29.04.2013 19:12

Froskmenn

Nú getur svo farið að í tollgæslu framtíðarinnar verði útlærðir froskmenn. Nýjasta aðferð eiturlyfjasmyglara er að útbúa einskonar "tundurskeyti" sem þeir fylla af eiturlyfjum sem eru svo rafsjóðin við botn skipa.Þessi aðferð var notuð við kemikaltankskipið LAGUNA D nýlega en skipið kom til Rotterdam 17 apríl sl frá  Venezúela.En þaðan fór það þ  22, mars með viðkomu í Willemstad, Curacao

LAGUNA D


                                                                                                             ©  Hannes van Rijn
Franska lögregla hafði fengið einhverja nasasjón af tiltækinu og lét hollenska starfsbræður vita. Við komu skipsins til Rotterdam biðu þrír franskir froskmenn eftir því. Þeir voru handteknir og fannst ýmiskonar útbúnaður í sendibifreið þeirra.  Við rannsókn á skipinu sjálfu fannst ryðgað  átta feta einskonar "tundurskeyti"( a rusting torpedo-shaped metal tube) sem fest hafði verið við bol skipsins. Í apparatinu fannst kókaín að götuvirði sjö milljón euro. Engin úr áhöfn skipsins er grunaður um aðild að málinu.Allavega ekki enn  Enda geta smyglararnir þ.e.a.s froskmenn þeirra athafnað sig óáreittir í viðkomu höfnum. Þetta fer nú að minna á froskmennina í WW2

LAGUNA D

                                                                                                             ©  Hannes van Rijn

Skipið var smíðað hjá Poli í Pellestrina Ítalíu 2000 sem:JO LAGUNA D. Fáninn var:ítalskur Það mældist: 11287.0 ts, 14132.0 dwt. Loa: 136.00. m, brd 23.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum: En 2005 fékk það nafnið LAGUNA D.Nafn sem það ber í dag undir hollenskum fána

LAGUNA D

                                                                                                             ©  Hannes van Rijn
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere