18.10.2013 22:46

Ferðasaga II

Þegar ég skildi við ykkur vorum við í Rotterdam. Þaðan lá svo leiðin til Cuxhaven Þangað var komið 17 okt 0320 Og þar var farið í virkilega  veslunarleiðangur í "Supermarkað"að nafni Real. Fyrir ca 50 árum hefði nú minn tilgangur með svona ferð verið allt annar. Og hver hefði trúðað því þá að aðaltilgangur landferðar yrði sá sem hann var nú. Ekki nánar út í þá sálma. En samferðamenn mínir nú voru þér Magnús Helgason yfirvélstjóri Valur Hauksson bryti Ólafur Hreiðarsson aðstoðarvélstj.og Arnþór Magnússon háseti



Stund milli stríða. Frá vinstri Valur , Ólafur, Magnús Arnþór er sennilega á bak við manninn í gráa gallanum að ná í kaffi fyrir mig. Vinir mínir geta reiknað út hvar ég sat.



Hér stilltu "innkaupa"mennirnir sér upp til ljósmyndatöku Auðvita með Samskipsgám sem bakgrunn




Í Cuxhaven voru losaðir 2 gámar af frostnum fiski frá Eyjum Þaðan var svo farið í Kílarskurðinn Í hann var komið kl 1300.

Hér er "slússin" í Brunsbüttel yfirgefin
 



"Smörrebröd" fyrir hafnsögumennina í Kílarskurðinum



Mér fannst "umferðin" í Kílarskurðinum frekar lítil þennan dag



Skift var um hafnsögumann kl 1730 og út úr skurðinum var komið 2200.
Til Århus sem var næsti viðkomustaður.var komið kl 0845 þ18 okt.

Frá höfninni í Århus





Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Mærsk er mikilsráðandi í Århus







Frá Århus var farið kl 1730. Á leiðinni til Varberg gat maður horft á Útsvarið í RUV




Þangað var komið þ 19 okt. kl 0025.Þar var losaður 1gámur af frosnum fiski frá Eyjum

Frá höfninni í Valberg







Ekki "fataðist" Valda við að snúa skipinu inn í höfninni og koma því út













Þaðan var svo farið sama dag kl 1455 áleiðis til Kollafjarðar
frh
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere