30.08.2013 16:31

Taranger

Þann 5 maí 1941 fundu skipverjar á m/b SIGURFARA MB 95 skipstjóri Bergur Guðjónsson  17 skipbrotsmenn af norsku skipi. Svona segir Moggin frá þessu þ 6 maí
"Vélbáturinn Sigurfari af Akranesi fann í gær lítinn seglbát, er á voru 17 skipreika Norðmenn, 48 sjómílur til hafs frá Akranesi. Voru mennirnir allilla á sig komnir sökum kulda og vosbúðar, en lítt særðir.

Bergur Guðjónsson skipstjóri





Höfðu þeir hrakist á báti sínum síðan á föstudaginn var, að þýzkur kafbátur sökkti skipi því, er þeir voru á, vestan við Ísland. Áhöfnin á norska skipinu, Taranger hét það, voru alls 33 menn. - Komust allir skipverjar í tvo báta, nema skipstjóiinn, er féll i fyrstu atlögu.

Og skip hans SIGURFARI



Annar björgunarbáturinn var vélknúinn, fóru í hann 15 menn, en 17 í hinn, þann er bátverjar á Sigurfara fundu. Björgunarbátarnir fylgdust að fyrsta sólarhringinn, en urðu viðskila á laugardaginn. Skipbrotsmennirnirvoru fluttir til Akraness, þar sem þeim var hjúkrað eftir föngum



                                       Photo Courtesy of Library of Contemporary History, Stuttgart

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1930 sem:TARANGER  Fáninn var:norskur Það mældist: 2984.0 ts, 4879.0 dwt. Loa: 121.30. m, brd 16.70. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami



Svona  urðu endalok skipsins


Þessi skip komu einnig við sögu björgunnar mannana af TARANGER


HMS BEGONIA



                                                                                                          © photoship
HMS WOLVERINE



                                                                                                          © photoship

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere