17.09.2013 19:58
Selurinn
Selfoss I var virkilega merkilegt skip. Þeir sem ég
þekkti og höfðu verið á honum hældu honum. Kannske ekki margir en sama.
Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk.
Öldur N Atlandshafsins heimstyrjaldir (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði
ró hans. Hann sullaðist þetta um á sínum 7-8 mílum.
Úr mínum fórum © ókunnur
Skipið var smíðað í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m.Íslenska landstjórnin kaupir skipið 1917 En Eimskipafélag Íslands sá um útgerð skipsins 1928 kaupir félagið svo skipið og skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956
Úr mínum fórum © ókunnur
Og eimhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt
"blessuðum svaninum" tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til
Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og
mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.
Úr mínum fórum © Ókunnur
En þegar maður hugsar til stríðsáranna getur
maður ekki annað er hrifist af þeim mönnum sem sigldu þessu litla skipi
þunnglestuðu í stórviðrum á fg svæði. og hreinlega undrast seigluna í
þvi en það varð 42 ára gamallt
Úr mínum fórum © ókunnur
Dalvík var ekki á áætlunni sem birtist í byrjun . En ég held að skipið sé statt þar á myndinni hér að neðan
© Þráinn Hjartarson