09.10.2013 13:33
NV leiðin II
Hér er annar hluti greinar Heiðars Kristins. um NV -leiðina
Skipasmíðaiðnaður í Bandaríkjunum.
Tíminn var naumur til framkvæmda, en Bandarískur skipasmíðaiðnaður á þeim tíma afar tæknivæddur og var á árum seinni heimstyrjaldarinnar og framundir þetta langt á undan skipasmíðastöðvum í Evrópu og víðar. Á árum seinni heimstyrjaldar tóku Bandaríkjamenn það upp í stað þess að smíða skip í einni og sömu stöðinni frá því kjölur var lagður og þar til smíði skipsins lauk að smíða hina ýmsu skipshlutar víðsvegar um Bandaríkin, hlutarnir voru svo fluttir á aðra staði þar sem einhver hluti skipsins var smíðaður og skipið sett saman þar. Með þessari aðferð tókst þeim að hleypa af stokkunum og taka í notkun svonefnd EC2 eða Liberty skip á um tíu daga fresti víðsvegar um Bandaríkin en tali að smíðin öll hafi tekið að jafnaði 42 daga [7]. Alls voru smíðuð 2751 skip af þessari gerð á árunum 1941 - 1945 þegar smíði þeirra var hætt. Seint verður því haldið fram að þessi skip hafi verið fríðust fleya á heimshöfunum en talið er að þau hafi haft úrslita áhrif um gang styrjaldarinnar í flutningum til Evrópu. Skipin sem voru að öllu leiti rafsoðin sem sparaði gífurlega vinnu við smíðina auk þess sem skipin urðu nokkru léttari en hnoðuð skip. Þetta voru miklir burðarjálkar en afar gang lítil, náðu mest um 10,5 sml. í logni og ganglaus með öllu og nær ósjálf-bjarga ef þau voru tóm og eitthvað veður var. Skipin voru því auðveltd skotmörk og var mikill fjöldi þeirra skotin niður af kafbátum á höfunum og flugvélum þegar nær dró ströndum.
Skipin vörðu sig illa í vondum veðrum vegna þess hvað lág þau voru m.a. bakkalaus, þegar leið á styrjöldina komu svonefnd Victory skip einskonar endurbætt Lyberti skip þá komu líka Knok skipin fram á sjónarsviðið sem voru minni [8] og þóttu þessi skip mun betri kostir.
Breytingar á Manhattan.
Árla morguns þriðjudags 26. febrúar 1969 sigldi MANHATTAN þetta stærðsta kaupskip undir bandarískum fána upp Delaware fljót á leið í fyrirhugaðar breytingar hjá skipasmíðastöðinni Sun Shipbulding and Dray Dock Company en þar var að finna stæðtu flotkví í Bandaríkjunum og einhverja fullkomnustu skipasmíðastöð Bandaríkjamanna á þessum tíma.
Manhattan var komið í flotkvína 26. febrúar um kl. 19:00 og var þegar í stað tekið til við að tæma það allri brensluolíu og kjölfestu og undirbúa dælingu úr flotkvínni. Beðið var á meðan turbínur skipsins kólnuðu en síðan var byrjað að dæla úr dokkinni og lyfta þessu skipsbákni og á fimmtudag 28. febrúar 1969 var skipið á þurru.
Á þessum árum hafði mönnum en ekki hugkvæmst að hafa olíuflutningaskip með svonefndum tvöföldum birðing eins og síðar varð og nú er krafa á öllum nýjum olíuskipum.Að birðingur sé tvöfaldur merkir að í botni olíuskips og hliðum þess er komið fyrir geymum sem nýtast undir kjölfestu þegar skipið er tómt. En þegar skip er fullestað eru þessir geymar tómir og verði slíkt skip fyrir tjóni t.d. strand eða árekstur eru miklar líkur á að skemmdir verði að mestu á ytri birðing án þess að leki komi að farmgeymum.
Manhattan var að þeirra tíma venju ekki með tvöfaldan birðing þó fullkomið væri og þurfti því að styrkja það verulega, setja á það einskonar ísbelti og gera á því miklar breytingar vegna væntanlegrar siglingar um heimsskautið.Nú var komið að því að MANHATTAN sem allt var rafsoðið nyti þeirrar tækni sem bandarískur skipasmíðaiðnaður bjó yfir og í stað þess að framkvæma allar breytingarnar og ljúka þeim hjá Sun Shipbulding and Dray Dock Company var eftir komuna í flotkvína skipið skorið sundur í fjóra hluta og verkið unnið í þremur skipasmíðastöðvum. Fremsti 65 feta hlutinn var meðhöndlaður í Sun stöðinni þar sem smíðaður var uppúr honum 125 feta ísbrjóts framhluti.Hlutinn frá stefni að frátöldum 65 fetunum en að meðtöldum farngeymum nr. 1 var dregin til Newport News Shipbulding and Dray Dock Company þar sem hann var meðhöndl Miðskipshlutinn með yfirbyggingu og öllu tilheyrandi var dregin til Alabama Dray Dock and Shipsbulding Company þar sem sá hluti fékk sömu meðferðAfturhlutin með afturyfirbyggingu, vélarúmi, skrúfum og stýri var í flotdokkinni hjá Sun þar sem hann var meðhöndlaður með sama hætti og aðrir hlutar skipsins
Allur var bolur skipsins ísstyrktur með 11/2 " stálbelti með tilliti til hinnar erfiðu siglingar sem var framundan og var skipið eftir breytingar réttnefnt Ísbrjóts- olíuflutningaskip.[9] Við breytingun lengdist skipið um 65 fet það breikkaði um 16 fet og þyngdist um 9000 tn.
Verkið gekk vel á skipasmíðastöðvunum og um sumarið fóru hlutarnir að skila sér til baka til Sun Shipbulding and Dray Dock Company og samsetning skipshlutanna hófst. Breytingunum lauk svo í byrjun ágúst 1969 og vakti hinn skammi tími sem í þessar umfangsmikklu breytingarnar fór undrun og verðskuldaða aðdáun.
Skissa af breytingum sem gerðar voru á MANHATTAN
Skipið var eftir breytingarnar útbúið eins og Ísbrjótar þannig að hægt var með dælingum kjölfestuað velta því á skömmum tíma frá borði til borðs og eins að steypa því fram og aftur hvortveggja nauðsynlegt til að losa skip sem fast er í ís. Skipið fór úr skipasmíðastöðinni Sun Shipbulding and Dray Dock Company þann 24. ágúst 1969 sigldi svo frá Chester niður Delaware fljótið og ferðin til Prudhoe Bay Var hafin. Um borð voru 126 menn sem auk 43 manna áhafnar samanstóð af 83 manna liði vísindamanna, fulltrúum olíufélaga, stjórnarerindrekum Canada og Bandaríkjanna , fulltrúa af Canadíska þinginu og fjölmiðlafólki
Í undirbúningi fyrir ferðina hafði eitt mikilvægt atriði viljandi eða óviljandi ekki verið frágengið en það var að fá leyfi Canadastjórnar fyrir siglingunni sem að stórum hluta var yrði innan Canadískrar lögsögu. Vitað var að Canadamenn voru siglingunni andvígir enda alla tíð verið afar viðkvæmir fyrir heimskautasvæðunum sem þeir telja lögsögu sína. Þeir brugðust illa við þegar leggja átti upp og mátti litlu muna að af siglingunni yrði ekki.
Á síðustu stundu tókst þó fyrirtækjunum sem að þessu stóðu að fá til liðs við sig afl sem dugði og var siglingin heimiluð en þá hafði British Petroleum Corp bæst í hópinn og talið að það hafi ráðið úrslitum um að siglingaleyfið fést sem þó var skilyrt því að Canadískur Ísbrjótur yrði með í för til að undirstrika það að Canada hefði lögsögu og yfiráð yfir þessu hafsvæði. Í framhaldinu blönduðu Danir sér nokkuð í málið fyrir hönd Grænlendinga eins og það var orðað vegna hafsvæðisins á milli Canada og Grænlands.
Siglingaleiðin:
Margir leiðangrar til að sigla Norðvestur leiðina norðan við Alaska og Canada höfðu verið gerðir ýmist að austan eða vestan frá án árangurs eins og áður hefur komið fram.
Norð vesturleiðin var fyrst sigld svo vitað sé árin 1903 - 1906 þegar Roald Amundsen sigldi við sjötta mann á Gjøa 47 tonna seglkútter með hjálparvél austan frá og náði til Eagle í Alaska. Leiðin sem Gjøa sigldi var nánast útilokuð sem siglingaleið fyrir stór skip, bæði var hún of grunn og tók of langan tíma að menn töldu, en nokkuð óljóst er um þann tíma sem sjálf sigling Gjøa tók því leiðangurmenn héldu kyrru fyrir mánuðum saman við ýmis rannsóknar og vísindastörf, svo sem rannsóknir á segulskautinu.
Á árum seinni heimstirjaldarinnar sendi Canadíska stjórnin lítið strand-gæsluskip St. Roch [10] undir stjórn Henry Larsen leiðina vestanfrá og var tilgangur þess leiðangurs fyrst og fremst sá að undirstrika fyrir umheimnum yfirráð og lögsögu Canada á þessu hafsvæði. Þá höfðu ísbrjótar eitthvað siglt hluta leiðarinnar og fyrsta sigling stærri skipa en þessara fyrnefndu var farin frá Tule í júlí árið 1957 þegar Bandaríkjamenn létu 2030 tn [11] ísstyrkt eftirlitsskip W 38 " STORIS " ásamt tveimur 1015 tn þjónustu-skipum (Seagoing Buoy Tenders ship ) "BRAMBJE" og "SPAR" sigla leiðina frá vestur strönd Grænlands (Thule) til vesturstrandar Bandaríkjanna.
STORIS sem var smíðað sem léttbyggður Ísbrjótur var tekið í notkun árið 1942 með heimahöfn í Boston en flutt til Curtis Bay, í Maryland þaðan sem skipið þjónaði í heimstyrjöldinni á norður Atlantshafi mest við austurströnd Grænlands. Árið 1948 var heimahöfn skipsins flutt til Juneau í Alaska og eftir ferðina 1957 til eyjarinnar Kodiak í Alaska. Skipið var gert út til eftirlitsstarfa á Beringshafi, þjónustu við uppbyggingu á Loranstöðvum á strönd Alaska, til sjómælinga og kortagerðar. STORIS var fyrst skipa í flota Bandaríkjanna til að sigla umhverfis norður Amiríku en þeim hring lauk með siglingunni 1957 sem hér um ræðir. [12] Tilgangur ferðarinnar var sagður að finna leið fyrir djúprist skip þarna í gegn og kortleggja leiðina að einhverju leiti, en jafnframt að komast hjá hinni löngu siglingu suður fyrir norður Amiríku gegnum Panamaskurð til að koma skipunum í heimahöfn í Alaska. Eitthvað er óljóst með samþykkji Canadastjórnar fyrir þessari siglingu og varð af nokkurt hark milli ríkjanna sem tók langan tíma að leysa að diplomata hætti.
Aðrar siglingar höfðu ekki verið um þetta hafsvæði svo vitað sé þó auðvitað sé ekki hægt að fullyrða um það að á stríðsárunum hafi eittthvað verið snöflað þarna um af einhverrjum stríðsaðilanum án þess að ástæða væri talin til að gera það kunnugt.
Nú
var þeirra tíðinda að vænta að kaupskip og það ekki af minni gerð
sigldi þarna um í fyrsta sinn. Eins og áður kemur fram lagði MANHATTAN
af stað í siglinguna 24 ágúst 1969 Skipið hafði stutta viðkomu í
Halifax fyrir kurteisissakir þaðan sem skipið fékk fylgd ísbrjótsins
John A Macdonald sem þá var öflugasti ísbrjótur í flota Canada. Skipin
héldu sem leið liggur norður með strönd Labrador og eftir stutta viðkomu
í flotahöfninni Thule á Grænlandi til að friða danina var haldið norðan
við Baffin Island þaðan sem haldið var í Lancastersund.
Heldur var nú ólíkur viðgjörningurinn á skipum frumherjanna sem leituðu norðvestur leiðarinnar þar sem menn börðust á seglskipum við óblíð náttúruöfl skyrbjúg vegna einhæfs fæðis og fleiri hremmingar.
Þó
svo að náttúröflin væru hin sömu og margskonar hættur yfirvofandi þá
var um borð í MANHATTAN allur aðbúnaður og viðgjörningur
leiðangurs-manna með því besta sem þekktist á þeim tíma. Þrjár ríkulegar
máltíðir bornar á borð hvern dag, ávextir og grænmeti eins og hver
vildi og um borð var bókasafn og kvikmyndir sýndar til afþreyingar.
Skipið hélt 5. september vestur Lancaster sund og þurfti að brjóta sér leið gegnum lagnaðarís og ísfláka sem sumstaðar um 14 feta / 4,2 m að þykkt. Ferðin gekk þó ekki verr en gert var ráð fyrir og með aðstoð ísbrjótsins John A Macdonald seiglaðist þetta áfram eins og áætlað var þar til komið var um 50 sjóm. Inn í Maclure sund en þá var ísinn orðim mjög þykkur allt að 60 fet / 18,2 m og dýpið sumstaðar aðeins 100 fet / 30,5m. Það þótti of áhættu-samt að halda áfram þessa leið og 10. september ákvað Arthur W. Smith skipstjóri að snúa við, halda sunnar og reyna siglingu í gegnum Prince of Wales sund milli Banks og Victoria eyja og í Amundsen sund þar sem ferðin gekk mun betur og vestur úr Amundsen sundi var komið 14. september. Þaðan var haldið sem leið liggur án mikilla tafa vegna ís til hafnarinnar í Prudhoe Bay þar sem komið var 19. september. Siglingaleiðin nær íslaus síðustu 500 sjómílurnar. Ekki var talið ráðlegt að lesta í skipið neinn olíufarm til að taka með til baka enda hafði stjórn Canada algjörlega bannað það. Til að hægt væri þó að tala um fyrstu olíuflutningana þessa leið var tekin ein tunna af jarðolíu og frá henni gengið rammlega í þilfars geymslu skipsins áður en haldið var til baka. Manhattan sigldi frá Prudhoe Bay 21. september 1969, í Viscount Melville sundi var skipið í mánaðar tíma við prófanir og athuganir við margskonar aðstæður, prófanir á vélum og útreikningar á því hvað mikið afl þyrfti til að skipa af þessari gerð kæmist leiðina án aðstoðar ísbrjóta. Ferðin gekk ágætlega þó tafir væru vegna íssins og útúr Lancastersundi fór skipið 30. október 1969 og kom til Halifax 8. nóvember 1969 þaðan sem haldið var til New York og komið þangað 12. nóvember 1969. Eftir ferðina var skipið tekið í þurkví til skoðunar og komu í ljós nokkrar skemmdir eftir barninginn við ísinn skemmdirnar voru þó ekki meiri en svo að þær einar og sér gáfu ekki tilefni til að afskrifa siglingaleiðina til olíuflutninga.
Næsta sumar 1970 var en lagt upp í ferð á Manhattan og átti að sigla sömuleið en nú með olíu til baka. Canadamenn brugðust heldur önuglega við og upphófst margra ára pólitiskt þref vegna málsins því olíuflutninga vildu Canadamenn alls ekki um þetta svæði.
Af ferð Manhattans er það hinsvegar að segja að eftir mikla erfiðleika á Baffins Bay var hætt við 22 maí1970. Eftir þessar ferðir höfðu menn fengið þá niðurstöðu að til þess að mögulegt væri að halda uppi olíuflutningum þessa leið þyrfti til þess 20 olíuskip af stærð Manhattans eða stærri sérstyrkt til siglinga ís og kostnaður við smíði hvers skips yrði umtalsvert hærri en venjulegra olíuskipa eða 60 - 70 miljón dollara per skip. Þrátt fyrir þennan gífurlega kostnað var talið að hann yrði aðeins hluti af kostnaði og rekstri olíuleiðslunnar frá Prudhoe Bay til Valdez sem talið var að yrði 2 bilion dollara. Eftir síðari ferð Manhattans var haft eftir Canadískum prófessor í heimskautafræðum að norð vestur leið yrði aldrei fær né opin fyrir siglingar kaupskipa þó ísstyrkt væru, áhættan væri slík að sigligar væru ekki verjandi.
Manhattan var eftir þetta í siglingum með jarðolíu mest við Bandaríkin og m.a. frá Valdez Skipinu var ekki breytt aftur í venjulegt tankskip og hélt sínu ísbrjóta lagi alla tíð. Endalok þess Skipsins urðu þau að það varð fyrir vélbilun við eyjuna Yosu við Suður Koreu og rak á land í fellibil 15.júlí 1987. Skipið náðist á flot aftur 27. júlí 1987 var dregið til Hong Kong þangað sem það hafði verið selt til niðurrifs.
FRAMHALD