13.01.2014 19:43
Upphaf skipareksturs SÍS 4
Þetta er úr tímaritinu "Samvinnan" 1954 En getur einhver skýrt
út fyrir mér hversvegna skip eru gefin nöfn með að "ausa" yfir þau kampavíni en ekki
blávatni eins og blessuð börnin. Ég er búin að gleyma ástæðunni. Og
eftir mína lífsreynslu veit ég að vín og allavega skipstjórn eiga
enganveginn saman. Þó kampavín teljist kannske ekki til hinna sterku
vína

Við skulum rýna í textan sem fylgdi myndunum í 6 tbl Samvinnunar 1954:
"Hinn 10. júní síðastliðinn var skipi númer 327 hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Oskarshafnar í Svíþjóð. Var það nýjasta og stærstaskip samvinnumanna, og guðmóðir þess, frú Rannveig Þór, gaf því nafnið Helgafell um leið og hún braut kampavínsflösku á stefni þess. Þegar skipið rann í sjó fram, hrópuðu allir viðstaddir, Vilhjálmur Þór forstjóri fyrir hönd SIS og með honum Rudolf Hellberg og Erik Öberg verkfræðingur, stjórnendur skipasmíðastöðvarinnar, verkamenn og gestir, húrra fyrir þessu nýja kaupfari og árnuðu því heilla. Helgafell er smíðað eftir nálega sömu teikningu og Arnarfell, en er þó öðru vísi byggt, þannig að burðarmagn þess er miklu meira og stærð skipsins verður 3300 Dwt. Er skipið væntanlegt hingað til lands á komandi hausti, í september eða byrjun október, og verða þá kaupskip Sambandsins orðin sjö talsins, að Bláfelli meðtöldu. Skipadeild SÍS hefur tekið upp þann sið á þessu ári að tilgreina í skipafréttum öll leiguskip, sem deildin hefur á sínum vegum. Hafa menn tekið eftir því, að þessi skip eru æði mörg, þrátt fyrir hinn myndarlega flota Sambandsins sjálfs. Nánar talið voru skipin um miðjan júnímánuð orðin 25 og fóru þau flest eina eða tvær ferðir hingað til lands. Sýnir þetta tvímælalaust, að næg verkefni hljóta að vera fyrir fleiri samvinnuskip. Jafnvel þótt Helgafell hefði verið komið í siglingar á þessu vori, hefði orðið að taka fjölda leiguskipa.
HELGAFELL I

© photoship
Smíðað 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð Sem HELGAFELL Fáninn var Íslenskur Það mældist .2194.0 ts 3250.0 dwt. Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan. Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982 brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988
HELGAFELL I

@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Í fyrstu stjórnaði Bergur Pálsson Helgafelli

Og enn er það Ásgeir Árnason sem stjórnaði vélarrúmi


@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia

© söhistoriska museum se

© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© photoship
Hér á kunnuglegum slóðum

@Predrag Pavic
Við skulum rýna í textan sem fylgdi myndunum í 6 tbl Samvinnunar 1954:
"Hinn 10. júní síðastliðinn var skipi númer 327 hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Oskarshafnar í Svíþjóð. Var það nýjasta og stærstaskip samvinnumanna, og guðmóðir þess, frú Rannveig Þór, gaf því nafnið Helgafell um leið og hún braut kampavínsflösku á stefni þess. Þegar skipið rann í sjó fram, hrópuðu allir viðstaddir, Vilhjálmur Þór forstjóri fyrir hönd SIS og með honum Rudolf Hellberg og Erik Öberg verkfræðingur, stjórnendur skipasmíðastöðvarinnar, verkamenn og gestir, húrra fyrir þessu nýja kaupfari og árnuðu því heilla. Helgafell er smíðað eftir nálega sömu teikningu og Arnarfell, en er þó öðru vísi byggt, þannig að burðarmagn þess er miklu meira og stærð skipsins verður 3300 Dwt. Er skipið væntanlegt hingað til lands á komandi hausti, í september eða byrjun október, og verða þá kaupskip Sambandsins orðin sjö talsins, að Bláfelli meðtöldu. Skipadeild SÍS hefur tekið upp þann sið á þessu ári að tilgreina í skipafréttum öll leiguskip, sem deildin hefur á sínum vegum. Hafa menn tekið eftir því, að þessi skip eru æði mörg, þrátt fyrir hinn myndarlega flota Sambandsins sjálfs. Nánar talið voru skipin um miðjan júnímánuð orðin 25 og fóru þau flest eina eða tvær ferðir hingað til lands. Sýnir þetta tvímælalaust, að næg verkefni hljóta að vera fyrir fleiri samvinnuskip. Jafnvel þótt Helgafell hefði verið komið í siglingar á þessu vori, hefði orðið að taka fjölda leiguskipa.
HELGAFELL I
© photoship
Smíðað 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð Sem HELGAFELL Fáninn var Íslenskur Það mældist .2194.0 ts 3250.0 dwt. Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan. Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982 brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988
HELGAFELL I
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Í fyrstu stjórnaði Bergur Pálsson Helgafelli
Og enn er það Ásgeir Árnason sem stjórnaði vélarrúmi
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
@Predrag Pavic
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32