03.02.2013 19:03
Jón Eiriks og stríðin tvö
Jón Eiríksson var mjög merkilegur maður allavega sé litið til starfsferils hans
Jón Eríksson

Hann sigldi í báðum heimstyrjöldunum Í þeirri fyrri sem stýrimaður. En í seinni sem skipstjóri Hann var fæddur 1893 í Örlygshöfn við Patreksfjörð Hann lauk farmannaprófi fyrst frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1914 og svo "Den udvidede Styrmandseksamen" frá Bodö Navigationskole í Danmörk 1916. Að loknu prófi þar ræður hann sig á es Halfdan frá Kaupmannahöfn. Sem II stm
Halfdan
© Handels- og Søfartsmuseets.dk

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var skotið í kaf af þýskum kafbát þ 6 des 1916 ca 20 sml út af Eddistonvita. Öll skipshöfnin komst í björgunarbáta og náði landi í Plymouth á Englandi Þegar Lagarfoss var keyptur í febrúar 1917 varð þar skipstjóri Ingvar Þorsteinsson, I. stýrimaður Einar Stefánsson og II. stýrimaður Jón Eiríksson. Í júlí sama ár er Sterling keyptur og Einar Stefánsson verður þar skipstjóri og Jón Eiríksson verður I. stýrimaður á Lagarfossi og þá kemur Ásgeir Sigurðsson þar um borð sem II stýrimaður. Einkennileg tilviljun kannske en alveg upp á dag ári seinna sem Halfdan er sökkt er Jón sem sagt í Halifax hinn örlagaríka dag 6 des 1917 Jón er svo fyrsti stm á skipinu þar til í sept 1921 ræðst hann á es Gullfoss sem fyrsti stm
GULLFOSS I

1930 tekur svo Jón við Lagarfossi I
LAGARFOSS I

Jón er með Lagarfoss I þar til hann tekur við við Brúarfossi I 1941 sem hann er svo með til 1948
BRÚARFOSS I

© photoship
Þegar Jón er með Brúarfoss I auðnast honum að bjarga 75 manns af tveimur skipum úr sjávarháska eftir að skip þeirra höfðu verið skotin niður Fyrra skiftið var það skipbrotsmenn af enska skipinu Rothermere sem skotið var niður 20 maí á 57°48´0 N, og 041°36´0 V af 56 manna áhöfn komust 34 af sem svo Brúarfoss bjargaði
ROTHERMERE

© photoship
© photoship
Svo var það 4 nóv 1942 skipbrotsmenn af enska skipinu Daleby Sem skotið var niður 290 sml ASA af Cap Farvell á Grænlandi Allir skipverja 47 að tölu komust af þökk sé þeim Brúarfoss mönnum Með þá Kristján Aðalsteinsson II stm og Sigurð Jóhannsson III stm í broddi fylkingar En báðir þessir menn urðu svo skipatjórar hjá Eimskipafélagi Íslands. Frásögn af þessari frækilegu björgun má t.d lesa í "Þrautgóðir á Raunastund" III bindi og í bók Jóns "Rabbað við Lagga"
DALEBY
© photoship
Jón var svo með "Brúsa" þar til 1948 að hann tók við Dettifossi II nýjum og stýrði honum til 1958 að hann hætti til sjós Hann hætti störfum hjá Eimskipafélaginu 1959. Eftir að hann hætti störfum .þar eftir 42 ár sigldi hann hinum ýmsu skipum annara skipafélaga í forföllum um nokkra ára skeið
Jón Eríksson
Hann sigldi í báðum heimstyrjöldunum Í þeirri fyrri sem stýrimaður. En í seinni sem skipstjóri Hann var fæddur 1893 í Örlygshöfn við Patreksfjörð Hann lauk farmannaprófi fyrst frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1914 og svo "Den udvidede Styrmandseksamen" frá Bodö Navigationskole í Danmörk 1916. Að loknu prófi þar ræður hann sig á es Halfdan frá Kaupmannahöfn. Sem II stm
Halfdan
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var skotið í kaf af þýskum kafbát þ 6 des 1916 ca 20 sml út af Eddistonvita. Öll skipshöfnin komst í björgunarbáta og náði landi í Plymouth á Englandi Þegar Lagarfoss var keyptur í febrúar 1917 varð þar skipstjóri Ingvar Þorsteinsson, I. stýrimaður Einar Stefánsson og II. stýrimaður Jón Eiríksson. Í júlí sama ár er Sterling keyptur og Einar Stefánsson verður þar skipstjóri og Jón Eiríksson verður I. stýrimaður á Lagarfossi og þá kemur Ásgeir Sigurðsson þar um borð sem II stýrimaður. Einkennileg tilviljun kannske en alveg upp á dag ári seinna sem Halfdan er sökkt er Jón sem sagt í Halifax hinn örlagaríka dag 6 des 1917 Jón er svo fyrsti stm á skipinu þar til í sept 1921 ræðst hann á es Gullfoss sem fyrsti stm
GULLFOSS I
1930 tekur svo Jón við Lagarfossi I
LAGARFOSS I
Jón er með Lagarfoss I þar til hann tekur við við Brúarfossi I 1941 sem hann er svo með til 1948
BRÚARFOSS I

© photoship
Þegar Jón er með Brúarfoss I auðnast honum að bjarga 75 manns af tveimur skipum úr sjávarháska eftir að skip þeirra höfðu verið skotin niður Fyrra skiftið var það skipbrotsmenn af enska skipinu Rothermere sem skotið var niður 20 maí á 57°48´0 N, og 041°36´0 V af 56 manna áhöfn komust 34 af sem svo Brúarfoss bjargaði
ROTHERMERE
© photoship
Svo var það 4 nóv 1942 skipbrotsmenn af enska skipinu Daleby Sem skotið var niður 290 sml ASA af Cap Farvell á Grænlandi Allir skipverja 47 að tölu komust af þökk sé þeim Brúarfoss mönnum Með þá Kristján Aðalsteinsson II stm og Sigurð Jóhannsson III stm í broddi fylkingar En báðir þessir menn urðu svo skipatjórar hjá Eimskipafélagi Íslands. Frásögn af þessari frækilegu björgun má t.d lesa í "Þrautgóðir á Raunastund" III bindi og í bók Jóns "Rabbað við Lagga"
DALEBY
Jón var svo með "Brúsa" þar til 1948 að hann tók við Dettifossi II nýjum og stýrði honum til 1958 að hann hætti til sjós Hann hætti störfum hjá Eimskipafélaginu 1959. Eftir að hann hætti störfum .þar eftir 42 ár sigldi hann hinum ýmsu skipum annara skipafélaga í forföllum um nokkra ára skeið
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5715
Gestir í dag: 228
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195808
Samtals gestir: 8372
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:05:02