01.04.2013 15:59

Gömul skip með sögu

Það á að fara að brjóta hafnsögubátinn Léttir niður hér í Eyjum. Þessi tæplega áttræði öldungur á það skilið að honum sé meiri sómi sýndur en þetta.Ég fullyrði að fáar núfljótandi fleytur hafi"sullast"eins mikið og Léttir.

LÉTTIR


                                                                                                                 © óli ragg

Fyrir utan að ferja hafnsögumenn út í skip sem voru að koma til lestunnar á útflutningi og losunar nauðsynjavörum  Þá flutti hann æði oft lækni um borð í skip sem komu með veika eða slasaða skipverja Og  það hefur örugglega oft kviknaði lífsvon í hugum margs ílla slasaðs eða sárþjáðs  sjómanns þegar sást til Léttis úr brimlöðrinu til að koma þeim undir læknislhendur Fyrir 57 árum skrifaði einn farsælasti íslenski kaupskipaskipstjórinn Haraldur Ólafsson þá skipstjóri á Lagarfossi um þetta litla skip í Morgunblaðinu eftirfarandi:


LÉTTIR




                                                                                                                 © óli ragg

 "Á þessari litlu skel, sem hefur verið happafleyta fram að þessu,eiga hafnsögumenn Vestmannaeyja að leggja út í brimlöðrið við Vestmamiaeyjakletta næstum í hvaða veðri sem er, allan ársins hring" Og seinna heldur Haraldur svo áfram "Stóð það að jöfnu, koma okkar á höfnina og lóðsbáturinn kom út. Mér datt þá í hug að það væri ábyrgðarhluti hjá mér, eða hvaða skipstjóra sem væri, að fá menn þessa út í bandbrjálað veður á þessu bátkríli, þar sem við um borð höfðum nóg að hugsa: okkar stóra og kraftmikla skip"svo mörg voru þau orð 


LÉTTIR



                                                                                                                 © óli ragg
Það  hefur verið þeim þeim sem þessum  málum hafa stjórna öllum saman til ævarandi hvernig hefur verið staðið að varðveislu skipa með mikla sögu bak við sig hér á landi Það er enganveginn gerlegt að varðeita gömul tréskip undir beru lofti.Óvarinn að öllu leiti Nema þá með ærnum tilkosnaði. En inni í góðu húsrími mætti endurbyggja t..d stýrishús af frægum aflaskipum og hafa þar þau tæki sem mennirnir sem gerðu skipin fræg notuðu Það hefði verið Vestmannaeyingum til mikils sóma að gera upp þau hús sem sjást hér undi og setja þar upp veglegt sjóminjasafn .Og þar hefði "Léttir" fengið sinn sess.


                                                                                                                 © óli ragg

Hér eigum við einn af bestu "módelsmiðum" landsins. Honum hefði t.d ekki verið  skotaskuld úr að byggja líkön af þróuninni í fiskiskipaflotanum hér á staðnum  Er meira að segja búinn með töluvert af þeim Nú líkönin frá afkomendum Helga Ben hefðu sómt sér það vel  En til þess arna vantar peninga og síðast en ekki síst vilja Það hefur bara enginn áhuga á slíku. Þvílikt andleysi Að vísu háir okkur illilega fámenni þjóðarinnar

Gott dæmi um varðveislu gamalla skipa óvarinn veðri og vindum



                                                                                                                 © óli ragg


                                                                                                                 © óli ragg
Það er mikið um það erlendis að menn taki sig saman um að bjarga skipum með sögu. Þá er stofnað félag um skipið (oft stutt  af opinberum aðilum fjárhagslega) Félagarnir sjá svo um að halda skipinu við og finna jafnvel einhverja vinnu fyrir það og sigla því svo í slíku  sem sjálfboðavinnu. Hræddur er ég um að engum dytti í hug að stofna félag um vélarlaust skip ja bara til að draga það á land til að það grotnaði svo niður þar. En hér á eftir eru nokkrar heimasíður um svona hluti

Svona lítur ein síðan út svo eru hér nokkrar danskar heimasíður um varðveitt skip
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere