19.08.2013 20:10

Meir 1940

Höldum áfram að fjalla um björgunar aðgerðir íslendinga á N-Atlandshafi í WW 2

ÞORMÓÐUR

Þ
21 okt bjargaði skipshöfnin á línuveiðaranum ÞORMÓÐI frá Akranesi 13 mönnum af breska skipinu  PACIFIC RANGER Svona segist Guðna Pálssyni skipstjóra á Þormóði frá atburðinum  í blaðaviðtali þ 25 okt þá kominn til Reykjavíkur:  "Það var mánudaginu 21.október kl. 8.45 árd. og vorum við. þá staddir 92 sm. NV af Barra Head á Skotlandi á leið heim tii Islands. Sáu þeir þá seglbát alllangt undan og héldu í áttina til hans.

Guðni Pálsson skipstjóri

Er þeir komu að seglbátnum sáu þeir að þetta var björgunarbátur frá skipi. í bátnum voru 13 menn og margir þeirra illa til reika, votir og klæðlitlir. Skipbrotsmennirnir voru teknir um borð í "Þormóð", þeir háttaðir niðri í káetu og færðir í þur föt og gefin heit mjólk. Fjórir skipbrotsmannanna voru berfættir og illa hafðir. Hrestust þeir skjótt. Skipbrotsmennirnir voru Englendingar og voru af m.s. "Paeifieranger"frá London, 10 þús. smálestir.

Skipið hans Þormóður MB 61




Skipið var skotið í kaf laugardaginn 12. okt. og var þá 170 sm. NV af frlandi. Á skipinu voru 55 menn og komust allir í 3 báta. Er "Þormóður" bjargaði þessum 13 mönn
um, höfðu þeir verið 2 sólarhringa að velkjast í bátnum. Þeir vissu ekkert um hina bátana. "Þormóður" kom með hina 13 skipbrotsmenn hingað til Reykjavíkur

PACIFIC RANGER 

                                                                                             © Uboat.net

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Denmörk 1929 sem: PACIFIC RANGER  Fáninn var:breskur Það mældist: 4158.0 ts, 6865.0 dwt. Loa: 133.00. m, brd 18.40. m Skipið  gekk aðeins undir þessum eina nafni og fána

Hérna má sjá endalok skipsins á U-boat.net

SÚLAN

Svo var það 12 desember að áhöfn SÚLUNNAR EA  bjargaði þrjátíu og sjö skipbrotsmönnum agf belgíska skipinu MACEDONIER Svona sagðist skipstjóra SÚLUNNAR Aðalsteinn Magnússon  frá atburðinum í blaðaviðtali  Þ 27 des 1940: 

Alsteinn Magnússon skipstjóri




"þann 12 des sl var "Súlan" stödd 10 sjómílur suður af S t Kilda. Flaug þá ensk flugvél yfir skipið og skaut flugeldium til þess að gefa til kynna, að þörf væri á aðstoð. Sáu pá skipverjar rauða bfossia í stefnu á eyjuna. Var þá snúið þangað, og flaug flwgvélrn
þangað líka.

Skipið hans SÚLAN EA 300


Eftir 7 minútna siglingu fundu skipverjar bát með 11 mönnum af belgíska
skipinu, Maodo'nniere, 8600 srnálestir að staerð, sem skotið hafði verið í kaf með tuhdurskeyti Stýrimaðurinn af skipinu stjórnaði bátnum, og sagði hann að annar bátur væri þar nálægt með 26 mönnum. Eftir ofurlitla stund fannst báturinn eftir tilvisun
flugvélarinnara. Fór "Súlan" með skipbriotsmennina til Fleetwood og voru allir
hressir, er þangað kom Tivísun lokið

MACEDONIER

                                                                                             © Uboat.net

Skipið var smíðað hjá Lloyd Royal Belge í Whiteinch Skotlandi 1921  sem:MACEDONIER  Fáninn var:belgískur Það mældist: 4793.0 ts, 5227.0 dwt. Loa: 122.10. m, brd 15.90. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána

Hérna   má sjá endalok skipsins á U- boat .net

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere