15.12.2013 23:29

STERLING

Es Sterling kemur mikið við íslenska siglingasögu í upphafi hennar Og þess heldur tveir menn sem stjórnuðu skipinu. Skipstjóri skipsins um tima var Emil Nielsen sem átti eftir að settja djúp spor sín á fg sögu, Einusinni var Sterling með vöru sem losa átti inn í Hvalfirði Einhverra hluta vegna vegna taldi Nielsen hagkvæmara að fá leigða skútu til að koma vörunni á áfangastað. Það gekk efttir. Stýrimaður á skútunni hét Einar Stefánsson ungur maður af Vatnleysuströnd nýkominn með próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík (1905 ).

MJÖLNIR Einar Stefánsson var 1 stýrimaður á því skipi Þegar hann fór á GULLFOSS I sem II stm 1915
                                                                                     © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Ekki löngu síðar mun það fyrst hafa komið til tals milli Sveins Björnssonar(seinna forseta Íslands ) og Emil Nielsen, að stofnað yrði íslenskt gufuskipafélag. "Þá vantar okkur menn," segir Sveinn Björnsson. "Það er hægt að ala þá upp á fáum árum," svarar Nielsen Kannske minnugur unga íslenska stýrimannsins á skútunni. Nokkru síðar kemur Nielsen að máli við Elnar og spyr hann hvort hann mundi vilja halda áfram að læra, fara á skóla í Danmörku og í erlendar siglingar. Þegar Einar hafði tryggt fjárhagshlið framhaldsnámsins, lét Nielsen hann fá fría ferð með sér á Sterling til Kaupmannahafnar.

Einar sótti STERLING eða THEMIS eins og skipið hét hjá svíum til Svíþjóðar En skipið hlaut sitt fyrra nafn aftur

THEMIS


                                                                                                 © söhistoriska museum se


Stundaði Einar síðan nám á sjómannaskóla í Marstal, fór síðan í siglingar á vöruflutningaskipum. Var Einar orðinn 1.stýrimaður á Mjölni, er hann réðist sem 2. stýrimaður á Gullfoss, þegar það skip hóf siglingar hér við land. Þegar ríkisstjórnin keypti Sterling 1917 varð Einar skipstjóri á skipinu, en hann hafði þá um sinn verið 1.stýrimaður á Lagarfossi. Var Einar sendur út til að taka á móti skipinu, sem þá um nokkur ár hafði verið i eigu Svia sem notuðu það til vöruflutninga.Með Sterling er Einar svo þar til hann tekur Goðafoss II nýjan 1921

STERLING


                                                                                                     Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Skipið var smíðað hjá Morton, S&H í Leith Skotlandi 1890  sem STERLING Fáninn var:norskur  Það mældist:1040.0 ts, 1047.0 dwt Loa:n 64.00. m, brd 9.20. m 1915 var skipið selt til Svíþjóðar og fékk nafnið THEMIS - 1917 keypti Landsjóður það og fékk það nafnið STERLING Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána.En það strandaði við Brimnes í Seyðisfirði 1 maí 1922 og bar þar beinin

STERLING



                                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Svona er sagt frá strandinu í þess tíma blöðum:

"Árla um morguninn hafði skipið lagt upp frá Mjóafirði, eftir að hafa sett Svein alþingismann í Firði þar í land; var þá þokulaust og veður hið bezta. Er komið var út með firðinum, fór skipstjórinn, Þórólfur Beck, niður undir þiljur, eftir að hafa fengið 1. stýrimanni stjórnina í hendur. Var þá enn þokulaust. Liðu svo tveir tímar að ekkert bar til tíðinda, en kl. rúmlega 7 er skipstjóra tilkynnt, að skollin sé niðaþoka. Fer skipstjóri þá á augabragði upp á stjórnbrú. Skipið er þá komið inn fyrir Dalatanga og sést grilla í Brimnessvitann. Aðgætir skipstjóri stefnu þá, sem stýrimaður hefir látið skipið taka og finnur hana rétta vera, en til þess að gera fyrir straum, setur skipstjóri hana 1/4 striki sunnar


STERLING á ytrihöfn Reykjavíkur


                                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk
.


Ferðin á skipinu er minkuð og bæði skipstjóri og 1, stýrimaður eru eftir það á stjórnpalli, en 2. stýrimaður við hraðamælirinn. Straumur mjög mikill. Alt í einu sést land fram undan. Er þá gerð tilraun til að snúa skipinu til suðurs, en í því rennur það upp á blindsker og situr fast.Straumurinn hafði borið skipið um 1/2 striki norður af réttri leið.Það var strax augljóst, að um algert strand var að ræða og því þegar send hjálparbeiðni til Seyðisfjarðar. Brá varðskipið »Fylla«,sem þar lá, þegar við og fór til strandstaðarins, en sökum þokunnar var hún lengi á leiðinni, og var búið að setja niður skipsbátana, þegar hún kom. Tók hún þá strax farþega og póst; voru farþegarnir 10 talsins" Skipinu var sem fyrr sagði ekki bjargað

STERLING

                                                                                          Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32
clockhere