02.09.2013 11:07

BAHIA BLANCA

Ein eftirminnilegasta björgun erlendra sjómanna af þeim íslensku skeði sennilega þ 10 janúar 1940 þegar skipshöfnin á togaranum HAFSTEINI RE 156 skipstjóri Ólafur Ófeigsson björguðu 62 skipbrotsmonnum af þýska flutnoingaskipinu BAHIA BLANCA. Loftskeytamaður togarans Halldór Jónsson skrifaði þannig um björgunina í 3-4 tbl Sjómannablaðsins VÍkings 1940:
"SV-átt,5 til6 vindstig, með slydduéljum hefi
r staðið allan daginn. Skipið er bráðum fullhlaðið. Klukkan er um það bil að verða 22,30 og enginn ytri vottur ber nein merki þess, að hún nái ekki því marki eins og hvern annan dag, án þess að nokkuð sérstakt beri til tíðinda. Það er nýbúið að kasta vörpunni, og verið að koma á tog. En örfáum mínútum síðar er móttekin tilkynning um það í gegnum loftskeytastöðina,að þýzkt skip sé að sökkva skammt fyrir norðan þann stað, þar sem við erum staddir ásamt fleiri skipum. Slík tilkynning fer ávallt um skipið eins og elding. Skipstjóri fyrirskipar strax að draga aftur inn vörpuna.

Forsíða dagblaðsins VÍsi Þ 12 jan 1940





Öllum venjum og reglum er eins og blásið í burt og hver einasti maður er sér þess meðvitandi, að af honum verður krafizt hins ítrasta, enda gengur nú allt með örhraða. Loftskeytin eru sett í noktun og sambandi náð við hið sökkandi skip. Það heitir "Bahia Blanca", og hefir rekist á ísjaka. Hefir sent skeyti til Reykjavíkur og beðið um að senda dælubát til sín, því mikill leki sé kominn að skipinu. "Bahia Blanca" segist taka því þakksamlega ef einn togari vilji koma og fylgjast með sér til öryggis, þar til björgunarskipið komi. Auðheyrt var, að hinir þýzku sjófarendur eru ókunnugir allri íslenzkri tilhögun, sem eðlilegt er, og aðalatriðið hjá þeim virðist eingöngu vera að bjarga hinum dýra farmi, sem það er að flytja heim til föðurlandsins. Skipið hefir getað haldið áfram nokkurn tíma í áttina ti llands, með mjög hægri ferð, en er nú alveg stansað vegna sjóþyngsla. Það er afráðið að við förum til þeirra. Botnvarpan hefir verið tekin inn og lagt af stað með allri þeirri ferð, sem skipið á til. Sjór er úfinn og skipið stampast, veltur og titrar, en því er engu sinnt, bara að komast áfram. Hásetar vinna að undirbúningi þess að björgun á skipshöfn hins sökkvandi skips þurfi ekki að tefjast, ef til kemur.

Áhöfnin á Bahia Blanca Antonio Sohst skipstj.er þarna fyrir miðju í fremstu röð






Á leiðinni höfum við stöðugt samband við skipið, miðanir eru teknar öðru hvoru, og stefnum við rakleitt eftir þeim. Þegar skammt er orðið eftir til staðarins, sem skipið gaf upp, sendi það upp flugelda og sáum við þá skipið beint fram undan. Skömmu síðar, eða um kl.03,30 vorum við komnir að því. Vindur var ekki eins hvass þar úti, eða SV 3 til 4 vindst., en haugasjór, rigning og dimmviðri.Um það leyti fengum við skeyti frá þýska skipstjóranum, þar sem hann segir enga von til þess lengur að bjarga skipinu, það sökkvi hægt, en stöðugt, og jafnframt fyrirspurn um, hvort við í neyðartilfelli getum tekið á móti 61 manni.Þegar skipstjórarnir höfðu komið sér niður á tilhögun björgunarinnar, var fyrsti báturinn frá hinu sökkvandi skipi látinn síga í sjóinn. Vorum við þá svo nærri sem unnt var, til þess, ef mögulegt væri að gefa bátnum skjól,jafnframt því, sem lýsi var kastað í sjóinn til þess að lægja öldrunar, og að sjá mætti hverja hreyfingu um borð í hinu stóra skipi (Bahia Blanca var um 11,000 smál. brútto), þar sem það vaggaði þunglamalega á öldunum og frá því barst, eins og þungur niður, sónn brimsins, sem sogaðist í lestum þess. Það lá beint í ölduna og vó salt, frá okkur að sjá eins og stórstórkostlegt ferlíki, sem þá og þegar myndi styngast á stefnið niður í djúpið

Ólafur Ófeigsson skipstjóri



Vindinn hafði heldur lægt, en sjórjnn var mjög mikill, eins og oft í undanfari mikilla storma. Veðurstofan hafði spáð um kvöldið hvassviðri og loftvogin var fallin niður fyrir allt sem venjulegt er. Kyrrðin, sem nú hvíldi yfir, var því ekkert annað en stundargrið,sem nota varð vel. Ljósið á björgunarbátnum frá "Bahia Blanca" sást bregða fyrir í myrkrinu, þegar hann bar upp á efstu öldutoppana, en auðsjáanlega var illt að stjórna honum eða hreyfa nokkuð að gagni vegna öldugangsins. Skipstjóri okkar tók því þá djarflegu ákvörðun að stýra upp að björgunarbátnum. Djarfleg ákvörðun vegna þess, að örfárra centimetra skeikun gat valdið tortímingu allra þeirra, sem í bátnum voru.Nokkrum mínútum síðar sökk hið stóra og glæsilega skip, fullhlaðið varningi frá suðlægum löndum, sem færa átti heim til föðurlandsins. Hér langt norður á hjara veraldar varð það allt í einni svipan að engu. Hver einasti sjómaður getur gert sér í hugarlund hve sárt er að missa í djúpið, gott og mikiö skip sem margháttaðar minningar eru tengdar við.

Skip hans HAFSTEINN RE 156




Skipstjórinn á "Bahia Blanca" horfði með auðsæjum söknuði eftir skipi sínu, þar sem það var að farast. Þrjátíu og fjóra daga höfðu þeir verið í hafi, án þess nokkursstaðar að koma að landi og þó var staðarákvörðun.in, sem hann gaf upp jafn nákvæm, eins og hann hefði verið að láta úr höfn fyrir 34 mínútum.öll framkoma hinna þýzku sjómanna var hin prúðasta og rólegasta; menn á öllum aldri frá 14 ára ungling til 60 ára tóku því sem að höndum bar eins og eðlilegum hlut.  En hver mínúta var dýrmæt. Um borð í hinu sökkvandi skipi biðu 45 menn. Þetta heppnaðist giftusamlega og síðan var hver báturinn af öðrum tekinn á sama hátt,alls fjórir. Lang síðastur kom skipstjórabáturinn.Hásetar okkar gripu hina þýzku sjómenn hvern af öðrum, um ,leið og bylgjurnar lyftu bát þeirra jafnhátt borðstokknum hjá okkur. Um kl. 06.45 var björguninni lokið, engum hafði hlekkst á og skipbrotsmennirnir voru allir heilbrigðir og ómeiddir.

Halldór Jónsson var loftskeytamaður á togaranum HAFSTEINI





Aðeins eitt virtist raska hugarró þeirra: Óvissan um það, hvort þeir kæmust heim til Þýzkalands, til þess að hefna hins skeða á Englendingum, eins og einn þeirra orðaði það. Um borð hjá okkur var nú orðið þröngt á þingi, eða samtals 80 manns, en enginn lét slíkt á sig fá, heldur reynt að gera sitt bezta úr hlutunum. Nokkru eftir að lagt var af stað byrjaði að hvessa, og komst vindur upp í 9 stig. Ferðin heim gekk þó prýðilega, nema hvað nokkrir Þjóðverjanna urðu lítilsháttar sjóveikir, af viðbrigðunum, að koma í svo lítið skip, og skopuðust þeir mikið að því sín á milli, sem ekkert fundu til. Þegar til Hafnarfjarðar kom, var þar mættur þýzki ræðismaðurinn, til þess að taka á móti skipsbrotsmönnunum, og þegar til Reykjavíkur kom fengu þeir hina beztu aðhlynningu.

Bahia Blanca


                                                                                                              © photoship

Skipið var smíðað hjá Short Bros. í Pallion Bretlandi 1918 sem: CELTIC PRINCE Fáninn var: breskur Það mældist: 8655.0 ts,  Loa:137.00. m, brd 17.50. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1926 SCHONFELS - 1938 BAHIA BLANCA Nafn sem það bar síðast  undir þýskum fána (frá 1926)
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 881
Gestir í dag: 305
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197091
Samtals gestir: 8716
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:48:32
clockhere