23.06.2013 17:03
Arnarfell II
Ef maður flettir blaði margra landsmanna þ 24 júní 1983 sér maður að daginn áður eða þ 23 leggur flutningaskipið ARNARFELL II af stað frá Reykjavík til Nígeríu með skreið Sem sagt "skreið til Nigeríu" 30 ár upp á dag í dag síða skipið lagði í ´ann Gaman væri ef einhver sem var í áhöfn skipsins þarna læsi þetta og setti inn álit eða sendi mér línu um þessa ferð. Það myndi lífga aðeins upp á síðuna
Hér sem MERCANDIAN EXPORTER
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér sem ARNARFELL
© Patrick Hill / Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Frederikshavns Værft i Frederikshavn Danmörk 1974 sem MERCANDIAN EXPORTER fyrir Mercandia (Per Henriksen) 1974 Það mældist 1599.0 ts 2999.o dwt. Loa1974 sem: 78.50. m brd: 13.10 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1979 ARNARFELL - 1988 VESTVIK - 1990 ALCOY - 1992 APACHE -2001 CAPTAIN YOUSEF - 2007 CRYSTAL WAVE - 2011 SEA BLUE nafn sem það ber í dag undir fána N- Kóreu En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum um skipið "In Casualty Or Repairing(since 14/01/2013"
Hér sem CAPTAIN YOUSEF
© Mahmoud shd
© Mahmoud shd
© Ilhan Kermen
© Ilhan Kermen
Hér sem CRYSTAL WAVE ©Gerolf Drebes