28.08.2013 17:20

ATOS

Í byrjun ágúst 1940 bjargaði skipshöfn togarans SKUTULS frá Ísafirði skipstjóri Matthías Guðmundsson 27 skipbrotsmönnum af sænsku skipi Svona segist lottskeytamanni Skutuls Bergþóri Guðmundssyni frá atburðinum í viðtali við blaðamann Alþýðublaðsins sem birtist þ 10 ágúst:" Hinn 3. ágúst vorum við staddir um 8 sjómílur sunnan Skeryvore, á vesturströnd Skotlands. Sást til tveggja lífbáta á siglingu og voru mennirnir í bátunum undir árum. Var frekar dimmt yfir en hægviðri og hlýtt í veðri. Stefnu var þegar breytt og haldið að bátunum. Reyndust þetta vera björgunarbátar af ss ATOS fræa Helsingborg í Svíþjóð Eigandi A/B Atos (Allan Börjesson), Helsingborg  Skipstjórinn gaf mér greinilegar upplýsingar um ferðir skipsins og annað, viðvíkjandi sjóslysinu eða réttara sagt, árás kafbátsins.



Matthísa Guðmundsson skipstjóri





Skipstjórinn heitir F. Funning, ög er frá Hernösand í Svíþjóð. Var ég búinn að vera skipstjóri á Atos, segir hann, í 6 ár samfleytt. Skipið var 2500 smálestir að stærð á leið til Petsamo í Finnlandi er kafbáturinn sökkti skipinu. Kl. 09.20 þ. 3.ágúst var. s.s. Atos statt á 56° norðurbr. og 7° vesturlengdar. Sást þá kafbátur í ca. 1 sjóm. fjarlægð. Skaut kafbáturinn þegar tundurskeyti á skipið og varð ægileg sprenging í afturhluta þess. Afturmastrið féll út af bakborðslunningunni og allar lúkur af afturlestinni fuku eins og fiður langt út á sjó. Bátsmaðurinn á Atos var við að laga til og "súrra bómur" við afturmastur skipsins og sást hann ekki eftir að sprengingin varð. Var hann sá eini, sem fórst með skipinu. 27 manns björguðust, 26 karlmenn og ein kona. Heitir hún Gertrud Bergström,og var farþegi ásamt Berström manni sínum  sem var umboðsmaður fyrir sænskt rafmagns firma í London. Var hann í verzlunarerindum og ætlaði til Svíþjóðar. Bæði voru þau barnfædd í Svíþjóð, en Bandaríkjaborgarar. Sögðu þau mér, að þau hefðu komið á heimili Péturs Benediktssonar í London fyrir tveim mánuðum og ætlað reyna að komast yfir ísland til Svíþjóðar, en svo hefðu þau fengið þessa heppilegu ferð, sem fór þó á annan veg en ætlað var.

Og skipið hans SKUTULL ÍS 451



Hún var skólaus í silkisokkum um borð og varð ég að lána frúnni skóna mína, sem ég keypti í Vestmeyjum á sjómannadaginn. S. s. Atos var fullfermt af mjög dýrmætum vörum, svo sem radíólömpum, bómull, skotfærum, sem áttu að notast til veiðiferða í íshaliriu, sykur, kaffí og allskonar stykkjavörur. Var farmurinn virtur á 26 milljónir sænskar 'krónur, sem fóru í hafið á nokkrum minútum. Skipið var nýkomið frá New York með fullfermi af vörum til Liverpool, en fór svo þaðan, þegar losað hafði verið og lestaði aftur í Glasgow og átti svo að fara til Petsamo. Skipið lagði af stað á föstudaginn 2. ágúst, en hvarf morgunin eftir með allan sinn dýrmæta farm í djúp hafsins, eíns og svo mörg önnur skip, síðan styrjöldin hófst.

ATOS





Skipsverjunum af Atos leið öllum vel eftir. ástæðum, en þeir vildu helst halda sig á bátapalli,og voru að sjá mjög taugaóstyrkir og viðbrigðulir við hvert hljóð sem þeim fannst athugavert. Um hádegi á sunnudag komum við til Fleetwood* og tók lóðsskipið alla skipsbnotsmennina með sér til lands, Síðar um kvöldið voru það allt uppdubbað og hið hressasta og sagði okkur að sumt af áhöfninni mundi fara til Liverpool, en sumt til London og skildi þar með okkur. og skipsbrotsmönnum af s.s. Atlos". Þannig lauk frásögn loftskeytamannsins á SKUTLI

ATOS hér sem MARIE nýsmíðuð


Skipið var smíðað hjá Helsingör Værft í Helsingör Danmörk 1902 sem:MARIE  Fáninn var:sænskur  Það mældist: 1286.0 ts, 2161.0 dwt. Loa: 88.80. m, brd 13.00. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum1917 UPPLAND - 1924 ATOS Nafn sem það bar síðast  undir sama fána

Þannig  segir U-Boat.net frá endalokum skipsins



Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere