11.05.2013 18:28

Skólasveinar fyrir 50 árum

Á þessum degi fyrir fimmtíu árum gengu sextíu og fimm ungir menn út í sólskinið úr húsi Stýrimannaskólans í Reykjavík við Hásteinsveg. Já það var sól í sinni manna.Stórum áfanga náð í lífinu. Góður vinur minn og skólabróðir sem einnig útskrifaðist þennan dag Heiðar Kristinsson minnti mig á þetta áðan.Þennan  dag fór hann  rakleitt um borð í Jökulfell sem stýrimaður. Þar hófst yfir þrjátíu ára farsæll ferill hans sem yfirmaður á kaupskipi hjá skipadeild SÍS

Skólasveinar ásamt kemnnurum sínum


Svona sagði Sjómannablaðið Víkingur af skólauppsögninni í 5-6 tölubl 1963





Við þessi tímamót minnist ég þeirra frábæru kennara sem kenndu mér Þar bera hæst í minni minningu Helgi Halldórsson, Ingólfur Þórðarson Þorvaldur Ingibergsson Þórarinn Jónsson að ógleymdum Jónasi skólastjóra Sigurðssyni En þessi árgangur af nemendum var sá fyrsti sem Jónas útskrifaði sem skipaðutr skálastjóri. Á þessu ári  taldi íslenski kaupskipaflotinn um þrjátíu skip sem veifuði hinum fallega íslenska fána. Mörg fárra ára gömul. Stapafell gæti hafa verið það yngsta smíðað 1962

Stapafell



                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere