30.11.2013 16:36
ULV I OG II
Útgerðin átti tvö skip með nafninu ULV Það eldra fórst út af Norðurlandi 1931. En skipið fór frá Siglufirði 20 jan 1931 áleiðis til Súgandafjarðar En kom aldrei þar fram.Vegna þess hvar brak úr skipinu rak á land var talið að það hafi farist á Þaralátursskerjum.Áhöfnin taldi 17 menn auk konu skipstjórans. Skipstjóri á ULV var tengdasonur Kvilhaug J. O. Lange, 36 ára gamall og kona hans 28 ára var einnig um borð.Með skipinu fórust einnig þrír farþegar og einn eftirlitsmaður frá Kveldúlfi h/f En skipið var að lesta saltfiski fyrir félagið til Spánar Sá hét Ólafur Guðmundsson skipstjóri. Farþegarnir þrír voru: Frá Akureyri var einn farþegi, Aage Larsen, 21 árs að aldri.Frá Siglufirði voru tveir farþegar: Hreggviður Þorsteinsson kaupm. 50 ára gamall og Jón Kristjánsson sjómaður 27 ára gamall.Allst fórst því 22 manns með skipinu 1936 kaupir Kvilhaug skip sem hann skírir ULV Það skip sekkur 1944 eins og seinna verður komið inn á .
Ulv I
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Nylands Verksted í Oslo Noregi 1902 sem:ULV Fáninn var: norskur Það mældist: 1.472.0 ts, 2.175.0 dwt. Loa: 70.60. m, brd 10.70. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána. En það fórst í Jan 1931 sem fyrr sagði
En víkjum að Hannesi Tómassyni. Vitað er um velvilja Kvlhaug feðga gagnvart honum. Rolf skipstjóri á BISP hvatti hann t.d. að fara í Stýrimannaskólann með loforði um stýrimannsstarf að honum loknum. Hannes lýkur honum 1942 En
sjá má viðtal við Hannes í HEB 5 tbl mai 2000 Sverrir talar um að pabbi sinn hafi talað um "úffa" Ég er að gera að því skóna að Hannes hafi siglt eitthvað á ULV II Og kannske kallað hann "Úffa" Þó hann nefni það ekki í "Stýrimannatalinu" En þetta eru bara mínar vangaveltur,engar staðreyndir
ULV II (hjá Kvilhaug)
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Larvik Slip í Larvik Noregi 1921 sem: TRUDVANG Fáninn var norskur Það mældist: 948.0 ts, 1.300.0 dwt. Loa: 62.80. m, brd 9.70. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1936 ULV - 1949 GEROLD - 1955 SANDSFOSS - 1956 ALSTENFJELL - 1958 MINNA SCHUPP sem það bar síðast undir þýskum fána Þ 4.okt 1944 sökk skipið á ytrihöfn Ålesunds eftir árekstur við þýskt tankskip. Því var bjargað á flot í mars 1948 og ert upp . Það var svo rifið í Bremenhaven 1966
Hér sem GEROLD
© Rick Cox
Hér sem SANDSFOSS
© Rick Cox
Hér sem ALSTENFJELL
© Rick Cox
Hér sem MINNA SCHUPP
© Rick Cox