13.06.2013 21:11

Helgafell

Þegar plástrað hafði verið upp á á "kallinn" svo að hann geti lufsast þetta nokkur ár í viðbót tók talvan upp á að setja sig upp á móti honum.En þar sem ég er umvafinn góðum félögum og vinum hér greiddi einn af þeim götu mína í því máli. Sá heitir Guðbjörn Guðmundsson og rekur Tölvuver þ.e.a.s viðgerðir á tölvum og verslun með slíkt hér í Eyjum. Guðbjörn er mjög slingur í faginu og var ekki lengi að redda málinu. En hann skifti um stýriforrit og það olli þessum nýuppgerða þ.e.a.s undirrituðum töluverðum örðuleikum Þessvegna þetta delay á síðunni Og biðst ég forláts á því                                                                                                                
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                 Góður vinur og mikill velunnari síðunnar sendi mér bréfkorn fyrir nokkru með nokkrum myndum. Ég læt fylga hér með smávegis úr því:" Myndirnar eru allar teknar á Vopnafirði fyrir margt löngu líklega í kringum 1960 og sína vel sérstaklega myndirnar af Helgafelli hverskonar hafnaraðstæður við áttum við að búa á þeirri tíð. bryggjurnar sumar hverjar svo stuttar að með naumindum var hægt að koma einni lestarlúgu að í einu










Myndirnar koma frá Aðalsteini Halldórssyni og fengnar hjá föður hans Halldóri sem á sinni tíð var kaupfélagsstjóri á Vopnafirði. Hann er örugglega sáttur við að þetta birtist fleirum sem áhuga hafa á skipum og umhverfi þeirra

m/s Helgafell II


                                                                    © söhistoriska museum se


Smíðað í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð 1954. Fyrir Skipadeild  SÍS Sem Helgafell Fáninn var íslenskur .2194 ts 3250 dwt. Loa;88.2 Brd 12.4.Skipadeildin selur skipið 1979 og fær það nafnið  Susan. Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982 brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988


                                                               © söhistoriska museum se


                                                              © söhistoriska museum se

Helgafell við kunnugum stað í kunnugri borg


                                                                                                                                           @Predrag Pavic

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 794
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197004
Samtals gestir: 8694
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:03:23
clockhere