16.07.2013 15:59

Kallinn og "Boggan"

Hér stendur kallinn við módel  af skipinu sem hann byrjaði sína sjómennsku á fyrir 60 árum og ca 70 kg !!! síðan.En það skeði sem sagt í maí 1953.sem hann skráðist sem hjálpakokkur á Eldborg MB 3. En Eldborgin kom inn í Faxaflóasiglingar eftir að Laxfoss strandaði 1952 . Í starfinu fólst m.a. að sjá um farþegana, Þrífa ælubakka og þvílíkt sem á gólfið fór,sem sagt skipsjómfrú í hálfu starfi. Hann tók við starfinu af ekki ómerkari manni en Þorvaldi Jónssyni seinna skipamiðlara. En Þorvaldur fór á Dísarfellið sem þá var nýkomið til landsins

Kallinn og Boggan

                                                                                            © Brynjar Ragnarsson

Þarna er kallinn sennilega að segja frá þegar hann flæmdi alla farþegana út úr farþegarýminu rétt eftir brottför úr Borgarnesi eftir að hafa bronsað kola ofn sem þar var og fýrað svo upp


                                                                                            © Brynjar Ragnarsson         

Það var mikið að gera eftir þessa ferð. En hún var farin eftir knattskyrnuleik.í Reykjavík Einhverjir eftirmálar urðu minnir mig út af öryggismálum í sambandi við hana


                                                                                           Úr mínum fórum  © ókunnur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5483
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195576
Samtals gestir: 8335
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:33:30
clockhere