02.06.2013 00:27

Sjómannadagurinn 75 ára

Sjómannadagurinn er í dag. Kíkjum á forustugrein fyrsta "Sjómannadagsblaðsins sem kom út 06-06-1938::" Sjómannadagurinn er í dag. Dagurinn, sem íslenzku sjómennirnir hafa bundizt samtökum um að helga sér og halda hátíðlegan í því tilefni.

Mynd úr gömlu blaði sem sýnir mannfjöldan við Leifstyttuna á fyrsta Sjómannadeginum 1938
Talið var að um tíu þúsund manns hafi sótt hátíðarhöldin þann dag



Á þessum degi munu allir íslenzkir sjómenn, eða fulltrúar þeirra, mætast sameinaðir til að vekja þjóðina til meðvitundar um starfssvið sjómannanna og lífskjör þeirra og gildi í þjóðfélaginu. Sjómannadagurinn hlýtur, hvað snertir íslenzka sjómenn, að teljast merkasti viðburður ársins; tímamót, sem marka ný viðhorf og veita nýjum straumum og fjörgandi áhrifum, ekki einungis i þau félög, sem að deginum standa, heldur og líka í þjóðlífið sjálft, og mun vonandi verða upphafið að því, að áhrifa sjómannanna gæti meira í íslenzku þjóðlífi hér eftir en hingaðtil.Því verður ekki á móti mælt, að afkoma og velmegun þjóðarinnar byggist að mestu leyti á sjómannastéttinni.

Skipin sem tilheyrðu íslenska kaupskipaflotanum 1938

SÚÐIN var elst smíðuð 1895



                                                                                           úr mínum fórum © ókunnur


Þau verðmæti, sem sjómennskan, fiskveiðarnar og siglingarnar, færa þjóðarbúinu, eru hlutfallslega svo mikil, borið saman við annan atvinnurekstur, að án þeirra gætum við tæplega lifað neinu menningarlífi í landinu, og iðnaður og bæjalíf myndi illa þrífast.

SNÆFELL var smíðað 1901




Þegar litið er á þann skerf, sem sjómennirnir með striti sínu og áhættu hafa lagt til landsins heilla, en hins vegar á það, hve lítið hefir verið fyrir ,þá gert, þá er ekki hægt að segja að sjómennirnir hafi fengið þann sess, sem þeim ber, eða hlotnast sú viðurkenning, sem þeir eiga skilið. Úr þessu vilja sjómennirnir fá bætt, þeirvilja ekki vera neinar hornrekur meðal landsmanna.

Næstur í aldri var LAGARFOSS I smíðaður 1904


                                                                                           úr mínum fórum © ókunnur
Að sumu leyti er sökin sjómannanna sjálfra,þeir hafa ekki verið nógu vakandi fyrir sinni eigin velferð og áhrifum í þjóðfélaginu. Sjómennirnir hafa allt til þessa verið sundraðir og ekki nægilega á verði, þegar um velferð þeirra hefir verið að ræða, eða tækifæri til að vekja eftirtekt á óskum sínum og þörfum"    Þetta var úr  forustugrein fyrsta  Sjómannadagsblaðsins Mér finnst þetta eiga eins vel við nú og þá.og sérstgaklega þetta feitletraða:Mér hefur lengi þótt íslenskir sjómenn áhugalausir um samtök sín:.."Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér" stendur einhverstaðar. Mér fyndist að á þessari öld tækni við að koma hugsunum sínum frá sér mættu íslenskir sjómenn láta meira heyra í sér.um sín mál í fjölmiðlum. Þeir eru kannske hræddir um að verða kallaðir "vælukjóar"
 

Næst var HEKLA I smíðuð 1907


                                                                                           úr mínum fórum © ókunnur
Næst í röðinni var KATLA I smíðuð 1911


.                                                                                           úr mínum fórum © ókunnur     

Síðan SELFOSS I
smíðaður 1914

                                                                                  Úr mínum fórum © ókunnur

Næstur í röðinni að aldri í kaupskipaflotanum 1938  var GULLFOSS I smíðaður 1915


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Svo var það EDDA  smíðuð 1919



                                                                                  Úr mínum fórum © ókunnur

Næst ARCTIC smíðuð 1919


                                                                                  Úr mínum fórum © ókunnur

Næst er það Goðafoss II
Smíðaður 1921


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Næsta skip hét ESJA Smíðað 1923


                                                                                                 Úr mínum fórum © ókunnur


Svo var BRÚARFOSS smíðaður 1927
 


                                                                                                                  © photoship

Yngstur var svo Dettifoss I smíðaður 1930


                                                                                                 Úr mínum fórum © ókunnur

Ofangrein þrettán skip tilheyrðu hinum íslenska kaupskipaflota á fyrsta Sjómannadeginum 1938 Ég sleppi flóabátum, olíuskipi og dráttarbát.  Og af þessum þrettán lentu fimm skip í hremmingum í WW 2  HEKLA (29/1 1941) GOÐAFOSS ( 10/11 1944) DETTIFOSS (21/2 1945) voru skotin niður GULLFOSS (1940) og SNÆFELL(1940) urðu innlyksa í erlendum höfnum og komu aldrei aftur til Íslands Árás var gerð á SÚÐINA (16/6 1943) Og áhöfnin á ARCTIC lenti í mikilli lífsreynslu (1943) En hún var grunuð um njósnir og var öll fangelsuð og reynt að pynta mennina til sagna. Það hafði eiginlega í för með sér dauða skipstjórans.um borð í bresku herskipi sem var að flytja mennina í fangelsi í Bretlandi

Frá einum af fyrstu Sjómannadögunum



                                                                                                 Úr mínum fórum © ókunnur

En svo segir í gamla sáttmála 1262  "Skulu sex skip ganga af Noregi til Islands 2 sumur en næstu, en þaðan í frá sem konungi ok hinum beztum bændum landsins þykir hentast landinu".Þá voru flutningar til og frá landinu í höndum útlendinga.Manni er hugsað til ástandsins í dag. sjöhundruð fimmtíu og einu ári síðar
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 838
Gestir í dag: 295
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197048
Samtals gestir: 8706
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:26:30
clockhere