23.12.2013 16:28
"Gullið"
Mogginn sparaði ekki svertuna í fyrirsögn á frásögn Ívars Guðmundssonar um reynsluför skipsins Þ 3 maí 1950

Þarna hafa menn skilið að þjóðir geta verið dæmdar eftir útliti skipa sem bera fána þess.m.a.í vinsælum "sightseeing" ferðum í erlendum hafnarborgum. Þegar GULLFOSS var afhent Eimskipafélagi Íslands 27 apríl 1950 tók Dithmer forstj. Burmeister & Wain til mál og þakkaði E.Í. fyrir það traust, sem það hefði sýnt Burmeister & Wain með því að trúa félaginu fyrir að byggja fjögur skip á þeim 5 árum, sem liðin væru eftir styrjaldarlok. Forstjórinn gat þess, að nokkru fyrir stríð hefði verið verið byrjað að ræða um byggingu farþegaskips fyrir Eimskipafélagið, en nokkuð hefðu áætlanir verið lausar í böndunum til að byrja með og í gamni hefði þetta skip, sem þá var aðeins til í hugum nokkra manna, eða á pappír, verið nefnt "Fantasifoss". Strax eftir stríðslok hefði svo verið tekið til þar sem fyrr var frá horfið og áætlanir gerðar um Gullfoss, sem nú væri fullbúinn. Óskaði Dithmer skipinu, eigendum þess og áhöfn blessunar í framtíðinni og kvaðst vonast til að frá skipasmíðarstöðvarinnar hálfu hefði verið vel unnið.
Teikning af FANTASÍFOSS
Smíði þess tók sextán mánuði og kostaði fjögur mannslíf. Danskur "meglari" sem ólst upp rétt hjá Asiatiskplads þar sem Gullfoss lá hér fyrr að árum sagði mér að þeir dönsku hefðu öfundað íslendinga af þessu skipi. Komur þess og brottfari hefðu verið svo tilkomumiklar og mannmargar. Sérstaklega brottfarið því þá hafi hljómað frægt kveðjulag úr hátölurum skipsins. Skipið þjónaði íslendingum í tuttugu og þrjú ár Eða frá 1950 til 1973
Hér í smíðum
© söhistoriska museum.se
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1950 sem GULLFOSS Fáninn var íslenskur Það mældist: 3858.0 ts, 1850.0 dwt. Loa: 108.20. m, brd: 14.50. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum en Eimskipafélagið seldi skipið 173 til Beirut og fékk það nafnið MECCA og fékk fána Saudi Arabíu En 18- 12- 1976 kom upp eldur í því þegar það var að sigla í Rauðahafinu. Skipið lagðist á hliðina og sökk Mannbjörg varð
Hinn farsæli skipstj. Pétur Björnsson færði skipið nýtt heim í maí 1950 og stjórnaði því þar til 19 nóv 1951 að hann lét af því vegna aldurs
GULLFOSS
Eldur kom mikið við sögu þessa skips. Þrívegis kviknaði í því á byggingartímanumn Alvarlegasti bruninn var í des 1949.En fjórir menn fórust þá þegar eldur kviknaði í tjöru í lestinni þegar verið var að einangra hana Tveir menn fórust strax en fjórir náðust illa brenndir og létust tveir af þeim nokkru síðar 1963 kviknar enn í skipinu, nú .þegar það var í viðgerð í Kaupmannahöfn. Miklar skemmdir urðu en ekkert manntjón.Nú um síðasta brunan í því má sjá hér að ofan
GULLFOSS
Úr vélarrúmminu
Úr salarkynnum skipsins
"Gullfoss með glæstum brag" var stundum sungið
© söhistoriska museum.se
Hér eru nokkrir gullmolar úr safni Guðjóns V, Síðasta skipshöfnin á M/S Gullfossi. Myndin tekin í Kaupmannahöfn 1973
Þarna má þekkja marga kunna Eimskipafélagsmenn og konur Já og þekktar persónur úr þjóðlífi nútímans Fremsta
röð frá vinstri Ólafur Skúlason ritari. Friðþjófur Jóhannesson
loftskeytamaður. Helgi Ívarsson 3 stm Matthías Matthíasson 2 stm Þór
Elísson yfirstm Kristján Aðalsteinsson skipstj. Ásgeir Magnússon
yfirvélstj. Hreinn Eyjólfsson 1sti vélstj. Guðjón Vilinbergsson 2
vélstj. Gunnar Ingi Þórðarson 3ji vélstj.
Önnur röð frá vinstri Elí
Ingvarsson vélamessi. Martin Olsen aðstoðar vélstj. Örn Jónsson aðstoðar
vélstj. Otto Tryggvason aðstoðar vélstj, Gréta Magnúsdóttir
afgreiðslustúlka í búðinni. Jórun Kristinsdóttir afgreiðslukona í
búðinni Margrét Hjördís Hjörleifsdóttir þerna Margrét Sigurjónsdóttir
þerna Svava Gestdóttir þerna Rannveig Ásgeirsdóttir þerna. Elinbergur
Guðmundsson aðstoðarvélstj. Willy Kaj Cristensen birgðarvörður.Lilja
Kolbeins yfirþerna Alda Óskarsdóttir þerna Dóra Bjarnardóttir þerna
Aldís Ólafsdóttir þjónn Kristín Pétursdóttir þjónn Guttormur Hermann
Vigfússon Jakob Gunnarsson uppvaskari.Magnús Guðlaugsson dagm. í vél.
Þórólfur Tómasson ungþjónn
Aftasta röð óreglulega frá vinstri.
Hjálmar Karlsson háseti Ásbjörn Skúlason háseti. Ómar Norðdal
þilfarsdrengur Einar B Guðjónsson háseti Ágúst Erlendsson timburmaður
Þorsteinn Finnbogason dagm. í vél. Hilmar Snorrason háseti. Sveinbjörn
Kristjánsson uppvaskari, Þorsteinn Friðriksson bátsmaður Elías Gíslason
háseti Stefán K Jónsson vikadrengur Friðrik Friðriksson háseti Sigrún
Gunnarsdóttir uppvaskari Ægir Jónsson háseti. Áslaug K Jónsdóttir
uppvaskari Sævar Júníusson þjónn Sigvaldi Torfason þjónn yfirmanna
Þorfinnur Óli Tryggvason yfirþjónn Jón Þ Jónsson þjónn Magnús Þ
Einarsson þjónn Sigurður Jóhannsson þjónn Sveinbjörn Pétursson
matsveinn. Ingibergur Sigurðsson bakari Baldur Bjartmarsson matsvein
Tómas H Tómasson matsveinn Benedikt Skúlason ungþjónn Hjörtur
Hjartarson messi Sigurður Kristmundsson matsveinn Vignir Sveinsson
ungþjónn og Eggert Eggertsson yfirmatsveinn. Ef einhverjar skekkjur
eru í þessari upptalningu þá má sennilega rekja þær til gamals haus og
ófimra fingra síðuritara
Mynd úr safni Guðjóns V
GULLFOSS kom töluvert við sögu í Heimaeyjargosinu
Mynd úr safni Guðjóns V
Hér er Gullfoss í Hamborg 1973
© Guðjón V
© Guðjón V
Úr vélarúmminu B&V 12 strokka 4025 Hö
© Guðjón V
Hér undir nýju nafni Mecca og nýjum litum
© Guðjón V
Hér
er mynd af síðustu yfirmönnum í vél á skipinu í íslenskri eigu Myndin
tekinn í okt 1973 Frá vinstri: Guðjón Vilinbergsson, III vélstj. Hreinn
Eyjólfsson II vélst (látinn) Ásgeir Magnússon yfirvélst. (látinn)
Gunnar Ingi Þórarinsson IV vélstj. Ólafur Thoroddsen ravirki ( látinn)
Mynd úr safni Guðjóns V
Hér Mecca orðið hvítt og tilbúin í Pílagrímaflutninga
Mynd úr safni Guðjóns V