15.08.2013 18:32

N-Atlantshaf annó 1940

Mér er tíðhugsað til íslenskra sjómanna í WW 2. Hugsað til skipana sem þeir sigldu á og síðast og síst hætturnar sem steðjuðu að þeim. Fórnfýsi þeirra hvort sem það voru far- eða fiskimenn má aldrei gleymast. Þeir öfluðu þjóð sinni viðurværist. Fiskimenn öfluðu fiskjar sem svo var seldur gegn gjaldeyri sem svo var notaður til kaupa á nauðsynjavörum En eins og ég skrifaði um í gær björguðu íslenskir sjómenn fjölda starfsbræðra sinna í WW 2. Bara 1940 björguðu íslenskir sjómenn tæplega 1100 erlendum sjómönnum úr hinu kalda N- Atlantshafi

ANDANIA


                                                                                                                                                   © photoship

Ein sú fjölmennasta ef þannig má komast að orði varð þegar þýskur kafbátur skaut HMS ANDANIA ( "Armed Merchant Cruiser" ) niður 230 sml VNV af Færeyjum og íslenski togarinn Skallagrímur bjargaði öllum sem um borð voru eða 347 manns (eftir U-boat.net).Lítum í frétt í Mogganum frá 27 júni 1940 :

ANDANIA


                                                                                                                                                   © photoship

" Skipið var að því i komjð að sökkva, er Skallagrímur kom að því og skipsmenn breskir sjóliðar og hermenn að fara í bátana. Þeir voru þvínæst aílir, 350 talsins, teknir um borð í Skallagrím. Var veður þá allgott. Tveir af sjóliðunum voru særðir En alt fór vel. Engan mann sakaði um borð í Skallagrími. Og eftir að hinir bresku sjóliðar höfðu verið 33 klst. um borð í Skallagrími, kom breskur tundurspillir á vettvang og tók sjóliðana.Flutningur mannanna milli skipa fór fram úti á hafi og tókst hann vel" tilvitnuninni í Moggan lýkur


ANDANIA


                                                                                                                                                   © photoship

Skipið var smíðað hjá Hawthorn Leslie í Hebburn Bretlandi 1922  sem: ANDANIA (farþegaskip) Fáninn var:breskur Það mældist: 13950.0 ts, 8245.0 dwt. Loa: 158.60. m, brd 19.90. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni En það var vopnað í stræiðsnyrjun og fékk þá HMS fyrir framan nafnið

Guðmundur Sveinsson skipstlj á b/v Skallagrím



Happaskipið Skallagrímur RE145




HMS FORESTER sem svo tók bresku sjóliðana at Skallagrími



                                                                                                                                                   © photoship
UA hafði séð HMS Andania í sjónpípu sinni í fyrsta skipti í þokusúld kl 1524 LMT þ 13 júní 1940. U-bátinn byrjaði að fylgja skipinu, en missti svo af því svo nokkrum sinnum vegna slæms skyggni, myrkur og fljórar zigzaggsiglingu skipsin .KL 1217 þ14 júní, var þremurtundurskeitum skotið en þeu hæfðu ekki og misstu kafbáta menn sjónar á breska skipinu eftir það..Eftir 24 klukkustundir, kom varð skipið aftur sjáanlegt  frá UA og ver nú ráðist aftur á það og nokkrum tunduskeytm skotið að því  KL 0029  þ16 júní. UA hafði tekist ætlunarverkið. Þér sökktu ANDANIA  Bretarnir hafa sennilega séð þegar flugskeytin nálgast og skutu úr öllum tiltækjum byssum en sáu aldrei óvininn vegna lélegs skyggnis Cohausz og menn hans létu sig svo bara hverfa úr í súldina

Hans Cohausz  foringi á UA







                                                                                                         © U-boat.net

Kafbáturinn UA sem sökkti ANDANIA var upphaflega einn af fjórum kafbátum sem þjóðverjar voru að byggja fyrir tyrki þegar stríðið braust út. Í staðin fyrir að afhenda tyrkjum skipin tóku þjóðverjar þau í sína þjónustu

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 2867
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 255497
Samtals gestir: 10955
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 17:19:35
clockhere