17.12.2013 22:25

Fyrir ca 60 árum

Oft í skamdeginu tekur Nostalgía mann heljartaki. Og nú langar mig að þið komið mér út á Ægisgarð fyrir 60 árum.Fylgdarmaðurinn er sem sagt hinn þá 15 ára hjálparkokkur á Eldborginni.

Hjálparkokkurinn við líkan af ELDBORGINNI 60 árum og rúmum 60 kg seinna


                                                                                            © Brynjar Ragnarsson

Við Ægisgarð lágu oft skip með mikla sögu bak við sig. Árið er 1953 og það er einhver mánudagur eða fimmtudagur því þá fer Eldborgin  bara tvær Akranesferðir kl 0800 og 1700. Við verðum að vera snögg því þennan dag á hjálparkokkurinn að sjá um 3 kaffið og hann slóraði við uppvaskið eftir hádegismatinn.Við austanverðan Ægisgarð liggur eitt af frægustu skipum Íslenska flotans fyrr og síðar.Verksmiðjuskipið Hæringur.

HÆRINGUR OG FANNEY


                                                                                                          Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Hann hafði verið byggður í Union DD skipasmíðastöðinni í Buffalo og hljóp af stokkunum 24-04-1901 undir nafninu"Mauch Chunk"fyrir Lehigh Valley Tptn Co, Buffalo og ætlað til hrájárnflutninga.Skipið var 116,3 metra langt og 15,4 m breitt með 1800 ha 3ja þjöppu gufuvél.Skipið hafði gengið kaupum og sölum og undir ýmsum nöfnum: 1921 W.J.CONNERS  1947 MALACCA STRAITS - 1948 W.J.CONNERS - 1948 er það svo selt Hæringi h/f í Reykjavík sem breytir því í fljótandi Síldarverksmiðju.Skipið kom til landsins 1948 en lá bundin við Ægisgarð þar til hann var seldur til Álasunds með 2 undantekningum.1950 sigldi skipið austur á land og lagðist við akker á Gunnólfsvík þar sem það tók á móti 4-5 þús mál.1 mál samsvaraði ca 135 kg.

HÆRINGUR var kannske frægastur fyrir að slitna frá bryggju og loka Reykjavíkurhöfn um tíma 5 jan 1954



Eftir mikla þrautsegju og dugnað hafnsögumanna og starfsmanna hafnarinnar tókst að koma skipinu aftur að bryggju.Í ljóði sem ort var um atburðinn segir m.a:"En Hæringur karlinn var kátur / að komast nú loksins úr höfn ,/ og fádæmasvipmikil siglingin var / um sæfexta freyðandi dröfn. / Það var næstum eins og hér áður, / þegar útgerðin dafnaði best / þá var sími í stafni og skrifstofa í skut / en skuldunum safnað í lest / Engan grunaði þá hvað í loftinu lá / yfir ládauðum stjórnmálasæ / Þá var skipulagt allt,þá var skemmtilegt allt, / þá var skipstjórinn indælis gæ"  Skipið bræddi síld í Álasundi í nokkur ár en var svo rifinn í Sandnessjöen 1957.

YOG 32


                                                                                                          Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Utan á Hæringi láu oft hin ýmsu skip.Fastagestur utaná honum var YOG 32 sem var Ameríkst olíuskip af svokallaðri YOG-5 Class Gasoline Barge (Self-propelled):gerð byggt 1944, í RTC Shipbuilding Corp., Camden, N.J.Skipið var 53 m langt og 10 m breitt með 1700 ha diselvél.Þetta skip sem setti ásamt Hæring svip sinn á höfnina var notað af ameríska hernum til olíuflutninga úr Hvalfirði til Keflavíkur.En lá lengst af utan á Hæringi.Sjóliðarnir eignuðust kærustur í Reykjavík eins og gengur og komu þær stundum í heimsókn.Einu sinni lágum við í klössun á Eldborginni utaná YOG 32 sem aftur var 3 skip frá Hæring.Svo einn daginn fór annað skipið sem lá utan á Hæring og komu þá allar"kærusturnar"um borð til okkar.Þær voru lítt að sér í skipategundum og töldu bara skipin.En þær voru fljótar að átta sig á að um borð um Eldborg var lítið um Coke,nælonsokka eða tyggjó. Manni er stundum hugsað til þessara stúlkna í núinu. Þær eins og ég og fl höfðu gaman að skemmta sér. En eru í dag kannske ornar ráðsettar frúr til margra ára langömmur m.m kannske En aftur að hafnar rápinu Skipið hvarf af landi brott og skiftir um flokk verður YO 48(Fluel Oil Barge)Ensíðar er það dregið til Nofolk og verður það YWN (non-self-propelled) Water Barge.1975 var skipið svo rifið.


FANNEY


                                                                                                          Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Eitt af mörgum skipum sem lágu oft við Ægisgarð var Fanney skip Fiskimálanefndar og Síldarverksmiðja ríkisins.Þetta skip var smíðað í Tacoma(ekki langt frá Seattle) á vesturströnd USA Smíði skipsins tók 58 daga. Það var 158 ts að stærð og því var siglt til Íslands og var fyrsta íslenska skipið sem var siglt gegn um Panamaskurðin.Sjóleiðin var 9095 sml. Endalok þess skips urðu þau að það sökk undan Horni eftir að hafa siglt á ísjaka 2 maí 1968. Vestanverðu við Ægisgarð lá í mörg ár bátur að nafni Bragi.Skipið var byggt í USA 1944.Eftir langa legu hallandi undir flatt við Ægisgarð gekk það kaupum og sölum í mörg ár.Endalokin urðu þau að það var rifið á Neskaupstað1971.

BRAGI


                                                                                                Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Utan á Braga lá í mörg ár b/v Íslendingur.skip með sögu bak við sig .Skipið var byggt í Englandi 1893.Var 146 ts með 2ja þjöppu gufuvél.Það kemst í eigi Íslendinga 1908.9 des 1926 sökk það af ókunnum orsökum þar sem það lá á legu sinni á Eiðsvíkinni..Skipinu var bjargar af sjávarbotni 1941 og það endurbyggt og sett í það 500 ha Fairbanks diselvél.Það gekk svo kaupum og sölum þar til 1961 að það var tekið af skrá.

Gömul mynd af ÍSLENDING  Skipið var mikið breytt þarna 1953


                                                                                                Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Fleiri skip höfðu mismunandi viðlegu við Ægisgarð en við höfum ekki tíma til að skoða fleiri.3 kaffið er á næsta leiti og svo er það Akranesferð kl 1700.En á eitt skip sem ég tel eiginlega öruggt að legið hafi við Ægisgarð einhverntíma.Þó ekki þarna 1953 ástæðan var sú að það fórst 13 jan 1952 við Orkneyjar og með því 8 menn.Skipið mun hafa verið smíðað fyrir Dr Charcot, Jean-Baptiste Hvort þarna var komið hið fræga skip Dr Charcot, Jean-Baptiste" FRANÇAIS"veit ég ekki fyrir víst en tel töluverðar líkur á að svo sé.Eftir því sem ég kemst næst voru bara 2 skip smíðuð fyrir doktorinn FRANÇAIS og Pourquoi pas? Eftir bók Jóns Björnssonar var Eyfirðingur smíðaður í Frakklandi fyrir Dr Charcot En ef svo var þá átti þetta skip mikla sögu áður en það komst í eigu Íslendinga.Það var smíðaða úr eik 1908 af virtum skipasmið:" Pere Gautier" í St.Malo.Fyrir Dr Charcot,

FRANÇAIS seinna EYFIRÐINGUR



                                                                                                          © Photoship

Hinn þekkta vísindamann sem fórst með þá verandi skipi sínu Pourquoi pas? En aðalástæðan fyrir að ég hef skipið með í þessum hugleiðingum er að það hafði fyrir nokkrum árum áður  komið nokkrum sinnum í Borgarnes til að lesta hey til óþurrkasvæða N og A-lands.Þá hafði myndast smá kunningsskapur milli mín og kokksins sem hét Vernharður Eggertson.Vernharður sem var 43 ára er hann fórst var skáld og skrifaði undir nafninu"Dagur Austan" Hann var mikill ævintýramaður Tók t.d þátt í Borgarastríðinu á Spáni Og í hitteðfyrra (að mig minnir) kom út bók um ævintýri hans En nú þarf hjálparkokkurinn af Eldborginni að fara að drífa sig um borð og hella upp á könnuna.2 skeiðar af kaffi og brot af kaffibæti Og smá sletta af sósulit að skipan kokksins

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32
clockhere