16.08.2013 19:21

Meira af N Atlantshafi 1940

Ég hef undanfarið verið svolítið að hugsa um aðkomu íslenskra sjómanna að WW 2 á N'Atlantshafinu Og oftar en ekki skrifað um fórnir þær sem þeir færðu. Ein hlið málsins sem ég nefndi þó í gær hefur lítið verið umrædd. En það voru þegar íslenskir sjómenn stöðvuðu skip sín ( stundum eftir ábendingum stríðsaðila) til að bjarga erlendum starfsbræðrum sínum úr eða af sökkvandi skipum. En það gat verið hættulegt því kafbátarnir lúrðu stundum í leyni nálægt slíkum stöðum. Nærtækasta dæmið var E.s GOÐAFOSS 10 nóv 1944

B/V EGILL SKALLAGRÍMSSON


Og ég nefndi eitt dæmi Hér er annað . Þegar togarnir Egill Skallagrímsson og Hilmir báðir frá Reykjavík björguðu 40 skipbrotsmönnum úr sitt hvorum björgunarbátnum "Ville de Hasselt" sem var um 15.000 smálestir, hafði verið í förum milli Englands og Ameríku og flutti aðallega hergögn að vestan, en lítið vestur. Skipið var á leið til Aníeríku er þýskur  U 46 kafbátur sökti því með tundurskeyti. Á skipinu var 54 manna áhöfn.Skipstjóri var enskur, en skipshöfnin af ýmsum þjóðflokkum, þar á meðal Norðurlandamenn,  Indverjar, Hollendingar; alls um 18 þjóða menn

Og skipstjóri hans Lúðvík Vilhjálmsson



Svona segir Mogginn frá atburðinum.þriðjudaginn 10 sept 1940

Blaðamaður frá Morgunblaðinu hefir haft tal af Lúðvík Vilhjálmssyni og beðið hann að segja frá björguninni, Fórust honum orð á þessa leiö:" Það var snemma morguns,

Fyrirliði þessara 12 manna var hollenskur og sagðist hafá verið 4. stýrimaður á skipinu "Ville de Hasselt * sem siglt var undir belgisku flagg:, en hafði áður verið ameriskt og hét þá "American Trader".Sagði stýrimaður mér frá því, að 17 klukkustundum áður hefði þýskur kafbátur sökt skipi þeirra félaga. Skipverjar, sem alls voru 54 á skipinu, höfðu allir komist í báta, nema þessi Hollendingur. Hann hafði kastað sér í sjóinn og velkst þar í hálfa klukkstund áður en félagar hans fundu hann.Hinir höfðu skift sér í 3 bátaog héldu skipverjar, að tveir þeirra myndu ekki vera fjarri þar sem við vorum, en líklega nokkru sunnar.


B/V HILMIR



Eftir hálfrar stundar leit fundum við annan þessara tveggja báta og voru 14 manns í honum. Fyrirliði í þeim bát var 3. Stýrimaður á "Ville de Hasselt", norskur að ætt. Allir voru skipbrotsmenn illa. búnir og hálf þvældir eftir veru sína í bátunum, enda höfðu þeir sloppið nauðuglega, þar sem tundurskeytið hitti skip þeirra,.er það var á 16 mílna hraða og skipstjóri hafði flýtt sér svo mikið að komast í besta björgunarbátinn (vélbát), að hann hafði ekki gefið sér tíma til að gefa skipun í vélarrúm um að stöðva skipið.


Og skipstjóri hans Jón Sigurðsson



Stýrimönnunum af "Ville de Hasselt" kom saman um, að þriðji björgunarbáturinn fráskipi þeirra myndi vera um  8-10 sjómílur fyrir austan okkur og þar sem ég vissi af togaranum  Hilmi á þeim slóðum, þar sem við höfðum haft samflot, taldi ég víst að hann myndi finna bátinn, enda varð sú raunin  á. f þeim bát,sem Hilmir var með, voru 14 manns. Eftir rúmlega sólarhrings siglingu skiluðum við skipbrotsmönnunum í skoskri |iöfn. Mikið voru skipbrotsmenu gramir út í skipstjórann á "Villede Hasselt". Sögðu þeir að hann hefði fyrstur manna hugsað umað forða sér og komast í besta bátinn, sem var vélbátur útbúinn með miðunarstöð, morsestöð,talstöð og olíuforða til 240 mílna siglingu, að því er skipverjar sögðu.Töldu þeir skipstjóra mjög hafa brugðist skyldum sínum. Allmikið hafði kveðið að aðgerðum þýskra kafbáta þarna undanfarið, að því er okkur var tjáð, og sagt að á þessum sömustöðvum hefðu þýskir kafbáta]."' skotið niður 10 stór skip á 7 dögum." Hér lýkur frásögn Lúðvíks


VILLE DE HASSELT hér sem AMERICAN TRADER

                                                                                             © Rick Cox

Skipið var smíðað hjá American Intnl SB Corp á Hog Island USA 1920  sem: MARNE Fáninn var: USA Það mældist: 7556.0 ts, 8000.0 dwt. Loa: 136.50. m, brd 17.70. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1924 AMERICAN TRADER - 1940 VILLE DE HASSELT Nafn sem það bar síðast  undir belgískum fána

VILLE DE HASSELT hér sem AMERICAN TRADER


                                                                                                  © Uboat.net

Enga mynd fann ég af hinum 48 ára skipstjóra VILLE DE HASSET,  G Foy

Engelbert Endraß
foringi á U-46

   © Uboat.net

Svona einhvernvegin er frásögn U. Boat.net

Kl 1601 CET  þ 31 ágúst, 1940, varð fylgdarlaust  og óvopnað skip  Ville de Hasselt (skipstj. G. Foy) fyrir  tundurskeyti frá þýska kafbátnum  U-46 í lest no 6 bakborðsmegin Skipið var á ca 13,5 sml hraða  um 100 sml  norðvestur af Barra Head. Áhöfnin yfirgaf  skipið  í fjórum björgunarbátum sem fljótlega skilust  að. Kafbáturinn kom upp á yfirborðið tók nokkra hringi kring um hið sökkvandi skip án þess að hirða um  skipbrotsmennina. Þegar skipið var sokkið hvarf hann. Skipstjóri VILLE DE HASSELT, G Foy og 13 skipverjar á einum bátanna var bjargað af belgíska  togaranum TRANSPORT um 12 sml vestur af St Kilda daginn eftir sem kom með þá til Stornoway þann 2. september. Eftirlifendur í hinum björgunarbátum voru teknir upp af íslenska  togara Egill Skallagrímsson (skipstjóri Lúðvík Vilhjálmsson ) og Hilmir (skipstjóri Jón Sigurðsson) norðvestur af Barra Head að morgni 2. september. Þeir voru á leiðinni með ferskum fiski til Fleetwood og komu með skipbrotsmenn þangað  seinna um daginn

U -46 var af gerðinni VIIB Hér er U-48 Sem var sömu gerðar

                                                                                          © Uboat.net

Mér finnst þessi þáttur siglingasögu íslendinga svolítið hafa fallið milli skips og bryggju ef svo skállegs má að orði komast.Þessu má ekki gleyma


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 2867
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 255497
Samtals gestir: 10955
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 17:19:35
clockhere