03.08.2013 22:43
Kadettinn og Ólafsvíkur Kalli
MATHILDE MÆRSK hér sem PETER MÆRSK

Skipið var smíðað hjá Yarrow í Scotstoun Englandi 1921 sem:HADERSLEV Fáninn var:danskur Það mældist: 1205.0 ts, 2088.0 dwt. Loa: 87.20. m, brd 13.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1924 PETER MÆRSK - 1932 MATHILDE MÆRSK - 1942 IRISH ASH - 49 SCANIA Nafn sem það bar síðast undir sænskum fána En skipið lenti í árekstri á "Flushing Roads" 21-01-1957.Það var dregið inn til Krimpen í Hollandi Og rifið þar í sept 1957 En skipið var á leið frá Casablanca til Norrköping, með farm af phosphate
MATHILDE MÆRSK

Þeir félagar eru svo un tíma á MATHILDE MÆRSK eða þar til þeir strjúka í Halifax í Nova Scotia. Það endaði mmeð því að báðir voru settir í Steininn og sátu þar tæpan mánuð En þá kom til Halifax danskt sip SONJA MÆRSK sem vantaði einn mann.Þeir félagar vörpuðu hlutkesti um hvor ætti að þiggja plássið og vann Kalli það og hvarf með það úr siglingasögu Jóns
SONJA MÆRSK

Skipið var smíðað hjá Nuscke í Stettin (sem þá tilheyrði Þýskalandi) sem: Balder Fáninn var:þýskur Það mældist: 1724.0 ts,1950.0 dwt. Loa: 81.20. m, brd 12.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1925 THEKLA -1929 SONJA MAERSK Nafn sem það bar síðast undi breskum fána frá 1941 Skipið strandaði á 44°.29´0 N og 063°.32´0 V Þ 05-06-1942 á leiðinni frá Swansea til Halifax, með kol. Hvort Kalli var þá á skipinu veit maður ekki
Jón sat nokkra daga til í Steininum í Halifax En þá kom þangað annað danskt skip JESSIE MÆRSK Jón segir skipið hafa heitið Jessy Mærsk en ég hef ekki fundið skip með því nafni en þeir félagar Jónas og Jón geta hafa ruglast á nöfnum í samræðunum En á þessu skipi lenti Jón í mögnuðum ævintýrum
JESSIE MÆRSK

Skipið var smíðað hjá Vuijk í Capelle Hollandi 1920 sem: MARSDIEP Fáninn var:hollenskur Það mældist: 1635.0 ts, 2015.0 dwt. Loa: 85.40. m, brd 12.30. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1922 JESSIE MAERSK Nafn sem það bar síðast undir breskum fána En því var sökkt á 53°06´0 N og 001°.24´0.A þ 07-10-1942 á leiðinni frá London til Blyth, í ballast Jón var þá kominn til Íslands sem hermaður í Breska hernum

Síðasta skipið sem Jón segir frá í þessari skemmtilegau bók var norskt skip NURGIS að nafni Og ævintýrin héldu þar áfram
NURGIS
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Meyer's í Leeuwen Hollandi 1919 sem: ORANJEPOLDER Fáninn var:hollenskur Það mældist: 700.0 ts, 1024.0 dwt. Loa: 55.10. m, brd 8.60. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum: En 1929 fékk það nafnið NURGIS. Því var sökkt af flugvélum þjóðverja þ 08-03-1941 7.0 sml út af Lizard Point á leiðinni frá Swansea til Southampton,með farm af múrsteinum. En nú var Jón kominn til Íslands eða þann 17 janúar 1941