18.06.2013 20:36

Fyrir sextíu árum

Fyrir sextíu árum gat að líta þetta á forsíðu Morgunblaðsins

M O K G U N B L A Ð I N U hefur borizt til eyrna að Oddur Helgason, útgm hafi unnið aðathugun á því, hvort gerlegt væri fyrir íslendinga að festa kaup á olíuflutningaskipum, sem annast gætu olíuflutninga hingað til landsins. Mbl. sneri sér því til hans og innti hann frétta af málinu, og hefur hann góðlúslega látið blaðinu eftirfarandi upplýsingar í té: Á. undanförnum árum hef ég unnið allmikið að því að athuga möguleika á því hvort hægt væri fyrir okkur að festa kaup á stórum olíuflutningaskipum, sem annast gætu olíuflutninga hingað til landsins, en hingað til hafa íslendingar algerlega orðið að vera upp á aðrar þjóðir komnar hvað olíuflutninga snertir.

Forsíða blaðs margra landsmanna 11 mars 1953


ÁRLEG OLIUNOTKUN á3JA HUNDRAD ÞÚS. TONN Hve mikil er olíunotkunin hér á landi árlega? Hún mun vera komin nokkuð á þriðja hundrað þús. tonna og fer sífellt vaxandi, jafnhliða því sem skipastóll landsmanna eykst og vélanotkun og upphitun húsa með olíu fer vaxandi. Það virðist því sannarlega ástæða til að málum þessum sé rækilega gaumur gefinn, þar sem við íslendingar greiðum nú árlega milli 30 og 40 millj. kr. í farmgjöld til erlendra aðila.

12-16 ÞÚS. TONNA SKIP HEPPILEGUST Eins og ég tók fram áðan, hcf ég kynnt mér þessi mál all ýtarlega. Ég hef miðað athuganir mínar við það, að við keyptum, eða létum byggja, tvo olíuflutningaskip, 12 til 16 þús. tonn D.W.T., en sú stærð skipa myndi hæfa okkur best og er jafnframt heppileg til leigu hvar sem er i heiminum.

LORD CANNING. Þetta er sennilega skipið sem blaðið birti mynd af



Skipið var smíðað hjá Scotts' SB í Greenock Skotlandi 1951 sem: LORD CANNING Fáninn var: Það mældist: 11347.0 ts, 17730.0 dwt. Loa: 163.90. m, brd 21.20. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum: En 1966 fékk það nafnið: LORD LLOYD GEORGE Nafn sem það bar í síðast undir sama fána en það var rifið í Japan 1970


Mogginn áfram:

KOSTA 70-80 MILLJ. KR.Hve mikið myndu slík skip kosta? Byggingarkostnaður 2ja slíkra skipa m u n vera 70 til 80 millj. kr. og get ég útvegað lánsfé erlendis til kaupa eða til nýbygginga á slíkum skipum, sé ríkisábyrgð fyrir hendi, Rekstur þessara skipa ætti að vera algerlega öruggur íjárhagslega, þar eð skipin myndu ekki gera betur en að anna þörfum okkar íslendinga, svo nóg ættu verkefnin að vera fyrir þau,hvernig sem ástandið verður á Heimsmarkaðinum á hverjum tíma. Þá tel ég hitt atriðið mjög veigamikið,að skipin myndu spara frá byrjun meiri gjaldeyrien nota þyrfti til greiðslu vaxta og afborgana af stofnláninu.

Fyrsta og eina "alvöru" olíuflutningaskip íslendinga byggt 1952 í Þýskalandi


                                                                                                                                             @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia


AUKIN ATVINNA Við höfum nú þegar á að skipa fjölda faglærðra manna, sem siglt hafa á olíuflutningaskipum lengri eða skemmri tíma, svo engir örðugleikar ættu að verða á að manna tvö olíuflutningaskip með íslenzkri skipshöfn. Þarna er því atvinnuspursmál fyrir sem næst 90 s.jómenn, sem sameiginlega myndu framíleyta 400 til 500 manns. Atvinnuvegir okkar hafa jafnan verið nokkuð einhæfir, og er því vissulega hér tækifæri til nokkurra úrbóta. Á þessu stigi málsins get ég ekki rætt þetta meira, en vonandi tekst okkur að koma því áleiðis

HAMRAFELL

                                                                                     © Sjohistorie.no
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3913
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194006
Samtals gestir: 8237
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:52:08
clockhere