29.09.2013 19:41

NORDIC ORION

Þetta er tekið af heimasíðu RÚV

"Danska skipið Nordic Orion varð í síðustu viku fyrsta stórflutningaskipið til þess að sigla norðvesturleiðina í gegnum Norður-Íshaf, norðan Kanada og Alaska. Skipið lagði af stað frá Vancouver á vesturströnd Kanada í byrjun mánaðarins og var komið í Baffins-flóa aðfaranótt síðasta mánudags. Áætlað er að það leggi að bryggju á áfangastaðnum Pori í Finnlandi þann sjöunda október. Viku til viðbótar tæki að sigla í gegnum Panama-skurðinn og þannig sparast miklir fjármunir og eldsneyti. Þá getur skipið flutt mun þyngri farm en hefði verið hægt að flytja í gegnum Panama-skurðinn. Líkt og Norðausturleiðin norðan Síberíu, sem flutningaskip eru þegar farin að sigla, verður Norðvesturleiðin æ greiðfærari vegna hlýnunar loftslags og hops heimskautaíssins. Enn er hún þó ekki á færi venjulegra flutningaskipa, þar sem skrokkur Nordic Orion var styrktur sérstaklega til þess að ráða við hafís. Kanadíska landhelgisgæslan fylgdist náið með ferð Nordic Orion. Kanadísk stjórnvöld líta svo á að norðvesturleiðin tilheyri kanadískri landhelgi en Bandaríkin og Evrópusambandið vilja að hún sé alþjóðleg siglingaleið".


Hérna má sjá mynd af siglingaleiðinni



                                              Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Skipið var smíðað hjá Oshima SB í Oshima í Japan 2011 sem:  SANKO ORION Fáninn var:Líberíu Það mældist: 40142.0 ts, 74603.0 dwt. Loa: 225.0. m, brd 32.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum: En 2012 fékk það nafnið NORDIC ORION. Nafn sem það ber í dag undir fána Panama

Skipið hér sem SANKO ORION

                                                                                                Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni


                                                                                                   Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Hér sem NORDIC ORION.

                                              Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

                                                                                                   Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 534
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196744
Samtals gestir: 8505
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:22:03
clockhere