03.08.2013 22:43

Kadettinn og Ólafsvíkur Kalli

Ef menn hafa gaman af "velsögðum" ævintýrum sjómanna ættu þeir þ.e.a.s þeir sem eru ekki þegar búnir að því að lesa bókina:" Syndin er lævís og lipur" Sem skrifuð er af snillingnum Jónasi Árnasyni um annan snilling Jón Kristófer Sigurðsson. Stundum kallaður "Jón Kadett" vegna starfa sinna í Hjálpræðishernim áður en siglingarævintýrin byrjuðu. En þau hófust þ 9 september 1939 eða níu dögum eftir að WW 2 byrjaði. Skáldið Steinn Steinar hefur eiginlega gert þessa brottför Jóns ódauðlega með kvæðinu:"Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét úr höfn stóð Herinn á bryggjunni og söng" En eitt erindið er svona:Og ei má í orðum lýsa / hve angrið í sál vorri brann / er fullur léstu þig fleka / á fragtskipið Mary Ann / Vér getum ei hönd rétt til hjálpar / þótt hendi þig fjörtjón og grand / Þú siglir í Farezonen / með synd þína og Contra Bande" En skipið sem Jón skráði á hét ekki Mary Ann (skáldaleyfi Steins vegna rímsins) heldur Mathilde Mærsk Fyrir á skipinu var annar íslendingur Karl Guðmundsson ættaður úr Ólafsvík Oft kallaður "Ólafsvíkur Kalli" Saman lentu félagernir í ótrúlegum ævintýrum. Hér verður þeim á lítin hátt gerð skil en gert grein fyrir skipunum sem þeir félagsr voru á eftir frásögn Jóns

MATHILDE MÆRSK hér sem PETER MÆRSK


                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Yarrow í Scotstoun Englandi 1921 sem:HADERSLEV  Fáninn var:danskur Það mældist: 1205.0 ts, 2088.0 dwt. Loa: 87.20. m, brd 13.20. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1924 PETER MÆRSK - 1932 MATHILDE MÆRSK - 1942 IRISH ASH - 49 SCANIA Nafn sem það bar síðast  undir sænskum fána  En skipið lenti í árekstri á "Flushing Roads" 21-01-1957.Það var dregið inn til Krimpen í Hollandi Og rifið þar í sept 1957 En skipið var á leið frá Casablanca til Norrköping, með farm af phosphate

MATHILDE MÆRSK



                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þeir félagar eru svo un tíma á MATHILDE MÆRSK eða þar til þeir strjúka í Halifax í Nova Scotia. Það endaði mmeð því að báðir voru settir í Steininn og sátu þar tæpan mánuð En þá kom til Halifax danskt sip SONJA MÆRSK sem vantaði einn mann.Þeir félagar vörpuðu hlutkesti um hvor ætti að þiggja plássið og vann Kalli það og hvarf með það úr siglingasögu Jóns


SONJA MÆRSK

                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Nuscke í Stettin (sem þá tilheyrði Þýskalandi)  sem: Balder  Fáninn var:þýskur Það mældist: 1724.0 ts,1950.0 dwt. Loa: 81.20. m, brd 12.80. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1925 THEKLA -1929 SONJA MAERSK Nafn sem það bar síðast  undi breskum  fána frá 1941 Skipið strandaði á 44°.29´0 N  og 063°.32´0 V Þ 05-06-1942 á leiðinni frá  Swansea til Halifax,  með kol. Hvort Kalli var þá á skipinu veit maður ekki


Jón sat nokkra daga til í Steininum í Halifax En þá kom þangað annað danskt skip JESSIE MÆRSK Jón segir skipið hafa heitið Jessy Mærsk en ég hef ekki fundið skip með því nafni en þeir félagar Jónas og Jón geta hafa ruglast á nöfnum í samræðunum En á þessu skipi lenti Jón í mögnuðum ævintýrum



JESSIE MÆRSK



                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Vuijk í Capelle Hollandi 1920 sem: MARSDIEP  Fáninn var:hollenskur Það mældist: 1635.0 ts, 2015.0 dwt. Loa: 85.40. m, brd 12.30. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1922 JESSIE MAERSK Nafn sem það bar síðast  undir breskum fána En því var sökkt á 53°06´0 N og 001°.24´0.A  þ 07-10-1942 á leiðinni frá London til Blyth, í ballast Jón var þá kominn til Íslands sem hermaður í Breska hernum

JESSIE MÆRSK


                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Síðasta skipið sem Jón segir frá í þessari skemmtilegau bók var norskt skip NURGIS að nafni Og ævintýrin héldu þar áfram

NURGIS


                                                                                                         © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Meyer's í Leeuwen Hollandi 1919  sem: ORANJEPOLDER Fáninn var:hollenskur Það mældist: 700.0 ts, 1024.0 dwt. Loa: 55.10. m, brd 8.60. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum: En 1929 fékk það nafnið NURGIS. Því var sökkt af flugvélum þjóðverja þ 08-03-1941 7.0 sml út af Lizard Point á leiðinni frá Swansea til Southampton,með farm af múrsteinum. En nú var Jón kominn til Íslands eða þann 17 janúar 1941


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5867
Gestir í dag: 252
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195960
Samtals gestir: 8396
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:12:18
clockhere