04.01.2014 08:59

Upphaf skipareksturs SÍS

Kristján Ólafsson forstöðumaður Skiparekstrardeild Samskipa hefur tekið saman ýmis gögn varðandi sögu skipareksturst Sambands Íslenskra Samvinnufélaga og seinna Samskip. Kristján sýndi mér þann velvilja að hleypa mér í þessi gögn. Mun ég sýna hér á næstunni búta úr þessum viðamiklu gögnum hans Ég byrja á byrjunninni og gef Kristjáni orðið:" Samband ísl. Samvinnufélaga (SÍS) sem var stofnað árið 1902 og var í eigu kaupfélagana í landinu, hafði með höndum mikin inn- og útflutningur. Á þessum árum voru oft á tíðum hin ýmsu kaupfélög með skip í förum, í sumum tilfellum voru þau með eignarhald á þessum skipum beint og óbeint gegnum erlend samvinnufélög. Til að mynda átti Sambandið vöruflutningaskip sem skráð var í Svíðþjóð og hét Bláfell á árunum kringum 1950 og var í vöruflutningum milli Íslands og Evrópu.

BLÁFELL þar voru erlendir skipstjórar En oft voru þar íslenskir stm og vélstj.


                                                                                                             © söhistoriska museum


Meðal vélstj á BLÁFELLI var Sigurjón Jónsson (1904-1976)



Og meðal stm á BLÁFELLI var Ásmundur Guðmundsson (1929-2012)




Árið 1946 ákvað Sambandið að hefja rekstur eigin skipa og keypti skip sem var í smíðum á Ítalíu og nefnt var Hvassafell. Og síðar eða árið 1949 lét Sambandið smíða annað skip fyrir sig í Svíðþjóð og sem nefnt var Arnarfell og 1951 var frystiskip einnig smíðað og nefnt Jökulfell.

HVASSAFELL Kom 1946


                                                                    
    © söhistoriska museum se

Þeir stjórnuðu HVASSAFELLI í fyrstu

Gísli Jónsson Eyland skipstjóri ( 1886-1972)

   

Ásgeir Árnason yfirvélstjóri (1904-1976)



ARNARFELL Kom nýtt 1949

                                                                           
© Hawkey01 Shipsnostalgia
Því stjórnuðu fyrst

Sverrir Þór skipstjóri (1914-1990)


                                    
Emil G Pétursson yfirvélstjóri (1904-1990)



JÖKULFELL Kom svo nýtt 1951


                                                                                                  © Peter William Robinson

Skipinu stjórnuðu fyrst :
Guðni Jónsson skipstjóri (1915-1979)



Óskar Valdimarsson yfirvélstóri (1912-2010)




Það var svo 1952 að Sambandið stofnaði sérstaka deild um rekstur skipa félagsins og var nefnd "Skipadeild Sambandsins". Frh
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32
clockhere