07.10.2013 18:25

NV Leiðin I

Hér er hluti af grein Heiðars Kristinssonar um NV leiðina

Alaska landsvæðið einskisnýta.

 Alaska var byggt frumbyggum, Alaska eskimóum / inuitum þegar könnunarleiðangrar miðalda og  landnám nýja heimsins sem svo hefur verið nefnt hófst og óljóst á þeim tíma hvort þetta landsvæði væri yfirleitt til og þá í hvaða mynd það væri.  Skömmu fyrir dauða sinn  taldi Pétur mikli rússa-keisari sér bráðnauðsynlegt að vita hvar keisaradæmi sitt endaði í norðaustri og hvort ríki hans væri landfast við Ameríku eða hvort  sjór, þá líklega sund skildi meginlöndin. Gerður var út leiðangur undir forystu Vitus Bering sem  staðfesti árið 1728 að sund sem síðar hlaut nafn hans Beringsund væri á milli meginlandana.  Þar með var komin vissa fyrir því að Norðausturleiðin sjóleiðin til Kyrrahafs væri til að vísu illfær eða ófær þeirra tíma skipum lungan úr árinu vegna hafís.  Leiðangurinn gerði meira en að uppgötva sundið því í leiðinni uppgötvaðist óþekktur þjóðflokkur dugmikilla veiðimanna.  Í kjölfar leiðangurs Berings hófust síðan miklir leiðangrar æfintýramanna frá Rúslandi til Alaska  til verslunar við innfædda þ.e. að segja að komumenn neyddu frumbyggja landsins til að veiða smærri loðdýr í þágu skinnaverslunar  sinnar.  Fljótlega hófu svo Rússar þar otraveiðar  í stórum stíl en skinn þeirra voru í mjög háu verði og eftirsókn í þau mikil.  Svo stórkallalega var gengið til verks að minnstu munaði að sumar dýra-tegundir yrðu útdauðar í þeirri rányrkju sem fram fór á þessum áratugum.  Miklir erfiðleikar voru að komast til þessa nýuppgötvaða  fengsæla landsvæðis, sjóleiðin illfær eða ófær og landleiðin yfir Síberíu löng og ekki  ekki greið.  Síðar komu upp vandamál við varnir hinna fjarlægu rússnesku byggða og efasemdir við keisarahirðina um ávinning af landnámi á fjarlægum slóðum og útbreiðslu ríkisins.  Þá var komin til valda Katrín keisarinja og var málið lagt fyrir keisarinjuna árið 1769. Katrín mikla að venju sinni skjót til ákvarðana og leysti greiðlega úr vandanum. Kaupmenn, veiðimenn og alskonar ævintýramenn væru ábyrgir fyrir landnáminu í Norðvestur-Ameríku og skyldu sjálfir bera kostnaðinn. Katrín kvaðst ekki vilja leggja til mannafla, skip eða fjármuni til stuðnings þessum volaða útnára og ákvað að hið vífema Rússland hefði ekki áhuga á landvinningum hvorki í austur-Indíum eða  norður- Ameríku.

Eins og fram kemur í þessari skeleggu ákvörðun Katrínar keisarinju hinnar miklu var ekki talið arðvænlegt að nýta Alaska  þrátt fyrir skinnaverslunina. Segja má að Alaska hafi verið hálfgert vandræðabarn rússneska keisara-dæmisins sem þeim var þó nauðugt að nýta vegna grávörunnar.  Rússar sáu sér svo leik á borði og losuðu sig við þetta volaða svæði árið 1867  þegar Bandaríkjastjórn  keypti Alaska af ríkisstjórn Rússlands fyrir $ 7,2 milj.  og  höfðu kaupendur heldur litla trú  á að hagnast á fjárfestingunni. [3]   Töldu eins og fyrri eigendur að landsvæði Alaska væri verðlaust vegna skorts á náttúruauðlindum og vegna þess hve harðbýlt það væri og erfitt yfirferðar, hvort heldur á sjó eða landi. Rússneskir könnuðir höfðu þó þegar árið 1853  fundið olíu í litlu magni í Cook Inlet þar sem síðar kom í ljós að reyndist geyma mikið af olíu og jarðgasi. Rússar voru byrjaðir á þessu svæði með námugröft eftir kolum árið 1857 en  lítil not voru af þessum auðlindum vegna þess hve örðugt var að komast að og frá svæðinu.  Bandaríkjamenn áttu þó heldur betur eftir að skipta um skoðun varðandi fánýti landsins þegar gull fannst í Alaska árið 1880 og fégráðugir gullgrafarar og ævintýramenn tóku að streyma þangað í þúsunda tali. Gullæðið gekk  yfir á rúmlega 30 árum og nú er lítið um gullgröft þar en íbúar lifa aðallega á fiskveiðum, olíu- og jarðgas-framleiðslu auk skógarhöggs.
Alaska er á eldfjallasvæði og að hluta til á svipuðum  breiddargráðum og Ísland þar sem Norðurheimskautsbaugur liggur um það bil um miðbik Alaska og landinu svipar um margt til Íslands.  Þar er að finna  mikinn fjölda jökla, aragrúa af ám og vötnum auk mikilla skóga.  Þó svo að Bandakíkja-menn hafi keypt Alaska árið  1867 var það ekki fyrr en 3. janúar 1959 sem Alaska varð ríki í Bandaríkjunum það  49. í röðinni og það langstærsta þeirra [4] tæplega 1.531.000 km2 að flatamáli.    Landið er strjálbýlt sem fyrr segir og erfitt yfirferðar og hafa frumbyggjar þess jafnan átt undir högg að sækja hjá fjarlægum stjórnvöldum sem segja má að hafi slegið eign sinni á svæðið gögn þess og gæði og innfæddir ekki verið mikið spurðir þegar nýting landsins hefur verið annarsvegar fylgdu bara með í sölunni eins og hvert annað góss. 

 

Olíuvinnsla í Alaska,  Manhattan siglir norðvestur leið.

Árið 1968 fannst við Prudhoe Bay í Norður Alaska stærsta olíu- og jarðsgas-vinnslusvæði sem fundist hefur í Bandaríkjunum og ekki að sökum að spyrja, olíufélög og auðjöfrar hófu undirbúning að olíuborunum og vinnslu þessara miklu náttúru auðlinda.  Sá hængur var þó á,  hvernig átti að koma olíunni á markað?

Annarsvegar var um að ræða flutning á jarðolíunni sjóleiðina með stórum sérbyggðum olíuskipum sem gætu siglt gegnum heimskautaísinn  norðan við Alaska og Canada  til olíuhreinsunarstöðva á austurströnd Bandaríkjanna. Heldur þótti þetta fjarstæðukennt bæði vegna þess að menn efuðust um að leiðin væri yfirleit fær stórum skipum vegna grynninga og ís og mengunar hætta gífurleg ef óhapp yrði.  Hinsvegar kom upp sú hugmynd sem mörgum þótti enn brjálæðislegri sem sé að leggja risavaxna olíuleiðslu 1200 km leið frá  Prudhoe Bay  til hafnarinnar Valdez  sem er nyrðsta ísfría höfnin á vesturströnd Alaska.

Í stöðunni voru sem sagt tveir kostir og hvorugur góður eða auðleystur, báðir kostnaðarsamir og  sá  síðari svo nam  stjarnfræðilegum tölum.  Það var komið framá árið 1968 vinnsla á olíu var að hefjast í Prudhoe Bay það varð   að hefjast  skjótt handa ef olíufundurinn ætti að verða eitthvað meira en vonarpeningur.  Þar kom að Félögin Humble Oil & Refining Company , Atlantic Richfield Company ásamt fjársterkum aðilum að tjaldabaki [5] ákáðu að ráðast í að láta sigla stóru tankskipi norðvesturleiðina milli Labrador og Grænlands eftir sundunum milli eyjanna við norðurströnd Canada til olíusvæðisins í Prudhoe Bay á norðurströnd Alaska.

Tilgangur ferðarinnar  skildi vera sá að ganga úr skugga um hvort sigling þessa leið væru möguleg og hvort að sjóflutningar með jarðolíu frá heimskauta svæðunum væru arðvænlegri en lagning olíuleiðslu sem fyrr er nefnd. Lagning leiðslunnar var til athugunnar þegar hér var komið og ekki var síður deilt um hvort lagning hennar væri möguleg og þá réttlætanleg vegna hinna miklu umhverfis áhrifa sem þetta mannvirki óhjákvæmilega hefði.  Þar kom til gríðarmikil mengunar hætta ef skemmdir yrðu á leiðslunni og ekki síður kostnaðurinn sem talið var að yrði meiri en við nokkurt mannvirki sem ráðist hefði verið í.



Þegar ákvörðun um  siglinguna lá fyrir var næst að útvega nothæft skip til ferðarinnar og ljóst var að verkið krafðist mikils undirbúnings.  Fengnir voru til þeirrar vinnu verkfræðingar,  fjöldi vísindamanna með þekkingu á heimskautasvæðinu auk siglingafræðinga með reynslu af íshafssiglingum.  Til álita komu kaup á skipi sem hægt væri að breyta til siglingarinnar eða hugsanlega smíða nýtt skip.  Tíminn var afar naumur þar sem ákveðið var að fara ferðina síðsumars árið 1969 en tíminn frá ágúst fram í nóvember er sá tími sem ísmyndun er í lágmarki á svæðinu og bráðnun sumarsins í hámarki.  Niðurstaðan varð sú að ekki ynnist tími til byggingar á sérhæfðu skipi en samningar tókust við eiganda risa olíuskips og við langtíma leigutaka og rekstraraðila þess sem var Exxon Mobil Corporation sem víða um heim gekk undir nafninu Esso.  Skipið var   MANHATTAN"  sem var nýlegt turbinudrifið olíuflutningaskip það stærðsta í heimi þegar það var tekið í notkun í árs -byrjun 1962 . Skipið var enn á þessum árum meðal stærðstu olíuflutninga-skipa í heimi og það stærsta og öflugasta í kaupskipa flota Bandaríkjana og var fyrir breytingarnar sem í hönd fóru 108.590 DWT. 

 T/T MANHATTAN" fyrir breytingu


MANHATTAN var  knúið gufu turbinum 43.000 hp og tveim skrúfum  og var á þessum tíma eina stóra tankskipið í heiminum sem búð var tveim sjálfstæðum skrúfum sem var afar mikilvægur kostur bæði vegna öryggis á siglingunni ásamt meiri og betri stjórnhæfni skipsins.  Eigandi skipsins var Manhattan Tanker´s Company i New York sem leigði skipið til olíufélaga samsteipunnar Exxon Mobil Corporation / ExxonMobil eða ESSO  eins og það var oftast kallað en inn í þessar samsteipur tengdust  auðmenn víða að úr veröldinni. Tveir þeirra grikkirnir Onasis og Niarchos frekir til fjörsins og miklir fyrir sér í útgerð olíuflutnigaskipa og á þeim tíma nefndir skipakóngar.  

 

Á árunum síðari heimstyrjaldarinnar og þar á eftir voru þeir  Aristotelis Onasis [6] og Stavros Niarchos umsvifamiklir í útgerð olíuskipa í heiminum og ríkti mikil og óvægin keppni á milli þeirra félaganna á þessum árum og raunar alla tíð bæði viðskiptalega og í einkalífi. Þeir höfðu auðguðust gríðarlega á skipaútgerð  á styrjaldarsárunum og árunum þar á eftir með heldur vafasömum hætti að talið var og voru ekki vel séðir í Bandaríkjunum og eftirlýstir af FBI um tíma,  þó svo að veldi þeirra stæði þar með miklum blóma í gegnum allskonar dótturfélög og samsteypur.  Eitt af mörgum félögum þar að mestum hluta í eigu Niarchos var einmitt  Manhattan Tanker´s Co sem var eigandi skipsins.

 

Olíuskipið MANHATTAN var smíðað í skipasmíðastöðinni  Bethlehem Steel Company  í Quincy. Massachusetts  og tekið í notkun árið 1962.

Helstu upplýsingar um skipið:

Við afhendingu skipsins 1962:                              Eftir breytingarnar 1969:

Lengd                             286,5 m                                   306,4 m

Breidd                     35,4 m                                    40,2 m

Djúprista                   15,8 m                                    15,8 m

Dwt.                    108.590 tn                               114.668 tn        

Vél. Turb. Hö.       43.000 hö                                43.000 hö

Siglingahraði          17,5 sml.                                 17,0 sml.


FRH


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere