17.01.2013 18:27

99 ára fv "Óskabarn"

Hið svokallaða "Óskabarn Þjóðarinnar" er 99 ára í dag. Mörgum þ.á m mér finnst þessi "óskabarns" tilill eiga ekki við í dag. Íslenski fáninn sem við, allavega sem eldri erum höfum verið svo stollt af er útlægur gerður á skipum félagsins. Hver ber sök á því hreinlega veit ég ekki. En þvílík  gjöf  væri það þóðinni að þetta fyrrverandi  óskabarn hennar yrði alíslenskt aftur Að misvitrir stjórnamálamenn og aðrir sem gætu gert það mögulegt settust nú niður og ræddu málið og kæmust að þeirri niðurstöðu að á 100 ára afmæli Eimskip flögguðu öll skip félagsins hinum fallega fána þessa lands

Fyrsta skip félagsins Gullfoss I



 Við skulum líta í Ísafold sem kom út tvisvar í viku 1914

Árlega minnumst vér 17. Dags annars mánaðar. Það er 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, er vér teljum vera imynd framsóknar hinnar íslenzku bjóðar á næstliðinni öld, bæði í andlegum og verklegum efnum. Vér mintums þess óskabarnsins einkanlega á aldarafmælinu 17. júní 1911.Vér ölum nú þá von í brjósti, að í dag sé að fæðast annað óskabarndag sé að fæðast annað óskabarn Islands, sem af sér leiði um ókomin ár og aldir hina mestu blessun landi og lýð til handa. Vér ölum þá von í brjósti, að 17. janúar-barnið megi á aldarafmæli sínu.17 janúar 2014 lita á fjölda afkvæma, að þá sitji hin íslenzka þjóð svo hátt á bekk með siglingaþjóðu ;i heimsins, að sómi megi að verða út á við og gagn og hagsæld inn á við."

Tvö fyrstu skip Óskabarnsins


                                                                        Úr safni Hlöðvers  Kristjánssonar



Og síðar í greininni :"  »Það verður ekki lengi að fara á höfuðið. Sjáið þið til. Ekki hefi ég mikla trú á því. Sannið þið mín orð. Samein. fél. er mjög sterkt. Það »skal nok« ráða niðurlögum Eimskipafélagsins «. Það er jafnvel svo um þetta fólk, sem svona talar, eins og það óski þess, að Eimskipafélag íslands risi eigi undir samkepninni til þess að eigin spádómar rætist. En undarlega er sliku fólki í íslenzka þjóð skotið. Tveim fyrstu atrennum bölsýnismannanna og trúleysingjanna á íslenskta framtakssemi og aftaníhnýtinga alls þess, sem danskt er í við skiftalifi voru, hefir þjóðin þegar svarað. Það verður hinnar nýju stjórnar Eimskipafélagsins með stuðningi allra góðra drengja að láta hrakspárnar um gengisleysi félagsins »snáfa heim i sveit aftur*. Það verður hinnar íslenzku þjóðar í heild, og þó helst kaupsýslumanna vorra, að láta pann 17. Janúar 1914 verða úrslita-heilladaga í framsókn hinnar islenzku pjóðar til meira sjálfstæðis og þroska!

Brúarfoss IV síðasta skipið sem byggt var fyrir Eimskipafélalagið

En við íslendingar getum ekki annað en óskað þessu fv óskabarni til hamingu með daginn með von um á beri titilinn aftur með þeim sóma sem ritstjóri Ísafoldar óskaði sér fyrir 99 árum
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 6071
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196164
Samtals gestir: 8409
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:54:53
clockhere