01.06.2013 10:02

Komin á kreik

Jæja þá er karlinn kominn aftur á kreik úr klössun. Tvær ferðir í Stykkishólm þar sem doktor Jósep Blöndal sprautaði tvisvar í hryggin á "kvikindinu" eins og vinur minn Tryggvi sig myndi orða það. Seinni sprautan var í gegn um rógubeinið Svo öllu sé nú til haga haldið Nú doktor Jóhann R Guðmundsson krafsaði svo úr einhverja skán sem var að setjast að í augnbotninum. Í miðri aðgerðinni (en ég var staðdeyfður) sagði hann "nú sérðu inn í hausinn á þér" Hann var hreinlega búinn að snúa auganu við. En hálf fannst mér tómlegt um að litast þarna fyrir innan. En það er nú önnur saga

Vonandi má líkja þessu við þetta Þ.e.a.s ryðkláfur "flikkaður" upp. Allavega í bili





Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 777
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 4356
Gestir í gær: 412
Samtals flettingar: 412216
Samtals gestir: 22706
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 13:23:25
clockhere