin í "sínu stæði" í gömlu höfninni


                                                                                          Úr mínum fórum © ókunnur



"Það eru ekki allir sem kunna að meta að verðleikum hinn yfirlætislausa og glaðlega kjark sjómannanna. Jafnvel á friðartímum lifa þeir erfiðu og áhættusömu lífi við kringumstæður og óþægindi, sem flestum landmönnum mundi standa stuggur af. Hvað þá heldur nú þegar sjórinn er þakinn af tundurduflum, kafbátar liggja í leyni eins og hákarlar nær og fjær, og flugvélarnar elta skipin langt og skammt í hinni eyðileggjandi viðleitni sinni. Það virðist nú engum lengur standa stuggur af sjó og stormi ,gleymd eru nú sérhvar fangbrögð við þessa höfuðféndur sjómannanna, allt horfið fyrir tilfinningunni um enn meiri voða, hið miskunnarlausa brjálæði stríðsins.
Þeir sjómenn, sem eru í förum til ófriðarþjóðanna, hafa það vel á tilfinningunni að þeir stefna í meiri hættu, en þótt þeir væru sendir á vesturvígstöðvarnar til að berjast. Á skipunum, undir sínum hlutlausu merkjum, eru þeir svo miklu varnarlausari fyrir, þar sem þeim er meinað að bera hönd fyrir höfuð sér. Þótt sjómennirnir að þessu leyti séu eins og lömb í höndum slátrarans, láta þeir engan bilbug á sér finna. Ef þeir ekki héldu uppi siglingum, myndi íslenskt atvinnulíf að mestu leyti hrynja í rústir og verða þröngt fyrir dyrum hjá mörgu íslensku heimili;



                                                                                                 Úr safni Guðlaugs Gíslaonar


Skipin halda aftur og aftur úr höfn eitt eftir annað, stór og smá, sterk eða veikburða, mótorbátar og gufuskip, og öll stefna þau inn á hættusvæðið, þar sem blindandi er dregið um hlutskiftið lífið eða dauðann. Það er því í sjálfu sér ekkert merkilegt þótt "Járnbraut smáhafnanna", aldursforseti íslenzku skipanna, sé eitt í þessum hóp. Hún hefir marga hildi háð og er að sumu leyti betur úr garði gerð, en mörg sem yngri eru. Nú er gömlu skipunum gefið sitt mikla tækifæri, og engin kolla er nú svo aum, að hún sé ekki dregin fram og henni gefinn kostur á að vera með, að duga eða drepast. Mannlegu eðli verður ekki breytt þótt lamið sé með lurk, og menn fórna helst lélegustu skipunum og hugrökkustu mönnunum. Á ferðum sínum á hættusvæðinu, eru menn fullir eftirvæntingar, af því að við öllu má búast og það er sífellt eitthvað að koma fyrir.
Ný veraldarsaga er að skapast, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Við skulum nú fá okkur far með "Járnbrautinni" og skygnast inn á ófriðarsvæðið. Al-ljósa hlutlaust skip er að nóttu til ágætur skotspónn fyrir kafbát í fyrirsátri. Á tímum eins og þessum er rökkrið geigvænlegt, af því að enginn veit hvað bíður manns þar. Ekki er maður kominn langt á leið, þegar allt í einu er brugðið upp tíðum ljósglömpum úti í myrkrinu. Einhver sem felur sig þar út í skugganum, óskar eftir að fá að komast í samband. Loftskeytamaðurinn, sem kannski var að festa blundinn, er rifinn upp til að tala við friðarspillirinn. Ljósglamparnir kljúfa myrkrið. Það er skiftst á spurningum og svörum. Óþekkta skípið færist nær, það sést grilla í það, og fallbyssur þess sjást gína við hinn stjörnubjarta himinn. Brezka ljónið sefur ekki, þótt það láti lítið fara fyrir sér. Það vill vita á hvaða ferðalagi við erum og hvað við höfum innanborðs. í fyrsta skifti sem við hittum brezkt herskip eftir að ófriðurinn brauzt út,elti það okkur alla nóttina og þegar birta tók komu dátarnir róandi yfir með alvæpni og björgunarbelti um sig miðja. Nú höfðu þeir ekki svo mikið við, þegar leyst hafði verið úr spurningum þeirra drógu þeir sig í hlé og hurfu í myrkrið. Fjórum sinnum kemur þetta sama fyrir á útleiðinni, að skipið er stöðvað og við spurðir spjörunum úr. Með flöggum á daginn, ljósmerkjum á nóttunni.


                                                                                          Úr mínum fórum © ókunnur

Í fimmta skiftið er það flugvél, sem stingur sér niður úr skýjunum og steypir sér yfir skipið. Þrisvar sinnum hefir hún sig aftur á loft og endurtekur sama leikinn. En þessari flugvél er ekkert illt í hug, en um leið og hún nærri ber möstrin með vængjunum, gefur hún til kynna, hvað vopnlaust skip er varnarlaust fyrir slíkum fugli. Einu sinni gellur eimpípan við, öllum að óvörum. Hvert "stuðið" rekur annað. Óhugur augnabliksins læsir sig inn í meðvitund skipshafnarinnar. Þetta er merkið um að skunda að björgunarbátunum. Úr öllum áttum koma menn hlaupandi með björgunarbeltin í hendinni.
Sumir beint úr rúmum sínum, aðrir frá vinnu sinní, neðan úr vélarriimí, búrí og eldhúsi, léttklæddir þaðan úr hitanum. Allir hlaupa að sínum stað við bátana, nema skipstjórinn, sem stendur kyr á stjórnpalii, og loftskeytamaðurinn sem bíður í klefa sínum eftir fyrirskipun, með tækin í gangi. Svo kemur skipstjórinn með klukkuna í hendinni og tilkynnir að þetta hafi aðeins verið æfing. Tvær mínútur hefir skipshöfnin þurft til að komast á sinn stað við bátana. Lengri tíma þurfti hún ekki til að athafna sig.

                                                                                          Úr mínum fórum © ókunnur

Hið mikla lán, sem það sem af er ,hefir fylgt ísl. skipunum á hættusvæðinu, hefir stælt marga upp í að vanmeta hættuna, halda að hún sé ekki svo mikil.Jafnvel menn sem fyrstu kærðu sig ekkert um að leggja sig í hættu, eru aftur farnir að gefa kost á sér til að sigla. Sjómönnunum á hættusvæðinu finnst, að þeir menn í landi, sem nú öfunda útgerðarmenn og sjómenn af þénustunni og áhættupeningunum,
ættu að bíða með það þangað til þeír sjá hversu fengsælt þeim verður það. Verði um betri afkomu að ræða, þá fá þeir sem þurfa. Velgengnin verður einnig að standa eitthvað og engin óhöpp að koma fyrir, til þess að hægt sé að koma völtum fjárhag á réttan kjöl og bæta sjómönnunum upp undanfarin hallærisár. En íslenzku skipin hafa þó ekki komist alveg hjá því að verða vör við hættuna. Önnur skip hafa sprungið upp fyrir framan þau og aftan, íslensk skip hafa oft orðið að snúa frá tundurduflum, og íslensk skipshöfn hefir orðið að flýja í björgunarbátana, en kafbáturinn verið rekinn á flótta, áður en hann hafði tíma til að granda skipinu, og stundum hefir ekkert annað en snarræði bjargað skipum og mönnum frá eyðileggingunni. Sjómennirnir eru ekki illgjarnir, þeir eru ekki einu sinni öfundssjúkir. Þeir gleðjast yfir hverjum þeim sem vegnar vel, sérstaklega ef hann hefir til þess unnið. Þó er það nú svo,að þeir gætu vel horft á manninn, sem í þinginu talaði um "hræðslupeninga" sjómannanna, teymdan niður endilangt tundurduflasvæðið, til að vita hvort honum vorkenndist ekki, auðvitað mætti hann eiga völ á þeim björgunarmöguleikum sem þar eru fyrir hendi. Það sem sjómennirnir ekki sjá, fá þeir fréttir af í gegnum loftskeytin. Aðvaranir um tundurdufl eru alltaf að berast, og neyðarskeyti hinna óhamingjusömu skipa, sem verða þeim eða kafbátum að bráð, kveða við öðru hvoru. Norska skipið "Notos" sendist út SOS. Kafbátur hefir ráðist á það. Okkur setur hljóða, því staðurinn sem skipið gefur upp er í aðalleið íslensku skipanna. Íslenzkur togari svarar líka strax kallinn og skundar til aðstoðar. Seinna fengum við að vita að tundurskeyti kaíbátsins hefði mist marks, og farið rétt framan við stefni norska skipsins. Sjálfur beið kafbáturinn ekki eftir því að sjá árangurinn af verkum sínum, heldur greip það ráð að breiða sjó yfir sig. Þegar Norðmennirnir, sem höfðu farið í björgunarbátana, urðu ekkert frekara varir við kafbátinn, hurfu þeir aftur um borð til sín og héldu leiðar sinnar. Litlu síðar sendi eistlenzka skipið "Nautic" út neyðarskeyti austan við Hjaltlandseyjar. Þar missir tundurskeytið ekki marks, en skipshöfnin getur bjargað sér í bátana frá hinu sökkvandi skipi. Nú byrjar leitin að þessum smáskeljum í rúmsjó, en hún ber engan árangur, fyrst eftir hálfan sjötta sólarhring og mikla hrakninga, ná bátarnir höfn í Noregi. Viðburðirnir líða fram eins og leiftur. Hvert sorglega skiptjónið eftir annað. Flest eru þetta hlutlaus skip, sem fyrir þessu verða. Saklausir menn sem engar sakir eiga við neinn og síst við þessa styrjöld. I mörgum tilfellunum fær maður ekki fregnir af slysunum fyrr en seinna og upplýsingarnar um hræðilegar raunir þessara manna, geta komið hárunum til að rísa á hvaða höfði sem er.

Sænska skiðið Foxen

                                                                                           © uboat.net

Á líkum slóðum og við vorum staddir er sænska skipið ,,Foxen" skotið í kaf í náttmyrkri, eða það ferst á tundurdufli. Níu af áhöfninni komast á fleka, sem rekur fyrir sjó og vindi í frosthörku veðri. Svona gengur það í nærri fjóra sólarhringa. Einn eftir annan deyja mennirnir úr þorsta og vosbúð. Einn drekkur sjó, verður brjálaður og hendir sér í sjóinn. Að endingu er Stígur Bergström einn eftir á lífi, 27 ára gamall, með líkin af sjö félögum sínum í kring um sig. Einn af hinum dánu er bróðir hans. Þannig fannst hann um síðir mjög aðfram kominn. Mörg skip
hafði hann séð fara fram hjá sér, án þess að eftir honum væri tekið. Margoft höfðu vonir hans vaknað, aðeins til að víkja fyrir hinum sáru vonbrigðum. Kannski höfum við verið eitt af þeim skipum, sem hann mætti í myrkrinu. Og sögur um raunir sjómannanna berast víðar að. Kvöldið sem brezki togarinn "Mersia" leggur úr höfn til veiða, er skipshöfnin heiðruð og henni afhent 100 sterlingspund að gjöf frá hollenzku útgerðarf élagi fyrir að hafa bjargað fimm Hollendingum eftir að þeir höfðu hrakist í átta sólarhringa í opnum bát. Skipverjar leggja glaðir úr höfn, en vegna stríðsins loga vitarnir mjög dauflega eða þeir loga alls ekki, og um nóttina strandar "Mersia" á klettunum við eyna Mön.Skipverjar komast í reiðann, og geta haldist þar við um stund, en engin tök eru að bjarga þeim, og þarna týnast þeir allir. Slíkar eru fréttirnar sem við heyrum á útleiðinni, og miklu fleiri en hér eru tilnefndar, Danir missa þrjú skip og Norðmenn sex þessa daga, og tugir af mönnum farast. Þeir sem sleppa við tundurduflin og kafbátana eru eltir uppi af flugvélum, sem ausa sprengjum yfir þá, og skjóta á mennina með vélbyssum. Jafnve.I í myrkrinu eru flugvélarnir á sveimi. Þannig réðist flugvél að kveldi til á dönsku skipin "Hroar" og "Viðar".

Danska skipið Hroar



                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Allt í einu urðu þau vör við að sprengjum rigndi yfir þau í myrkrinu. Ein sprengjan hitti "Vidar" og skemmdi skipið mikið, eyðilagði þannig annan björgunarbátinn. Skipshöfnin reyndi að komast í hinn en hann mölbrotnaði við síðuna í sjóganginum. "Vidar" sekkur að lokum. 15 menn missa lífið en 8 er bjargað. Björgunarbátar frá grísku skipi ná höfn í Írlandi með stíffrosin lík af 13 mönnum. Af vesturvígstöðvunum er alltaf jafn tíðindalaust. Innan um öll þessi ósköp, gleðja íslensku sjómennirnir sig við að hlusta á útvarpið að heiman. Þarna mitt í hættunni finnst þeim þetta samband eins og taug, sem bindur þá við lífið og heimilið, og þótt þeir hafi orð á því, hvað innlendu fréttirnar séu með afbrigðum ómerkilegar, vilja þeir ekki af þeim missa.

Chr Madsen skipper á Hroar

                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Þeir jafnvel kvíða því, að kvenþulurinn lesi upp fréttirnar, ekki af því að þeir séu minna upp kvenhöndina en útvarpsmennirnir, heldur af því þeir vilja ekki missa neitt af fréttunum þegar þær koma, en það vilja vera vanhöld á því að ungfrúin geti hamlað á móti rússneska froðusnakknum á sömu öldulengd, en það geta þeir mæta vel Þorsteinn Ö. og síra Sigurður. Íslensku sjómennirnir vilja helst fá fregnir af sjósóknum og aflabrögðum. Þeir vilja heyra eitthvað um atvinnulíf og afkomu þjóðarinnar á hverjum tíma. Þeir kæra sig auðvitað ekkert um það, að ríkisútvarpið sé með sömu kusu-lætin í kring um þá og bændurnar, en vilja þó ekki alveg láta gleyma sér og sínum áhugamálum. Þeir eiga bágt með að gleyma því, að þegar hin Norðurlöndin höfðu sameiginlegt útvarpskvöld fyrir sjómenn um jólin, þá var íslenzka útvarpið hið eina sem ekki var með, og hefði danska útvarpið ekki
boðið íslensku sjómönnunum, sem staddir voru í Kaupmannahöfn að koma að hljóðnemanum,hefðu íslenzku sjómennirnir alveg orðið þarna útundan. Íslandskvöldið í brezka útvarpinu 22. janúar, vakti mikla hrifni, bæði vegna meðferðar á efninu, og þeirrar velvildar í garð íslendinga, sem alls staðar skein í gegn. Á þessum tæpa klukkutíma, öðluðust margir haldbetri þekkingu á sögu þjóðarinnar, en áður á mörgum vetrum í skóla.

Danska skipið Vidar
 
                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Eitthvað svipað þessu, en því miður ekki alveg eins lifandi, eru útvarpsþættir Vilhjálms Þ. Gíslasonar úr Íslendingasögum, en það er meðal þess bezta sem íslenzka
útvarpið hefir flutt, og eins langt fyrir ofan þætti Jóns í Kotinu, og himininn er frá verri staðnum. Helgi Hjörvar, sem er vel liðinn af sjómönnum, minntist þess einu sinni í útvarpinu, að einir væru þeir sem aldrei kvörtuðu undan útvarpsdagskránni, og það væru sjómennirnir. Hvað skyldi hann segja ef hann vissi, að eitt aðal ræðuefni þeirra á hættusvæðinu, er einmitt þessi dagskrá. En sjómennirnir eru skrítnir karlar, þeir segja ekki mikið. Ef þeim einhveintíma ofbýður, þá geta þeir haft það til að stökkva upp, en þá segja þeir heldur ekki neitt, þeir bara "rétta einn á hann".
Frh
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere