19.08.2013 12:42
Aska
Hér kemur færslan sem segir af þegar sjómenn af tveimur íslenskum togurum þeim SNORRA GOÐA (skipstjóri Magnús Runólfsson) og Arinbirni hersi (skipstjóri Steindór Árnason) björguðu milli þrjú og fjögur hundruð manns af franska herflutningaskipinun Aska. Aðfaranótt þess 16 sept 1940 Í gömlum heimildum er skipið ýmist kallað ASCA eða ASCHA og þetta ruglaði mig .
Svona segir Alþýðublaðið frá þ 20 sept 1940

En nú er ég búinn að fá þetta á hreint Skipið hét ASKA Tíðindamaður Morgunblaðsins náði tali af Magnúsi Runólfsssyni skipstjóra þ 20 sept.Þá komin til Reykjavíkur: "Við vorum á heimleið um nótt er við urðum varir við stórt skip á siglingu nálægt okkur. Flugvél steypti sér úr háalofti yfir skipið og lét falla sprengju er hitti það. Ekki höfðum við séð til ferða flugvélarinnar fyrri en hún steypti sér yfir skip þetta. Síðan beindu flugmenn fluginu til okkar og flaug vélin tvo hringi rjett yfir siglutoppa skips okkar og hvarf því næst út í myrkrið. Skipið sem fyrir sprengjunni varð, stóð í björtu báli miðskips. Sigldum við rakleitt þangað til þess að bjarga skipverjum. Eins gerði Arinbjörn hersir. Nú urðu verkaskifti milli okkar.
Magnús Runólfsson skipstj. varð seinna hafnsögumaður

Arinbjörn sigldi til björgunarbátanna, sem skipverjar höfðu komið á flot og bjargaði mönnunum úr þeim eftir því sem til þeirra náðist og eins af fljótandi flekum. Bárust bátarnir frá hinu brennandi skipi. En sakir elda í skipinu voru þar margir björgunarbátar, sem ekki hafði tekist að koma á flot.
Skip Magnúsar SNORRI GOÐI

Fjöldi manna hékk í köðlum og kaðalstigum utan á skipinu og gáfu frá sér neyðaróp. Við settum út björgunarbát okkar, það er vélbátur. Var honum lagt að hinu brennandi skipi og fólkið tínt upp í hann. Á björgunarbátnum voru 4 af skipverjum okkar. Þeir skiftust á að fara þessar ferðir. Þeir höfðu alls farið átta björgunarferðir þegar tundurspillir og dráttarbátur kom á vettvang. Það var sýnilega hætta að nálgast hið brennandi skip. Því altaf gat maður búist við því, að sprenging yrði í skipinu.
Steindór Árnason skipstjóri

En þetta gekk alt vel. Á meðan menn okkar voru á ferðinni að hinu sökkvandi skipi, náðum við í allmarga menn, sem höfðu bjargað sér út á fljótandi fleka. Tundurspillirinn ætlaði að Nú lögðumst við upp að hlið tundurspillisins og fóru þeir menn, sem, við höfðum bjargað yfir í hann Ekki höfðum við tölu á því, hve mörgum við björguðum . En þeir voru 18 í bátnum eitt sinn er ég taldi þá. Við áætluðum að við hefðum náð nokkuð á 3. hundraðmanns.
Skip Steindórs ARINBJÖRN HERSIR

En Arinbjörn bjargaði úr bátunum nokkuð á 2. hundrað manns .Skipið, sem þarna var á ferð var franskt, hét Asca (ASKA er rétt nafn) og var 8000 smálestir að stærð. Á því áttu að hafa verið 620 manns alls, Englendingar og Frakkar " Hér lýkur frásögn Magnúsar í Morgunblaðinu En betri lýsinu af atburðinum má lesa í ævisögu hans "Togarasaga" sem skráð er af Guðjóni Friðrikssyni sem út kom 1986
ASKA
© photoship
Svona segir Alþýðublaðið frá þ 20 sept 1940
En nú er ég búinn að fá þetta á hreint Skipið hét ASKA Tíðindamaður Morgunblaðsins náði tali af Magnúsi Runólfsssyni skipstjóra þ 20 sept.Þá komin til Reykjavíkur: "Við vorum á heimleið um nótt er við urðum varir við stórt skip á siglingu nálægt okkur. Flugvél steypti sér úr háalofti yfir skipið og lét falla sprengju er hitti það. Ekki höfðum við séð til ferða flugvélarinnar fyrri en hún steypti sér yfir skip þetta. Síðan beindu flugmenn fluginu til okkar og flaug vélin tvo hringi rjett yfir siglutoppa skips okkar og hvarf því næst út í myrkrið. Skipið sem fyrir sprengjunni varð, stóð í björtu báli miðskips. Sigldum við rakleitt þangað til þess að bjarga skipverjum. Eins gerði Arinbjörn hersir. Nú urðu verkaskifti milli okkar.
Magnús Runólfsson skipstj. varð seinna hafnsögumaður
Arinbjörn sigldi til björgunarbátanna, sem skipverjar höfðu komið á flot og bjargaði mönnunum úr þeim eftir því sem til þeirra náðist og eins af fljótandi flekum. Bárust bátarnir frá hinu brennandi skipi. En sakir elda í skipinu voru þar margir björgunarbátar, sem ekki hafði tekist að koma á flot.
Skip Magnúsar SNORRI GOÐI
Fjöldi manna hékk í köðlum og kaðalstigum utan á skipinu og gáfu frá sér neyðaróp. Við settum út björgunarbát okkar, það er vélbátur. Var honum lagt að hinu brennandi skipi og fólkið tínt upp í hann. Á björgunarbátnum voru 4 af skipverjum okkar. Þeir skiftust á að fara þessar ferðir. Þeir höfðu alls farið átta björgunarferðir þegar tundurspillir og dráttarbátur kom á vettvang. Það var sýnilega hætta að nálgast hið brennandi skip. Því altaf gat maður búist við því, að sprenging yrði í skipinu.
Steindór Árnason skipstjóri
En þetta gekk alt vel. Á meðan menn okkar voru á ferðinni að hinu sökkvandi skipi, náðum við í allmarga menn, sem höfðu bjargað sér út á fljótandi fleka. Tundurspillirinn ætlaði að Nú lögðumst við upp að hlið tundurspillisins og fóru þeir menn, sem, við höfðum bjargað yfir í hann Ekki höfðum við tölu á því, hve mörgum við björguðum . En þeir voru 18 í bátnum eitt sinn er ég taldi þá. Við áætluðum að við hefðum náð nokkuð á 3. hundraðmanns.
Skip Steindórs ARINBJÖRN HERSIR
En Arinbjörn bjargaði úr bátunum nokkuð á 2. hundrað manns .Skipið, sem þarna var á ferð var franskt, hét Asca (ASKA er rétt nafn) og var 8000 smálestir að stærð. Á því áttu að hafa verið 620 manns alls, Englendingar og Frakkar " Hér lýkur frásögn Magnúsar í Morgunblaðinu En betri lýsinu af atburðinum má lesa í ævisögu hans "Togarasaga" sem skráð er af Guðjóni Friðrikssyni sem út kom 1986
ASKA
Skipið var smíðað hjá Swan, Hunter & W.Richardson í Low Walker Bretlandi 1939 sem:ASKA Fáninn var: breskur Það mældist: 4983.0 ts,
8323.0 dwt. Loa:
135.50. m, brd 18.70. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni En það var undir frönskum fána þegar því var sökkt
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43