21.04.2013 13:42

Á N-Atlantshafi annó 1953

Ég minntist um daginn á siglingar "smáskipa" á N-Atlantshafi. Og þá kannske mest siglingar "vestur um haf" eins og sagt er Við skulum líta á dagblaðið Tíminn þ 27 01-1953



Þetta afrek sem þarna var unnið þótti ekki mikil blaðafrétt á sínum tíma

Hér sem Foldin


                                                                               Úr mínum fórum © ókunnur

Skipið var byggt hjá Kalmar Varv í Kalmar Svíþjóð 1947 sem FOLDIN Fáninn var íslenskur Það mældist: 621.0 ts, ??? dwt. Loa: 51.80. m, brd: 8.80. m Skipið gekk aðeins undir tveimum nöfnum Það fékk nafníð Drangajökull 1953 Nafn sem það bar þegar það fórst við Stroma í Pentlandsfirði 29 júní 1960 á leið frá Antverpen til Reykjavíkur En togarinn Mount Eden A 152 bjargaði skiphöfninni

Foldin

                                                                               Úr mínum fórum © ókunnur


Við skulum aðeins grípa niður í minningargrein sem Eyjólfur heitinn Guðjónsson fv skipstjóri skrifaði um starfsbróðir sinn Ingólf Möller að Ingólfi látnum í mars 1997


Hér sem Drangajökull

                                                                               Úr mínu safni © ókunnur

"Drangajökull var lítið skip, 630 brúttósmálestir, en gott sjóskip. Sextán menn voru í áhöfn. Austan stormur var og mikill súgur í höfninni. Harkalega rykkti í landfestar. Ingólfur vildi hraða brottför og skipverjar kepptust við að sjóbúa skipið. Tók það nokkurn tíma því að í Ameríkusiglingum voru bómustög og blakkir í möstrum tekin niður til þess að forðast ísingu. Látið var úr höfn um miðnætti.



                                                                               Úr mínum fórumi © ókunnur




Ferðin sóttist vel í fyrstu, en brátt skall á aftakaveður af norðvestri með hörkufrosti. Undir kvöld á þriðja degi sást borgarísjaki rétt framan við skipið. Skyggni var slæmt. Naumlega tókst að komast hjá árekstri með því móti að beita vélarafli til hins ýtrasta og miklu álagi á stýri. Skipið var nú statt 90 sjómílur austur af Hvarfi á Grænlandi. Reynt var að halda sjó í norðvestan fárviðrinu með öllu tiltæku vélarafli. Undir miðnætti aðfaranótt 25. janúar rifnaði lok á glussadælu stýrisvélar.


Þó mátti stýra skipinu enn um sinn með því að hella olíu stöðugt á glussakerfi stýrisvélarinnar. En skyndilega brotnuðu festingar stýrisrammans og við það slóst stýrið stjórnlaust. Skipið var nú stjórnlaust og lagðist djúpt á stjórnborðshliðina. Ölduhæð var allt að 15 metrum. Mikil ísing hlóðst á yfirbyggingu og möstur en skipsskrokkurinn var nær alltaf í kafi. Ingólfur hafði staðið á stjórnpalli við opinn gluggann frá því að veðrið skall á. Andlitið var saltstorkið og hrímað. Hann gaf fyrirmæli um að dæla olíu í sjóinn til þess að koma í veg fyrir að brotsjórinn lenti af fullum krafti á skipinu.


Hann gat verið svalur inn Massachusetts Bay Drangajökulsmenn að berja ís af
Maðurinn til vinstri mun vera Sigurður Eyjólfsson Þekktur "Jöklamaður"

                                                                        © Guðlaugur Gíslason



Neyðarkall hafði verið sent út og samband var haft við bandarískt veðurathugunarskip. Það var í talsverðri fjarlægð og hefði þurft að sigla til okkar á móti óveðrinu. Aðstoðar var því ekki að vænta þaðan. Bandarísk björgunarflugvél kom frá flugvelli á Grænlandi. Hún flaug fyrir ofan óveðrið, en flugmennirnir sendu okkur hvatningarorð. Næst var brotist aftur í klefa stýrisvélarinnar og tókst að binda stýrisrammann hart í bakborða. Ingólfur tók ákvörðun um að ná skipinu fyrir vind. Það tókst með því að knýja vélina til hins ýtrasta og lagðist skipið yfir á bakborðshliðina.


Hér að lesta tunnur í Flekkefjord
1956

                                                                                            © Guðlaugur Gíslason



Auðveldaði það vinnuaðstöðu við viðgerðarborð og rennibekk í vélarúmi auk þess sem olíuverk aðalvélar starfaði betur. Mánudaginn 26. janúar hafði veðrinu slotað nokkuð og vélstjórar hófu bráðabirgðaviðgerð sem tókst giftusamlega. Í birtingu þriðjudagsins 27. janúar var skipinu snúið undan veðrinu og haldið áleiðis til Reykjavíkur á hægri ferð. Þrír sólarhringar voru liðnir frá því að fárviðrið skall á og hafði Ingólfur staðið allan þann tíma á stjórnpalli. Ekki verður efast um það að öruggar og hárréttar skipanir hans leiddu til þess að við náðum heilir til hafnar í Reykjavík úr þessum hildarleik hinn 31. janúar." Svo mörg voru orð Eyjólfs yfir það sem virkilega skeði







Hér að lesta tunnur í Flekkefjord
1956


                                                        © Guðlaugur Gíslason



Hér komin með farminn til Íslands


                                                                                            © Guðlaugur Gíslason




Hér eru  tveir"Jöklar" staddir í New York sennilega 1955.Vatnajökull og Drangajökull Þetta er virkilega söguleg mynd  Og ímyndið ykkur að þessi litlu skip skuli hafa verið í siglingum vestur um haf um hávetur Það væri verðugt verkefni fyrir vel rithæfan mann að skrifa bók um "vesturhafssiglingar" íslendinga á síðustu öld. Þótt ekki hafi skipin sem þær stunduðu, verið stór yfir höfuð þá held ég að þessi hafi verið með þeim minnstu. Saga þessara skipa og áhafna þeirra mega ekki falla í gleymsku

                                                                                            © Guðlaugur Gíslason
                                                                                                                                             
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere