12.01.2014 14:52
Fyrsti des 1918
Litla skipið í forgrunni er Ingólfur fyrsta flutningaskipið sem sérstaklega var smíðað fyrir íslendinga 1908
Myndin er úr safni Torfa Haraldssonar
Aðgerðir danskra stjórnvalda kring um 1990 fólu m.a. í sér að þau komu á alþjóðlegri
skipaskrá fyrir kaupskip og gerðu aðrar þær ráðstafanir sem voru
nauðsynlegar í því sambandi. Samfara þessu ákváðu stjórnvöld í Danmörku
að styrkja atvinnugreinina með þeim skattpeningum og launatengdum
gjöldum sem danska ríkið hafði fengið af atvinnutekjum danskra farmanna
sem störfuðu á skipum í utanlandssiglingum. Síðan gerðu útgerðirnar og
stéttarfélögin kjarasamninga sem fólu í sér svokölluð ,,nettólaun`` sem
eru laun eins og þau voru í gamla kerfinu að frádregnum sköttum. Ég þekki þetta kerfi vel því ég starfaði undir því í 14 ár
Það fer að líða að því að enginn vill fara á þessi erlendu millilanda skip sem ennþá lafa hér við land gerð út af íslenskum aðilum allavega að hluta Nú sjá unglingar engin skip nema í fjarska.Enginn fær að koma lengur að þeim.Enda kannske engin áhugi fyrir að sjá útlenska"dalla"með mönnum um borð sem skilja ekki íslensku.Er nokkuð gert af skólum til að kynna þeim undirstöðu atvinnuvegi landsins Siglingar,fiskveiðar,landbúnað. Íslendingar kenndu því löngum um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli.
Svo voru uppgangstímar Falleg skip smíðuð fyrir íslendinga með íslenskum fána BRÚARFOSS II
© Tryggvi Sigurðsson
Allt lék í lyndi og fleiri falleg skip voru smíðuð GOÐAFOSS IV
©Handels- og Søfartsmuseets
Í náinni framtið verðum við að vera undir náð og miskun erlendra manna um mönnun þeirra skipa sem hingað sigla.Ég heyrði einusinni einn af forráðamönnum skipafélags halda þvi fram að sjómaður væri sjómaður hvar sem er í heiminum.Það er að vísu nokkuð rétt.En reynsla manna er ekki sama af Kyrrahafinu og Atlantshafinu.Menn hljóta sína reynslu af því hafsvæði sem þeir eru vanastir að sigla á.Mér kemur í hug er "harbourcaptain"frá Salemskipafélaginu sænska kom eina hringferð með okkur á m/s Hofsjökli.Þeir voru,hjá Salem að hugsa um að bjóða í flutninga á frosnum loðnuafurðum beint til Japan.Eftir ferðina hristi hann höfuðið og sagði eitthvað á þá leið að hann treysti ekki sínum skipstjórum að sigla hingað.Ef augu stjórnvalda fara ekki að opnast hvað farmennskuna varðar þá erum við í djúpum sk...
Ekki má gleyma Hafskip Hér er þeirra fyrsta skip LAXÁ I
Ráðamenn ættu að rifja upp ræður fv forustumanna þjóðarinnar þegar þeir minnast á sjálfstæði og siglingar. Gamli sáttmáli var undirritaður á árunum 1262-64 sem færði Íslendinga undir Noregskonung gegn því að honum yrði greiddur skattur sagðist hann skyldu tryggja reglulegar siglingar til landsins og frið.Margir ráðamenn hér á árum áður töldu við hafa fengið sjálfstæðið til baka þegar við náðum siglingunum í okkar hendur.Mér finnst íslendingar í dag þurfa að íhuga þessi mál gaumgæfilega.Við eigum enn sem betur fer dugandi farmenn sem görþekkja aðstæður við þetta land.Ég minnist þess á"Ríkisskips"árunum þá var nokkuð stór útlenskur dallur að lesta fiskimjöl á Austfjörðum.Á þessu skipi voru allavega hásetar frá suðurlöndum.
eða Skipadeild SÍS með sitt fyrsta HVASSAFELL
© Sigurgeir B Halldórsson
Þetta var um vetur og íslensk veðrátta í essinu sínu.Verkamenn úr landi þurftu að opna og loka lúgum ef veðurskilyrði kröfðust þess.Ég man að annað skip beið lestunnar út á einni höfninni en þessi harðneitaði að hreifa sig fyrr en það yrði almennilega bjart.Það getur orðið töf á slíku þegar dagur er sem styðstur á þessu landi.Ef mér misminnir ekki þá var slóð af brotnum bryggjum sem hann skildi eftir sig þessi.Ég lenti sjálfur í óhappi á suðlægum slóðum sem ekki hefði skeð ef ég hefði verið kunnugur hafsvæðinu.Það er eins og við íslendingar byrgum aldrei brunninn fyrr en barnið er dottið niður í ´ann.
Hérna er Brúarfoss IV sem slapp áður en íslenski fáninn var útlægur gerður úr skut skipa í sumpart eigu íslenskra aðila. Fáninn sem íslensku skipstjóranrir fjórir voru svo stoltir af að draga að húni á skipum sínum í erlendum höfnum þ 1 das 1918 En sem menn virðast skammast sín fyrir að hafa í skut skipa sinna
Við ættum að taka okkur tak Íslendingar og styðja
við bakið við alíslenskri farmennsku.Íslendinga verða að skila þýðingu hennar.Við verðum að sjá þokuna sem lögst er yfir
hvað þetta varðar.Við finnum oft fyrir því hér í Eyjum ef Herjólfur
stenst ekki áætlun sína hverra ástæðu það nú er.Eybúar eru fljótir að
finna fyrir ef siglingar hindrast af einhverjun ástæðum.Það virðist eins
og við heyrum aldrei í aðvörunnarbjöllum hvar hvenær þær glymja.Munið
eftir orðum ráðamenna hér um árið er danir og fl voru að skrifa um íslenskan
efnahag.Hvað kom svo í ljós.Og þið þetta lið inni á svokölluðu alþingi hristið af ykkur andsk..... slenið og látið til ykkar taka í þessum málum. Nú þið "kríuðuð" út fána í þingsalinn ykkar. Horfið vel á hann og sjáið hve hæfur hann er til bera sóma Íslandi úti í heimi á glæsilegum skipum "Kriið"hann líka út handa þeim
Kannske dæmigerð mynd af hvernig komið er fyrir islenskri farmanna stétt En hún er af einu af fallegri skipum íslenska kaupskipaflotans sáluga komnu á endastöð.SEA REEFER ex GOÐAFOSS IV á strandstað úti fyrir Peterhead
© shipsmate 17