15.10.2013 20:11

Ferðasaga I

Eins og ég skrifaði síðast voru Samskip h/f mér svo velviljaðir að bjóða mér í eina Evrópu hringferð, Með m/s Helgafelli.Hér kemur fyrsta útgáfa af ferðasögunni.Bættari þannig kemur þegar heim verður komið.Og hraðinn við að "hlaða" inn myndum verður meiri.  Hér verða birtar bara örfáar vegna þess arna.En af myndumm hef ég tekið töluvert.


Mikill fagnaðarfundur varð þegar ég hitti fyrir minn gamla góða vin Magnús Helgason yfirvélstjóra skipsins þessa ferð.Eina manninn sem ég þekkti í áhöfn skipsins í byrjun ferðar.Lagt var af stað frá Vestmannaeyjum föstudaginn 11 okt.2013.um kl 1750

Hér leggur kappinn af stað


                                                                                                                 © Torfi Haraldsson


Þar  kynnist maður strax svolítð fyrst hæfileikum skipstjórans Valdimars Olgeirssonar við stjórn skipsins.Hávaðalaus samskifti við Valmund hafnsögumann og skipshöfn voru aðdánuarverð Veðrið yfir hafið var frábært,rjómablíða alla leiðina.Kvíði um sjóveiki hvarf sem dökk fyrir sólu

Það var með dálítið blendnum tilfinningum sem Eyjar og litla snotra húsið við höfn friðar voru kvödd



Hinn mæti skipstjóri Valdimar Olgeirsson



Og ekki verður hægt að skrifa neitt um þessa ferð öðruvísi en minnast á hinn frábæra bryta Val Hauksson.(og þetta var fyrst skrifað áður en ég tengdist netinu hann skilur  sjálfur ef hann les þetta afhverju ég minnist á þetta). Strax fyrsta daginn varð ég skíthræddur um að ummálið ( þá á ég við mittismál mitt) sem í upphafi ferðar var kannske viðráðanlegt til seinni tíma litið yrði í lok ferðar komið í flokkinn algerlega óviðráðanlegt.

Hinn frábæri bryti Valur Hauksson




En tröppurnar 78 upp í tveggja herbergis "svítuna"sem ég hef til umráða eru kannske mín megin hvað þetta varðar.En fæðið um borð í m/s Helgafelli er í þungaviktarflokki (og það í orðsins fyllstu merkingu) hvað gæði snertir.Eftir rúma tvo sólarhringa var komið til fyrstu viðkomuhafnar sem var Immingham.Þangað var komið þ14 kl 1215 Í gegn um árin hef ég nú oft séð til manna stjórna skipum sínum í höfnum verið í brúnni,Við stýrið, framm´á, aftur´á, En ég verð að viðurkenna að fumlausari athafnir við slíkt hef ég aldrei séð áður. Að snúa þessu tæplega 138 m löngu og tæplega 27 m breiða skipi aðeins ð bógskrúfu inn í svona hálfgerðri boru eins og höfnin í Immingham. Það er enginn barnaleikur."Slússin"er um 2 metrum breiðari en skipið.Og það er ekki komið í beina stefnu inn í hana.Frá Immingham var farið kl 1910 En meiri spegúlasjónir um þetta allt bíður endanlegri útgáfu af ferðasögunni.

"Slússan" í Immingham


í Vestmannaeyjum hafði skipið lestað 13 gáma af fiski bæði ferskum og frostnum til Immingham. Það stoppaði 7 tíma í Immingham  og svo var ferðin haldið áfram til Rotterdam









Þangað var komið 15 okt kl1120  Þar voru losaðir 11 gámar af frosnum fiski og 2 af ferskum fré Vestmannaeyjum

Hér er Helgafell að sigla inn til Rotterdam þ 15 okt 2013. Fékk þessa mynd  29-10-2013



                                                                                                                         © Arjan Elmendorp

Og það sem vekur mesta athygli manns eru umsvif Samskip í Rotterdam. Tugir gáma og tvo skip fyrir utan Helgafell merktir þeim.Ég gleymdi að skrifa nöfn skipanna hjá mér en það gæti verið þessi sem ég sýni hér undir. En ég held að Samskip séu með um 15 skip siglandi í Evrópu undir sínum merkjum.Hér má sjá nánar um það

SAMSKIP INNOVATOR



                                                                                                                    © Will Wejster
Samskip Endeavour


                                                                                                                    © Will Wejster
Á kunnulegum slóðum  í Rotterdam



"Myndarlegi lóðsinn"!!! til h segir Valda til




Frá Rotterdam var farið þ 16 okt kl 1000 En vil að það komi fram að öll áhöfnin lagði sig í lima til að mér líði sem best  um borð og að ferðin yrði mér sem ánægjulegust.Þessi mín síðasta sjóferð Allavega yfir Atlantshafið.Og fyrir það er ég þeim yfirmáta þakklátur
 
Þúsund þjalasmiðurinn Unnar Sæmundsson bátsmaður



Hann bjargaði málum oftar en ekki fyrir mig í sambandi við "teknikina"

Og þá þessi já sem allir aðrir í áhöfninni eins og ég hef sagt

Ólafur Heiðarsson aðstoðarvélstjór



Hann tók t.d vélarrúmsmyndirnar fyrir mig. Ég kem til að tutla einhverju svona inn næstu daga og síðan að birta þetta allt í samhengi

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere